Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 35
Þjóðgarðsverðir á suðursvæði
Vatnajökulsþjóðgarðs
Skaftafell og Höfn
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir tvær stöður þjóðgarðsvarða á suðursvæði lausar til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum
og framsýnum stjórnendum með mikla samskiptahæfni, þekkingu og áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum.
Um er að ræða tvær stöður og munu þjóðgarðsverðirnir tveir skipta með sér verkum við stjórn suðursvæðis Vatnajökulsþjóð-
garðs. Áskilið er að annar þjóðgarðsvörðurinn hafi aðsetur í Skaftafelli eða nágrenni og annast hann daglegan rekstur
þjóðgarðsins í Skaftafelli og Öræfasveit. Hinn þjóðgarðsvörðurinn hafi aðsetur á Höfn í Hornafirði eða nágrenni og annast
daglegan rekstur þjóðgarðsins á Breiðamerkursandi og austur að Höfn. Næsti yfirmaður þjóðgarðsvarða er framkvæmdastjóri
Vatnajökulsþjóðgarðs auk þess sem starfið felur í sér náið samstarf við svæðisráð suðursvæðis.
Helstu verkefni:
• Umsjón með daglegum rekstri og stjórnun svæðisins
• Framkvæmd stjórnunar- og verndaráætlunar þjóðgarðsins
• Leiða starf við landvörslu og fræðslu á svæðinu
• Samskipti og samvinna við hagsmunaaðila s.s. fyrirtæki,
stofnanir, sveitarfélög, skóla og íbúa á nærsvæðum þjóð-
garðsins
• Þátttaka í þróun og stefnumótun þjóðgarðsins
• Almenn stjórnsýsla og útgáfa leyfa fyrir suðursvæði Vatna-
jökulsþjóðgarðs
Menntunar- og hæfniskröfur
• Reynsla af stjórnun, rekstri og/eða mannaforráðum
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og leiðtogahæfileikar
• Þekking á starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða er kostur
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Þekking á öryggismálum og reynsla af jöklaferðum og ferða-
lögum til fjalla er kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2021.
Sótt er um starfið á Starfatorgi og skal umsóknum fylgja ítarlegt yfirlit um menntun og starfsferil ásamt kynningarbréfi þar sem
fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita
Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, magnus.gudmundsson@vjp.is
og Ragnheiður Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri, ragnheidur.bjorgvinsdottir@vjp.is
Ómótstæðilegt umhverfi og frábær börn -
Við leitum að leikskólastjóra og leikskólakennara
við Reykhólaskóla í Reykhólahreppi
Staða leikskólakennara í 100% starfshlutfalli, best er að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá
leikskóla og skólastefnu sveitarfélagsins. Nánar um starfssvið leikskólakennara má lesa hér.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í leikskóla
• Góð íslenskukunnátta
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Hefur hreint sakarvottorð
Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf
og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.
Upplýsingar gefur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 430 3200 eða í gegnum netfangið
sveitarstjóri@reykholar.is
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2021.
Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Reykhólahrepps á netfangið sveitarstjori@reykholar.is
Staða leikskólastjóra í 100% starfshlutfalli, best að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið: Leikskólastjóri starfar samkvæmt gildandi lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er
við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Reykhólahrepps. Nánar um starfssvið leikskólastjóra má
lesa hér.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í leikskóla
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er kostur
• Góð íslenskukunnátta
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Hefur hreint sakarvottorð
Leikskólastjóri á leikskóladeildinni Hólabæ starfar í nánu samstarfi við skólastjóra grunnskólastigs.
Þeir mynda skólastjórn Reykhólaskóla/Hólabæjar sem er ein og sama stofnunin. Þeim ber því að vinna
saman að öllum þeim verkefnum og málum þar sem samstarf þeirra getur leitt til faglegra og árangurs-
ríkara skólastarfs þar sem hagsmunir nemenda/barna eru ávallt hafðir í fyrirrúmi.
Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf
og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.
Upplýsingar gefur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 430 3200 eða í gegnum netfangið
sveitarstjóri@reykholar.is
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2021.
Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Reykhólahrepps á netfangið sveitarstjori@reykholar.is
Reykhólar er sveitarfélag með um 240 íbúa og þar af býr um helmingur þeirra í þéttbýlinu
á Reykhólum. Á Reykhólum er að finna margvíslega þjónustu. Í boði er flutningsstyrkur.
Reykhólahreppur auglýsir stöður
leikskólastjóra og leikskólakennara
við Reykhólaskóla lausa til umsóknar.
Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistar-
skóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 60
nemendur á leik- og grunnskólastigi.
Á Reykhólum er hægt að lifa af launum sínum!
Flutningsstyrkur og liprar leiðir í húsnæðismálum.
Þroskaþjálfi / Iðjuþjálfi
Laus er til umsóknar 70-100% staða þroskaþjálfa/iðjuþjálfa.
Staðan er laus strax eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Hlein er heimili sjö fatlaðra einstaklinga sem hafa fatlast af
völdum sjúkdóma eða slysa. Hlutverk þroskaþjálfa/iðjuþjálfa
er að stýra vinnustofu íbúanna og jafnframt mun viðkomandi
starfa sem aðstoðarforstöðumaður heimilisins. Vaktaskylda
mun að einhverju leyti hvíla á viðkomandi. Hlein er rekið
af Reykjalundi.
Við leitum að starfsmanni með framúrskarandi
samskipta- leiðtoga- og skipulagshæfni. Viðkomandi þarf
að vera með íslenskt starfsleyfi. Kostur er að viðkomandi
hafi reynslu af stjórnun.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Þroskaþjálfafélags
Íslands/Iðjuþjálfafélags Íslands og fjármálaráðherra auk
stofnanasamnings Þroskaþjálfafélags Íslands/Iðjuþjálfa-
félags Íslands og Reykjalundar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anný Lára Emilsdóttir
forstöðumaður á Hlein í síma 585-2091 eða í gegnum
netfangi annylara@reykjalundur.is og Guðbjörg
Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585-2143 eða í gegnum
netfangið gudbjorg@reykjalundur.is
Umsóknarfrestur er til 29. ágúst 2021
Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á
heimasíðunni www.reykjalundur.is
Reykjalundur endurhæfing ehf. Sími 585 2000 – www.reykjalundur.is
ATVINNUBLAÐIÐ 9LAUGARDAGUR 14. ágúst 2021