Fréttablaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 16
Ljósið, endurhæfingar- og
stuðningsmiðstöð fyrir
krabbameinsgreinda, og
heilbrigðistæknifyrirtækið
Sidekick Health, skrifuðu í
síðustu viku undir samning
um samstarfsverkefni sem
á að tryggja krabbameins-
sjúklingum aðgang að endur-
hæfingu í gegnum snjall-
símaforrit.
Fréttablaðið ræddi við Ernu Magn-
úsdóttur, forstöðukonu og stofn-
anda Ljóssins, og Sæmund Odds-
son, lækni og annan stofnenda
Sidekick Health, um verkefnið.
„Við hjá Sidekick höfum lengi
fylgst með starfsemi Ljóssins og
verið mjög áhugasöm um að starfa
með þeim og því brautryðjenda-
starfi sem á sér stað þar. Markmið
Ljóssins er að bæta þjónustu við
krabbameinsgreinda og er það í
fullkomnu samræmi við markmið
okkar,“ segir Sæmundur.
Erna segir samstarfið hafa byrjað
þegar Sidekick kom að máli við
Ljósið og bauð því að taka þátt.
„Ljósið er orðið sextán ára á
þessu ári og í raun erum við búin
Heildræn nálgun á krabbameinsmeðferð
Þorvaldur S.
Helgason
thorvaldur
@frettabladid.is
Erna og Sæmundur undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum Ljóssins í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR GEIRSSON
að vera að starfa mjög mikið í staf-
rænu umhverfi frá því að Covid
byrjaði. Svo kemur þessi beiðni
hvort við viljum taka þátt í þróun
og rannsókn á því að auka gæði og
heldni endurhæfingar. Það væri þá
í raun viðbót við þá miklu endur-
hæfingu sem er í Ljósinu,“ segir
Erna.
Fjarmeðferð í gegnum snjallsíma
Verkefninu verður ýtt úr vör með
rannsókn þar sem yfir 100 ein-
staklingar í virkri krabbameins-
meðferð munu taka þátt í prófun
og þróun á fjarmeðferð í gegnum
snjallsíma.
„Þetta virkar þannig að sjúkl-
ingar fá aðgang að snjallsímafor-
riti Sidekick og tengjast þar með
nýju meðferðarúrræði sem byggir á
þeirri heildrænu nálgun sem Ljósið
er sérfræðingur í. Sjúklingar fá
hvatningu og stuðning til að bæta
lífsstíl sinn á heildrænan hátt þegar
kemur að mataræði, streitustjórn-
un og aukinni hreyfingu. Það má
líta á Sidekick sem eins konar hjálp-
arhellu sjúklinga og fræðsla sem er
aðlöguð að heilsulæsi sjúklinga er
mikilvægur þáttur af meðferðinni,
þannig er til að mynda fræðsla um
hvernig má eiga við aukaverkanir,“
segir Sæmundur.
Erna telur fjarmeðferðina kær-
komna viðbót við starfsemi Ljóss-
ins en þar geta krabbameins-
greindir mætt í alls kyns reglulega
dagskrá á borð við heilsutengd
námskeið, fræðslufundi, göngu-
hópa, líkamsrækt, handverkshópa
og f leira.
„Þarna höfum við aukaverk-
færi til að hjálpa þeim að halda
áfram. Þótt þú sért búinn með eitt
námskeið þá nærðu kannski ekki
alveg tökum á því sem við erum að
kenna. En þarna er aukafræðslu-
efni og verkefni sem hjálpa fólki
að viðhalda því sem það er að læra
hjá okkur,“ segir Erna.
„Það sama á við um hreyfingu,
við erum náttúrlega með stóran
og f lottan líkamsræktarsal sem
fólk kemur í og getur nýtt sér mis-
mikið. En með því að vera með for-
rit og þennan stuðning í gegnum
snjallsíma þá getum við hvatt fólk
til að gera æfingar eða göngutúra
heima hjá sér. Þannig að þetta er
svona auka hvatning inn í endur-
hæfingarferlið,“ segir hún.
