Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 26
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr
@frettabladid.is
Formaður Landverndar segir
nauðsynlegt að lýsa yfir
neyðarástandi í loftslags-
málum til að hraða þeim
stórvægilegu breytingum
sem þurfa að eiga sér stað
til að samfélög manna um
allan heim lendi ekki í bráðri
hættu vegna loftslagsbreyt-
inga.
Á mánudag gaf Milliríkjanefnd
Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar (IPCC) út skýrslu um
hamfarahlýnun og breytingar á
loftslagi jarðar. Í skýrslunni er sett
fram rauð viðvörun fyrir mann-
kynið og sagt að nauðsynlegt sé
að grípa til róttækra aðgerða til að
minnka losun kolefnis, ef koma
á í veg fyrir að hnattræn hlýnun
ógni samfélögum manna um allan
heim. Á þriðjudag birti Landvernd
svo harðorða fréttatilkynningu á
vef sínum þar sem lagðar eru fram
tíu aðgerðir sem samtökin segja að
grípa verði til strax á Íslandi.
„Það fyrsta sem kemur þar fram
er að stjórnvöld þurfi að lýsa yfir
neyðarástandi,“ segir Tryggvi
Felixson, formaður Landverndar,
sem er mjög yfirvegaður en um
leið alvarlegur í bragði. „Í nýju
skýrslunni kemur fram að hita-
stigið er komið yfir eina gráðu
umfram það sem er eðlilegt og nú
er sýnt fram á að það nær einni og
hálfri gráðu innan 20 ára.
„Við erum sífellt að verða meira
vör við áhrifin af þessu, ofsavið-
Þurfum að lýsa yfir neyðarástandi
Tryggvi segir að
það sé hægt að
gera ýmislegt
til að minnka
kolefnislosun
á Íslandi en að
það þurfi að
lýsa yfir neyðar-
ástandi til að
auðvelda þessar
breytingar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
burðir í náttúrufari hafa aukist
og eru farnir að valda miklu tjóni
á mannlegu samfélagi,“ segir
Tryggvi. „Þetta kemur til með að
aukast og valda meiri hörmung-
um, kostnaði og dauða. Í saman-
burði við það ástand sem blasir við
ef ekki tekst að takmarka losun, er
Covid léttvægt.“
Verðum að aðlagast breytingum
„Þegar það er yfirlýst neyðarástand
sættum við okkur við róttækari
aðgerðir og aðgerðirnar sem þarf
eru svo umfangsmiklar að það
er mjög erfitt að framkvæma
þær, bæði pólitískt, tæknilega og
efnahagslega,“ útskýrir Tryggvi.
„Við þurfum að breyta viðhorfum
okkar til þess hvað er gott líf. Við
höfum einblínt á hagvöxt án þess
að taka tillit til afleiðinganna sem
það hefur fyrir umhverfi, náttúru
og komandi kynslóðir.
Þetta er neyðarástand því þetta
er svo stuttur tími sem er til að
snúa af þessari hættulegu braut.
Það er ekki bara síhækkandi hitinn
sem skiptir öllu, heldur líka þessi
ofsaatvik og breytingar á náttúru-
fari,“ segir Tryggvi. „Við höfum
komið okkur fyrir með tilliti til
þess hvernig náttúran hefur hagað
sér undanfarin mörg þúsund
ár, en þegar svona miklar breyt-
ingar verða á náttúrunni breytast
búsetuskilyrði. Við komum ekki
í veg fyrir breytingarnar, en við
þurfum að takmarka verstu
áhrif þeirra. Sjávarborð mun til
að mynda hækka, í verstu spám
um tvo metra, og ofsaveður á
ströndum mun líklega aukast. Við
þurfum að aðlaga skipulagsmál að
þessu.“
Tryggvi segir að við höfum
hunsað sömu viðvörunina ára-
tugum saman því okkur líði vel og
það sé erfitt að innleiða grund-
vallarbreytingar á ýmsum þáttum
í samfélaginu.
