Fréttablaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 32
Landspítali er fjölmennasti vinnustaður landsins með yfir 6000 starfsmenn. Spítalinn hefur víðtæku
hlutverki að gegna sem aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús, og veitir bæði almenna og
sérhæfða þjónustu, auk þess að vera miðstöð menntunar og rannsókna í heilbrigðis vísindum.
Gildandi skipurit spítalans byggist á sjö klínískum sviðum og fjórum stoðsviðum. Lykiláherslur í
stefnu spítalans eru öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur.
TÍMABUNDIN STÖRF VEGNA COVID
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
OG SJÚKRALIÐAR ÓSKAST
Landspítali auglýsir eftir jákvæðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum hjúkrunar fræð ingum og sjúkraliðum til
starfa. Um er að ræða tímabundin störf vegna Covid og er upphafsdagur og starfshlutfall samkomulag. Í boði eru
störf á Covid deildum og öðrum deildum sem hafa þurft að haga til starfseminni vegna Covid. Störfin eru bæði
fjölbreytt og krefjandi og fela í sér góð tækifæri til að öðlast fjölþætta reynslu.
Nánari upplýsingar um störfin og ráðningarferlið gefa Bára Benediktsdóttir, baraben@landspitali.is, 824 5909
og Hrönn Harðardóttir, hronhard@landspitali.is, 897 5600.
Nánari upplýsingar er að finna á www.landspitali.is/mannaudur
Umsóknafrestur er til og með 30. ágúst 2021
Menntun, þekking og reynsla
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Yfirgripsmikil reynsla af sölu og viðskiptastýringu
• Þekking á sölu á erlendum markaði er kostur
• Reynsla af gerð og eftirfylgni sölu- og markaðsáætlana
• Góðir greiningarhæfileikar
• Frumkvæði, söludrifni og sjálfstæði í starfi
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar
• Mjög gott vald á ritaðri og talaðri ensku er skilyrði
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst nk. og skal fylla út
umsókn á vef vinnvinn.is. Umsókninni skal fylgja ferilskrá og
ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur um færni.
Umsjón með starfinu hafa:
Hilmar Garðar Hjaltason, hilmar@vinnvinn.is
Hildur Jóna Ragnarsdóttir, hildur@vinnvinn.is
Sölu- og viðskiptastjóri
Við leitum að metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í
starf sölu-og viðskiptastjóra fyrir BIOEFFECT. Starfið felur í sér
skemmtileg, krefjandi og fjölbreytt verkefni sem snúa að
sölustarfi BIOEFFECT.
Viðskiptastjóri ber ábyrgð á völdum markaðssvæðum og er
aðaltengiliður viðkomandi markaða. Starfið felur í sér samskipti
og eftirfylgni á sölu- og markaðsstarfi samstarfsaðila.
Um okkur
BIOEFFECT er í eigu ORF Líftækni. Framleiðsla BIOEFFECT
húðvaranna fer fram í höfuðstöðvum félagsins á Íslandi.
BIOEFFECT vörurnar hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viður-
kenninga fyrir virkni og gæði og eru seldar í um 27 löndum.
Veraldarvanur
viðskiptastjóri
ORF Líftækni I BIOEFFECT I Víkurhvarfi 7 I Kópavogi I Bioeffect.is