Fréttablaðið - 06.08.2021, Page 4
Betri svefn með Lín Design
Betri svefn með Lín Design
Betri svefn
með Lín Design
www.lindesign.is
adalheidur@frettabladid.is
KOSNINGAR Sýslumenn eru farnir að
undirbúa utankjörfundaratkvæða-
greiðslu fyrir alþingiskosningarnar
sem halda á 25. september næst-
komandi. Ekki er enn ljóst hvenær
hún getur hafist þar sem kjördagur
hefur ekki verið formlega auglýstur.
Þegar kjörtímabil klárast í venju-
legu árferði má hefja atkvæða-
greiðslu átta vikum fyrir kjördag.
Nú hefur kjördagur hins vegar ekki
enn verið auglýstur og þing ekki
verið rofið. Frá þingrofi mega ekki
líða meira en 45 dagar. Miðað við
kjördag 25. september verður þing
rofið í fyrsta lagi 12. ágúst.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
getur hafist strax daginn eftir, að
sögn Sigríðar Kristinsdóttur, sýslu-
mannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Það þýðir að unnt verður að greiða
atkvæði utan kjörfundar í mesta
lagi í sex vikur.
„Undirbúningur er hafinn. Við
munum hittast í næstu viku til að
fara yfir stöðuna, allir sýslumenn á
landinu og dómsmálaráðuneytið,“
segir Sigríður og bætir við: „Við
eigum að kunna þetta mjög vel. Við
byrjum hér á embættinu og færum
okkur svo á stærri staði og lengjum
opnunartímann.“
Aðspurð um sóttvarnir segir Sig-
ríður að farið verði að öllum tilmæl-
um sóttvarnalæknis eins og þau eru
á hverjum tíma.
„Gildandi reglugerð heilbrigðis-
ráðherra er í gildi til 13. ágúst og við
munum undirbúa okkur miðað við
þá reglugerð, en bregðast svo við
ef eitthvað breytist,“ segir Sigríður.
Embættin hafa áður skipulagt utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslu eftir að
faraldurinn skall á. „Það voru for-
setakosningar á síðasta ári þann-
ig að við þekkjum þetta mjög vel,“
segir Sigríður. ■
Tími til að greiða atkvæði utan
kjörfundar styttri en venjulega
Frá atkvæðagreiðslu utan kjör-
fundar fyrir kosningarnar 2017.
ser@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA „Það ber ekkert á
afbókunum þrátt fyrir mikla fjölg-
un smita hér á landi,“ segir Kristó-
fer Oliversson, formaður Félags hót-
els- og gistihúsaeigenda (FHG), en
Ísland er nú orðið rautt á korti Sótt-
varnastofnunar Evrópu. Hann segir
markaðssetninguna gagnvart bólu-
settum Bandaríkjamönnum hafa
gengið eftir og þeir streymi hingað
til lands í þeim mæli sem menn hafi
vonast til. Og hann bætir við:
„Meira að segja Ísraelsmenn, sem
hafa verið áberandi í hópi erlendra
ferðamanna hér á landi um nokkurt
skeið, koma hingað í jafn miklum
mæli og áður þrátt fyrir að þeir
þurfi nú að fara í sjö daga sóttkví
við komuna til síns heimalands. Sú
breyta virðist bara engin áhrif hafa
á ferðavilja þeirra hingað til lands.“
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir,
fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslands-
stofu, er á sama máli og Kristófer:
„Við höfum ekki séð nokkur merki
þess að hópar afbóki ferðir hingað
til lands í einhverjum mæli. Alltént
hefur ekkert borið á því enn þá.“
Hún segir þvert á móti að bókunar-
staða hótela og gistihúsa sé góð fyrir
næstu mánuði. „Raunar gríðarlega
góð,“ segir Sigríður Dögg. ■
Bókunarstaða
hótela enn þá
gríðarlega góð
Það ber ekkert á afbók-
unum þrátt fyrir mikla
fjölgun smita hér á
landi.
Kristófer Oliversson, formaður
FHG.
