Fréttablaðið - 14.08.2021, Qupperneq 28
Heiðarleiki - áreiðanleiki og ástríða
eru leiðarljós okkar í daglegum störfum.
Velkomin í hópinn.
Garri er skemmtilegur vinnustaður með framúrskarandi starfsaðstöðu.
Hjá Garra er góður starfsandi og sterk liðsheild.
Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða öfluga og morgunhressa
starfsmenn í vöruhús okkar að Hádegismóum.
Vinnutími hefst kl. 7.00.
Hæfniskröfur:
• Rík þjónustulund
• Góð samskipta- og samstarfshæfni
• Dugnaður, áreiðanleiki og stundvísi
• Íslenskukunnátta er skilyrði
• Fyrri reynsla af vöruhúsastarfi og lyftarapróf er kostur
Helstu verkefni:
• Tiltekt á vörum í pantanir
• Afgreiðsla pantana til viðskiptavina
• Móttaka og frágangur á vörum
• Önnur tilfallandi verkefni
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS
Tekið er á móti umsóknum í gegnum Alfreð.is
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst.
Upplýsingar veitir Karl Lilliendahl,
vöruhússstjóri. Netfang: karl@garri.is
Garri ehf | Hádegismóar 1 | 110 Reykjavík | 5 700 300 | garri@garri.is | www.garri.is
hagvangur.is
Fastus óskar eftir að ráða gæðastjóra. Um er að ræða nýtt starf hjá
fyrirtækinu. Gæðastjóri mun hafa umsjón með uppbyggingu, innleiðingu,
rekstri og þróun á gæðakerfi fyrirtækisins. Fyrir jákvæðan og nákvæman
aðila er í boði framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Möguleiki er á hlutastarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Uppbygging og innleiðing á gæðakerfi
• Umsjón með gæðahandbók fyrirtækisins
• Umsjón með innri og ytri gæðaúttektum
• Tryggja starfsemi í samræmi við reglugerðir er varða innflutning og sölu
á heilbrigðisvörum
• Skjalastýring og utanumhald gagna
• Uppbygging jafnlaunakerfis sem og önnur tilfallandi mannauðsverkefni í
framtíðinni
• Samskipti við innlenda og erlenda eftirlits- og samstarfsaðila
• Vinna úr upplýsingum og lykiltölum til að meta árangur af gæðastarfi
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af gæðastjórnun og gæðastjórnunarkerfum
• Þekking af hönnun og innleiðingu ferla er kostur
• Metnaður og frumkvæði við úrlausn verkefna
• Mjög góð tölvukunnátta
• Nákvæm og vönduð vinnubrögð
• Framúrskarandi samskiptafærni
• Góð íslensku- og enskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst nk.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Nánari upplýsingar veitir Yrsa Guðrún
Þorvaldsdóttir, yrsa@hagvangur.is.
Fastus er framsækið þjónustufyrirtæki sem sér
fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðissviði, og
í rekstri tengdum matvælum, ferðaþjónustu og
iðnaði, fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum.
Hjá Fastus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga
sem leitast við að finna viðeigandi lausnir
fyrir sérhvern viðskiptavin félagsins.
Nánari upplýsingar á www.fastus.is
Gæðastjóri
RAFVIRKJAR!
Óskum eftir að ráða rafvirkja til framtíðar starfa.
Umsókn sendist á netfangið rafbodi@rafbodi.is
Þurfa að geta byrjað sem fyrst.
Skeiðarás 3 - 210 Garðabær - 565 8098 - rafbodi@rafbodi.is
The British Embassy in Reykjavik is looking to recruit a
Market Access Adviser for the Department for International
Trade (DIT).
More details on working at the Embassy, the position and
a full list of the skills and experience we are looking for
can be found here: https://shortest.link/zvv
The British Government is an inclusive and diversity-friendly
employer. We welcome and encourage applications from
people of all backgrounds.
The closing date for applications is 5 September 2021.
Job opportunity
Follow us on
Facebook and Twitter:
@UKinIceland