Lífsnauðsynlegar breytingar
Sæmundur segir hugmyndafræði
Ljóssins um endurhæfingu sjúkl-
inga samræmast vel markmiðum
Sidekick. Mikilvægt sé að kenna
fólki að gera jákvæðar breytingar
á lífsstíl sínum til að ef la heilsu og
líðan meðan á meðferð stendur.
„Margar rannsóknir hafa sýnt að
það er hægt að draga verulega úr
aukaverkunum af krabbameins-
meðferð með því að bæta lífsstíl, til
dæmis með bættu mataræði, betri
svefnvenjum og daglegri hreyf-
ingu. Fátt er meira streituvaldandi
en að greinast með krabbamein, og
til dæmis þegar kemur að matar-
æði þá hafa rannsóknir sýnt að
það má draga úr þessari svoköll-
uðu krabbameinsþreytu með því
að borða próteinríkari mat. Sem
dæmi um áhrif bættra svefnvenja
þá hafa rannsóknir bent til þess að
í brjóstakrabbameini, hjá ungum
konum sérstaklega, þá virðist
góður svefn geta bætt horfur,“ segir
Sæmundur.
Þá segir hann snjallsímatæknina
auka möguleikann á heildrænni
nálgun þegar kemur að krabba-
meinsmeðferð og hún nýtist sér-
staklega vel til ýta undir lífsstíls-
breytingar. Rannsóknir Sidekick
og annarra á atferli sjúklinga hafi
ítrekað sýnt fram á að margfalt
f leiri snertipunkta þurfi til að ná
fram lífsstílsbreytingum heldur
en hægt er að veita á sjúkrahúsum.
„Svona til gamans þá segi ég
stundum frá ákveðnum straum-
hvörfum á mínum ferli, þegar
ég starfaði sem sérfræðilæknir
á hjartadeild á erlendu háskóla-
sjúkrahúsi. Ég var með sjúkling hjá
mér og var með takmarkaðan tíma
til að fara í gegnum mikla fræðslu
og hvetja hann til að gera lífsnauð-
synlegar lífsstílsbreytingar. Ég
gleymi því aldrei að eftir að sam-
talinu lauk þá leit ég út um glugg-
ann og sá sjúklinginn kveikja sér
í sígarettu og sýna snjallsímanum
miklu meiri áhuga en samtalinu
okkar. Þetta er þekkt vandamál og
hefur að gera með hvað það er dýrt
og erfitt að vera með svona marga
snertipunkta við sjúklinginn eins
og þarf til að ná fram breytingu.
Í þessu samhengi er þetta aukna
aðgengi að sjúklingum í gegnum
snjallsíma ákveðin bylting innan
læknavísindanna,“ segir Sæmund-
ur.
Kemur ekki í staðinn fyrir Ljósið
Erna tekur undir þetta en segir þó
að snjallsímatæknin geti aldrei
alveg komið í staðinn fyrir mann-
lega þáttinn.
„Við megum ekki gleyma því að
þetta kemur ekki í staðinn fyrir
Ljósið, þar sem að fólk hittist og fær
líka félagslega næringu og styrkir
hvert annað þannig. En það eru
ekkert allir sem hafa aðgang að
okkur, Ljósið er bara í Reykjavík
eins og er, nema við erum komin
með landsbyggðadeild þar sem við
þjónum fólki stafrænt. Ég vil taka
það fram að þetta er svo frábær
viðbót og vinnur samhliða hug-
sjón okkar, mér finnst eins og hug-
myndafræðin hjá Sæma og þeim í
Sidekick sé svipuð hugmyndafræð-
inni hjá okkur. Það er verið að grípa
einstaklinginn andlega, líkamlega
og félagslega og ekkert bara verið
að horfa á einn læknisfræðilegan
þátt. Það er verið að horfa heild-
rænt á einstaklinginn eins og við
gerum í Ljósinu.“
„Þarna deilum við sömu sýn og
það er mikill meðbyr þegar kemur
að þessari nálgun, til dæmis á
meðal krabbameinslækna, hér á
landi og erlendis, þar sem margir
eru í ráðgjafahópi okkar, því það
eru allir sammála um að það þarf
að gera meðferðir einstaklingsmið-
aðri. Einstaklingar eru mismun-
andi, með mismunandi einkenni,
mismunandi áhyggjur, mismun-
andi bakgrunn, mismunandi for-
sendur til að takast á við meðferð-
ina,“ segir Sæmundur.