„Þetta er flókið og erfitt og við
þurfum að stíga langt út fyrir
þægindarammann. Manneskjan er
þannig að fyrst gerir hún sér grein
fyrir vandanum. Svo þarf að finna
út hvaða aðgerðum þarf að beita
og þá lendum við á öllum þessum
hagsmunahópum sem eru að verja
sína torfu. Við erum þar núna,“
segir hann. „Þriðja stigið er svo að
framkvæma.“
Losunargjald skiptir miklu
„Við höfum kallað eftir losunar-
gjaldi sem hækkar stígandi. Það
getur haft mikil áhrif á ýmsa þætti
samfélagsins og yrði vissulega ekki
einfalt í framkvæmd, en við vitum
að efnahagslegir hvatar reynast
oft afar vel,“ segir Tryggvi. „Sá sem
mengar þarf að borga fyrir það og
það hvetur viðkomandi til að finna
betri leiðir. Það nægir ekki að stóla
á góðan vilja atvinnulífsins.
Stjórnvöld hafa frekar lagt
áherslu á ívilnanir fyrir umhverfis-
vænni vörur en losunargjöld, en
helstu sérfræðingar segja að við
þurfum hvort tveggja. Gjöldin
á rafmagnsbíla voru til dæmis
lækkuð, í stað þess að hækka
gjöld á bíla sem menga eða stöðva
innflutning á þeim alveg,“ segir
Tryggvi. „En ef þú kaupir bíl í dag
verður hann á götunni í 10-15 ár og
því verður mikil losun af hverjum
bíl, sem er mikilvægt að stöðva.
En þetta er líka erfitt því við
erum hluti af alþjóðasamfélagi og
þurfum að vera samkeppnishæf.
ASÍ hefur einnig bent á að það
þurfi að huga vel að því að þessi
byrði leggist jafnt á alla Íslendinga.
Til dæmis eru þeir launalægstu oft
á gömlum bílum sem eyða mest,“
segir Tryggvi. „Hagfræðingar hafa
bent á leiðir til að þessar breyt-
ingar hafi ekki neikvæð áhrif á
dreifingu afkomu.“
Margt hægt að gera á Íslandi
Í tilkynningu Landverndar kemur
fram að meðal kolefnislosun á
hvern Íslending sé mjög há og hafi
hækkað undanfarin ár.
„Einn þáttur í því er stóriðjan,
sem er hlutfallslega mjög stór, en
80% af okkar rafmagni fer þangað
og losunin er mikil. En þó að við
tökum hana út erum við enn
miklir loftslagssóðar, aðallega
vegna þess að við notum einka-
bílinn svo mikið, en það er von til
að það verði hægt að breyta einka-
samgöngum svo þær mengi mun
minna,“ segi Tryggvi. „Sjávarútveg-
ur hefur verið duglegur að draga
úr losun og sýnt að þetta er hægt,
en þar hefur eldsneytissparnaður
verið mjög ríkur hvati. Kvótakerfið
hefur líka gert það auðveldara að
skipuleggja veiðarnar. Það eru
miklir möguleikar til árangurs
með orkuskiptum.
Svo er landbúnaður flóknari, en
þar þarf að gera eitthvað af alvöru.
Þessi kjötframleiðsla er losunar-
þung og losun frá landi er mjög
mikil vegna synda fortíðar. Það er
mikið verk að vinna við endur-
heimt votlendis. Það hefur löngu
verið sýnt fram á að þannig megi
draga mikið úr losun en samt er
mikil tregða til þess meðal landeig-
enda, jafnvel þó að opinberir sjóðir
borgi vinnuna,“ segir Tryggvi. „Ef
landeigendur fást ekki til að gera
þetta gæti verið að það þurfi bara
að setja það í lög að það eigi að
moka ofan í skurði nema sýnt sé
fram á nauðsyn þeirra. Auðvitað
væri þar með gengið á rétt landeig-
enda, en það er bara ekki í lagi að
menga með óþarfa framræslu.“
Svartsýni skilar engu
„Það sem liggur mest á að gera
núna er að lýsa yfir neyðarástandi,
því við þurfum að hraða því ferli
að umbreyta samfélaginu og
atvinnulífinu,“ segir Tryggvi. „Svo
væri mjög sterkt að setja fram
fimm eða tíu ára áætlun varðandi
losunargjöld, svo allir geti tekið til-
lit til hennar í framtíðarskipulagi.
