Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 40

Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 40
Sunnulækjarskóli Vegna forfalla er staða umsjónarkennara í 3. bekk við Sunnulækjarskóla á Selfossi laus til umsóknar fyrir skólaárið 2021-2022. Í Sunnulækjarskóla eru um 700 nemendur og þar er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennsluréttindi og sérhæfing á grunnskólastigi • Áhugi og reynsla af teymiskennslu • Góð samskiptahæfni og góð íslenskukunnátta Helstu verkefni og ábyrgð • Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum aðalnámskrá grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda • Umsjón með daglegu skólastarfi er varðar viðkomandi umsjónarhóp • Er tengiliður umsjónarhóps innan skólans og við foreldra/ forráðamenn • Fylgist með velferð nemenda, hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar • Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skóla og sveitarfélags Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 10 þúsund manns og lögð er áhersla á öflugt skóla- og frístundastarf og góða velferðarþjónustu. Skólar og aðrar deildir fjölskyldusviðs vinna að því að styrkja heildstæða nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Áhersla er lögð á snemmtækan stuðning, góð tengsl skóla og skólastiga og skólaþróunarverkefni sem unnin eru í anda lærdómssamfélagsins. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst 2021 Nánari upplýsingar eru á ráðningarvef sveitarfélagsins starf.arborg.is. Sækja þarf um stöðuna á vef sveitarfélagsins, http://starf.arborg.is Skólastjóri Listaháskóli Íslands leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi með sterka listræna sýn í stöðu deildarforseta í myndlist. DEILDARFORSETI – Ber ábyrgð á listrænni og akademískri stefnumótun fagsviðsins og útfærslu hennar í námi, kennslu og rannsóknum í samstarfi við sviðsforseta. – Hann leiðir faglegt samtal deildarinnar, sinnir starfsmannahaldi, málefnum nemenda og almennri starfsemi deildar. Starfshlutfall er 100%. Ráðið er í starfið frá 1. október 2021. Sjá nánar inn á lhi.is/laus-storf DEILDARFORSETI Í MYNDLIST www.kronan.is Tekið er á móti umsóknum á www.kronan.is/atvinna Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Gunnar Markússon, smark@kronan.is, forstöðumaður viðskiptaþróunar og umbótaverkefna hjá Krónunni. Er m v ið að passa saman? u GIRNILEGAR STÖÐUR Hæfniskröfur • Djúpur skilningur og þekking á tæknilegum úrlausnarefnum og tölvukerfum • Reynsla og áhugi á breytingastjórnun • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Góð samskiptahæfni og færni í teymisvinnu • Reynsla og færni í úthýsingu/þjónustukaupum • Háskólamenntun sem nýtist í starfi Helstu verkefni • Þróun og innleiðing stafrænna lausna • Áætlanagerð og arðsemiútreikningar verkefna • Greiningar og hönnun lausna • Stýring notendaprófana HJÁ KRÓNUNNI Verkefnastjóri stafrænnar þróunar Við í viðskiptaþróun Krónunnar vinnum stöðugt að umbótum til að auðvelda líf viðskiptavina okkar og um leið þróa starfsemi Krónunnar. Framundan eru fjölmörg verkefni og því viljum við bæta í hópinn öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga og þekkingu á stafrænni þróun. Meðal verkefna á næstunni er frekari þróun á Snjallverslun Krónunnar, sjálfsafgreiðslu í verslunum ásamt fleiri innri ferlum. Fyrirtæki ársins 2021 hagvangur.is 14 ATVINNUBLAÐIÐ 14. ágúst 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.