Vænta mikils af samstarfinu
Þótt verkefnið fari rólega af stað til
að byrja með, þá segjast bæði Erna
og Sæmundur vænta mikils af sam-
starfinu, sem Sæmundur lýsir sem
allt að því einstöku á heimsvísu.
„Við væntum mikils af samstarf-
inu og hlökkum til að taka þátt og
geta boðið okkar skjólstæðingum
enn þá meiri og enn þá betri þjón-
ustu í rauninni,“ segir Erna.
„Við erum mjög þakklát og
spennt fyrir þessu samstarfi og
stolt yfir því að vera búin að þróa
tæknina á þennan stað. Fyrir
allmörgum árum þá sáum við
bekkjar bræðurnir úr læknadeild-
inni, við Tryggvi Þorgeirsson, sem
er brautryðjandi í rannsóknum
á áhugahvöt sjúklinga og annar
stofnenda Sidekick, að það er þörf
fyrir að sinna krabbameinsgreind-
um eins og Ljósið gerir á þennan
heildræna hátt. Í teyminu eru nú
tæplega 90 manns í fullu starfi og í
tengslum við þróun og rannsóknir
hér á landi og erlendis, hefur skap-
ast einstök þverfagleg þekking. Við
erum mörg í teyminu sem höfum
ýmist átt ástvini sem hafa þurft að
glíma við krabbamein, eða greinst
sjálf,“ segir Sæmundur. ■
Við erum
mörg í
teyminu
sem höfum
ýmist átt
ástvini sem
hafa þurft
að glíma
við krabba-
mein, eða
greinst
sjálf.
Sæmundur
Oddsson, læknir
og stofnandi
Sidekick.
Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem
úthlutað verður árið 2022 í samræmi við ákvæði laga
nr. 57/2009.
Umsóknarfrestur rennur út 4. október 2021.
Umsóknarkerfi lokar kl. 15:00.*
Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum:
launasjóður hönnuða
launasjóður myndlistarmanna
launasjóður rithöfunda
launasjóður sviðslistafólks
launasjóður tónlistarflytjenda
launasjóður tónskálda
Í umsóknum er óskað eftir upplýsingum um verk- og
tímaáætlun, listrænt gildi verkefnis og feril umsækjenda.
Þessir þættir liggja að jafnaði til grundvallar ákvörðunar um
úthlutun starfslauna.
Umsóknir eru einstaklingsumsóknir.
Í vinnuáætlun er hægt að tilgreina samstarf sérstaklega.
Nota þarf rafræn skilríki við gerð umsóknar og eingöngu er
tekið við rafrænum fylgigögnum.
Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn
aðeins tekin til umfjöllunar ef áfangaskýrslu/lokaskýrslu hefur
verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði
4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.
Áfram verður hægt að fella starfslaun sviðslistafólks inn
í umsókn í Sviðslistasjóð.
Aðgangur að umsókn, eyðublöðum fyrir skýrslur,
matskvarða, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn,
stefnu stjórnar o.fl., er að finna á vefslóðinni:
www.listamannalaun.is.
Nánari upplýsingar veita Óskar Eggert Óskarsson
og Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís,
listamannalaun@rannis.is.
*Ath. Sjóðir hjá Rannís loka kl. 15:00.
Umsóknarfrestur 4. október kl. 15.00
Listamannalaun
2022
16 Helgin 14. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
14. ágúst 2021 LAUGARDAGURHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