Fréttablaðið - 08.09.2021, Side 22

Fréttablaðið - 08.09.2021, Side 22
Þetta eru ólíkir lista- menn sem vinna í ólíka miðla og túlka hluti á mismunandi hátt. Wiola Ujazdowska. kolbrunb@frettabladid.is Tvær sýningar á verkum eftir Stein- unni Þórarinsdóttur voru nýlega opnaðar í Danmörku. Önnur þeirra, Armors, er sett upp í hjarta Kaup- mannahafnar á Kongens Nytorv. Hin sýningin er Connections í Óðinsvéum og er unnin með háskól- anum þar. Þetta eru ekki einu verk Steinunnar sem sjá má í Danmörku, þau má til dæmis sjá við kirkju í Østerbrogade og við f lugvöllinn í Kaupmannahöfn. Verk Steinunnar hafa verið sýnd víða um heim; í Evrópu, Japan, Bandaríkjunum og Ástralíu og vakið mikla athygli og hrifningu. n Verk Steinunnar í Danmörku Verk Steinunnar á Kongens Nytorv í Kaup- mannahöfn. Haustsýning Hafnarborgar er Samfélag skynjandi vera. Sýningarstjórn er í höndum Huberts Gromny og Wiolu Ujazdowska en þau eru bæði frá Póllandi. kolbrunb@frettabladid.is „Þema sýningarinnar er heimurinn sem samfélag skynjandi vera sem tjá sig á mismunandi hátt. Lögð er áhersla á tíma, ferli og f lutning,“ segir Wiola. „Rúmlega tuttugu lista- mönnum var boðið að taka þátt og við sýningarstjórarnir ræddum við þá um samfélag, tilfinningar og sambönd. Listamennirnir, sem eru af ólíkum þjóðernum, hafa allir einhvers konar tengingu við Ísland, þeir búa hér, hafa lært hér eða unnið hér. Þetta eru ólíkir listamenn sem vinna í ólíka miðla og túlka hluti á mismunandi hátt. Á sýningunni eru alls kyns verk, eins og málverk, teikningar, vídeó, innsetningar og textílverk.“ Hún segir að það hafi verið mikil vinna að koma sýningunni saman en ákaflega skemmtilegt. Bara lítil peð Melanie Ubaldo er einn af lista- mönnunum sem eiga verk á sýn- ingunni. Hún er meistaranemi á öðru ári í Listaháskólanum. Verk hennar er gyllt neyðarskýli sem hún byggði. „Í listsköpun minni hef ég verið að skapa eða byggja eins konar minnisvarða um það að tilheyra ekki. Ég fann á netinu hjá Sameinuðu þjóðunum nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig ætti að byggja neyðarskýli. Verk mitt er minnsta gerðin af neyðarskýli sem ég byggði í réttum hlutföllum. Það er gert úr timbri og er húðað að innan og utan með svokölluðum neyðarteppum, sem eru silfruð eða gyllt. Ég valdi gyllta litinn. Inni í húsinu er svo sandur, sem tengir verkið við ströndina.“ Spurð hvernig tilfinningar hún vilji vekja hjá áhor fandanum segir Melanie: „Ég vil vekja samúð með þeim sem neyðast til að búa í skýlum eins og þessum. Ég vil líka vekja áhorfandann til umhugsunar um það að maður á ekki stöðugt að vera að hugsa um sjálfan sig. Við erum bara lítil peð í þessum stóra heimi.“ Það tók hana tvo daga að smíða húsið en nokkuð lengri tíma að húða það. „Neyðarskýli eins og þetta er mjög lítið en er þó heimili margra sem vita ekki hvað tekur við næst í lífinu.“ Samstarf við ólíkt fólk Melanie segir mjög gaman og áhugavert að taka þátt í stórri sýn- ingu eins og þessari. „Í myndlistinni fær maður að vera í samstarfi við ólíkt fólk og kynnist mismunandi menningarheimum. Þannig kemur maður auga á alls kyns nýja f leti í myndlistinni.“ Sýningin er ellefta sýningin í haustsýningaröð Hafnarborgar sem er verkefni sem hefur það að mark- miði að gefa sýningarstjórum sem ekki eiga langan feril að baki kost á að senda inn tillögu að sýningu. Listráð Hafnarborgar ásamt for- stöðumanni velur síðan vinningstil- löguna en nú er opið fyrir umsóknir um sýningu næsta árs. Sýningin stendur til 31. október. n Alls kyns nýir fletir Wiola og Melanie standa í innsetningu eftir Kathy Clark og í bakgrunni má sjá verk Melanie. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR Þetta eru ekki einu verk Steinunnar sem sjá má í Danmörku. kolbrunb@frettabladid.is Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst í dag, miðvikudaginn 8. septem- ber, og stendur til laugardagsins 11. september og er þetta í fimm- tánda sinn sem hún fer fram. Fjöldi íslenskra og erlendra höfunda tekur þátt í hátíðinni. Hin tyrkneska Elif Shafak mæti á hátíðina, en bók hennar 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld kom nýlega út á íslensku. Þar verður einnig bandaríski blaðamaður- inn Barbara Demick, höfundur hinnar frábæru bókar Engan þarf að öfunda, en nýjasta bók hennar Að borða Búdda er komin út á íslensku. Saša Stanišić, höfundur bókarinnar Uppruni, er líka meðal gesta. Fjölmarga aðra mætti nefna, eins og Moniku Fagerholm sem er nýjasti verðlaunahafi Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs, Leïlu Slimani og Vigdis Hjorth. Fræðast má um hátíðina á bok- menntahatid.is. n Bókmenntahátíð verður sett í dag Rithöfundurinn Saša Stanišić frá Bosníu verður á hátíðinni. kolbrunb@frettabladid.is Í dag, miðvikudaginn 8. september, frá klukkan 11.00-15.00 verður sýn- ingin Lesið og skrifað með Múm- ínálfunum opnuð í barnabókasafni Norræna hússins. Á sýningunni er boðið upp á gagnvirka leið til að kynnast stafrófinu um leið og farið er í skoðunarferð um hinn töfrandi Múmíndal. Klukkan 16.00 verður alþjóðleg lestrarstund í tónleikasal Norræna hússins, sagan Ósýnilega barnið verður lesin á mörgum tungu- málum. Meðal lesenda verður Eliza Reid forsetafrú. Lestrarstundin hefst með samtali á milli Gerðar Kristnýjar og Sophiu Jansson, sem er bróðurdóttir Tove Jansson. Við- burðurinn verður einnig í beinu streymi. Föstudaginn 10. september klukkan 20.00 verður heimildar- myndin Haru, The Island of the Solitary, sýnd í tónleikasal Nor- ræna hússins. Sophia Jansson opnar sýninguna ásamt Roleff Kråkström, framkvæmdastjóra Moomin Chara- racters. Skráning er á tix.is. n Múmínálfar í Norræna húsinu Hinir dásamlegu múmínálfar eru mættir til leiks í Norræna húsinu. 18 Menning 8. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 8. september 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.