Í þriðja lagi myndi það senda sterk
skilaboð að banna innflutning á
nýjum tækjum sem menga, vegna
þess að þar eru aðrir valkostir fyrir
hendi.“
Tryggvi segir að það sé lítið gagn
í að vera svartsýnn á að þessar
breytingar eigi sér stað.
„Ef verstu sviðsmyndir raunger-
ast er framtíð mannlegs samfélags
eins og við þekkjum það í mikilli
hættu. En á móti koma hlutir sem
gefa ástæðu til bjartsýni, eins og
miklar tækniframfarir og víða eru
ríkisstjórnir líka að boða breyt-
ingar sem lofa góðu,“ segir hann.
„En það eru um leið svakalega
sterkir hagsmunahópar sem hafa
áhrif, ekki síst hér á Íslandi. En við
skulum vera bjartsýn, því tæknin
er fyrir hendi og skilningurinn er
vaxandi.“
Von á breytingum
„Við erum innan Evrópukerfisins
og tökum á okkur skuldbind-
ingar vegna þess. Þar voru veru-
legar lagabreytingar lagðar fram í
síðasta mánuði, en það á að reyna
að draga úr losun Evrópu um 55%
fyrir árið 2030,“ segir Tryggvi. „Ef
tilskipanirnar sem verða ræddar
á næstu árum verða samþykktar
munu þær hafa áhrif á Íslandi og ég
bind vonir við að þau verði veruleg.
Það er til dæmis verið að ræða
að setja upp gjald á innflutning frá
löndum sem uppfylla ekki staðla
varðandi losun, þannig að það
verði hægt að gera meiri kröfur
á framleiðslugreinar án þess að
þær missi samkeppnishæfni,“
segir Tryggvi. „Lönd sem setja upp
strangar reglur geta nefnilega lent
í vandræðum með samkeppni við
þau ríki sem gera það ekki.“
Stjórnvöld verða að leiða
„Þetta er flókið og erfitt við-
fangsefni og það er mikilvægt að
allir geri eitthvað í daglegu lífi og
hugleiði þetta. Landvernd er til
dæmis með verkefnið „Loftslags-
vernd í verki“ sem gerir fólki kleift
að kynna sér hvernig það getur
dregið úr persónulegri losun,“
segir Tryggvi. „En við megum ekki
leggja ábyrgðina á einstaklinga.
Ríkisstjórn og löggjafar þurfa að
axla þessa ábyrgð, annars er hætta
á að valda loftslagskvíða hjá þeim
sem vilja leggja sitt af mörkum en
finnst samfélagið ekki gera nóg.
Við þurfum að gera það sem
við getum en um leið fá skýrar
leiðbeiningar og marktækar og
árangursríkar aðgerðir frá stjórn-
völdum,“ segir Tryggvi. „Ef við
gerum vel getum við haft góð áhrif
og það getur eflt sjálfsvirðingu
þjóðarinnar. Látum ekki bugast þó
að verkefnið virðist stórt. Við erum
að gera þetta fyrir börnin okkar og
barnabörnin, svo þau geti búið við
jafn góð lífsskilyrði og við.“ ■
Landvernd segir að það séu tíu
aðgerðir sem þarf að grípa til strax
á Íslandi og útlistar þær í frétta-
tilkynningu sinni, sem er að-
gengileg á vef Landverndar, www.
landvernd.is. Þar er einnig hægt
að kynna sér verkefnið Loftslags-
vernd í verki og sjá hvernig draga
má úr persónulegri losun sinni.
Þegar það er yfir-
lýst neyðarástand
sættum við okkur við
róttækari aðgerðir og
aðgerðirnar sem þarf eru
svo umfangsmiklar að
það er mjög erfitt að
framkvæma þær.
Tryggvi Felixson.
Fæst hjá N1, OLÍS,
veiðibúðum og veidikortid.is
Frelsi til
að veiða!
Ertu búinn að fá
þér Veiðikortið?
8.900 kr
4 kynningarblað A L LT 14. ágúst 2021 LAUGARDAGUR