Óánægja starfsmanna Endur-
menntunar Háskóla Íslands
með stjórnunarstíl Kristínar
Jónsdóttur Njarðvík forstöðu-
manns varð kveikjan að því
að hún sagði upp og er horfin
til annarra starfa. Kristínu
og mannauðsskrifstofu HÍ
greindi á um leiðir til að rann-
saka rót vanda sem sagður er
vera uppi í stofnuninni.
gar@frettabladid.is
SKÓLAR Kristín Jónsdóttir Njarðvík,
forstöðumaður Endurmenntunar
Háskóla Íslands til 23 ára, sagði upp
í skyndi í lok júní vegna ágreinings
við mannauðsskrifstofu háskólans
um leiðir til að rannsaka meinta
óánægju starfsfólks stofnunarinnar.
Kristín segir Endurmenntun HÍ
hafa lent í rekstrarvanda í tengslum
við Covid og að hún hafi verið beðin
að skoða hvernig lækka mætti launa-
kostnað.
„Það voru teknar ákvarðanir
varðandi starfslok og stjórnin studdi
þær ákvarðanir,“ segir Kristín um
aðdraganda málsins sem komið
hafi upp eftir sparnaðaraðgerðir
fyrr á árinu.
„Rannsóknir sýna að alltaf þegar
lykilstarfsmanni er sagt upp þá
myndast einhver óánægja,“ útskýrir
Kristín sem kveður þetta einmitt
hafa gerst. Óánægjuraddirnar til-
heyri hins vegar aðeins litlum
minnihluta starfsmanna Endur-
menntunar.
„Það er alltaf óvissa þegar fólki
er sagt upp. Ég ákvað í samráði við
stjórn að fara ákveðna leið í því að
grennslast fyrir um þetta enn frek-
ar. Fulltrúar úr stjórnsýslu innan
háskólans höfðu áhuga á að fara
aðra leið,“ rekur Kristín sem kveður
formann stjórnar Endurmenntunar
hafa bakkað hana upp gagnvart
stjórnsýslunni – sem í þessu tilfelli
er sem sagt mannauðsskrifstofa HÍ.
„Mitt erindisbréf gengur út á það
að ég stjórna og hef meðal annars
mannauðsstjórnun á minni könnu.
Þarna var sem sagt mismunandi
áhersla á leiðir. Ég og stjórnin
stóðum saman og ég ákvað bara
að standa og falla með því og sagði
starfi mínu lausu,“ segir Kristín sem
nokkrum dögum eftir uppsögn sína
var boðin framkvæmdastjórastaða
hjá Starfsþróunarsetri háskóla-
manna og hefur hún störf þar 23.
ágúst.
Aðspurð hafnar Kristín því að
vandinn eigi sér rætur mörg ár aftur
í tímann. Hún segir slík mál fyrst
hafa komið upp í tengslum við fyrr-
nefndar sparnaðaraðgerðir. „Enda
hafa starfsmannakannanir í ára-
fjöld leitt í ljós mikla starfsánægju
og meiri en gerist og gengur,“ segir
hún.
Róbert H. Haraldsson prófessor,
sem er nýr formaður stjórnar End-
urmenntunar HÍ, segir ekki hægt að
veita Fréttablaðinu upplýsingar sem
óskað var eftir um málavexti sem
hann kveður varða „innri málefni“
Endurmenntunar.
„En rétt að taka fram að ef
athugasemdir eða kvartanir berast
varðandi einstakar starfseiningar
Háskóla Íslands, eru þær teknar til
skoðunar hjá mannauðssviði og
eftir atvikum gripið til viðeigandi
ráðstafana meðal annars í samræmi
við þau lög og reglur sem um starf-
semina gilda á þessu sviði,“ segir
Róbert.
Að sögn Róberts mun Sæunn Stef-
ánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar
Rannsóknasetra Háskóla Íslands og
sérfræðingur á skrifstofu rektors,
gegna starfi forstöðumanns Endur-
menntunar þar til nýr forstöðu-
maður verði ráðinn. Stefnt sé að því
að starf forstöðumanns verði aug-
lýst laust til umsóknar síðar í ágúst-
mánuði. ■
Forstöðumaður Endurmenntunar HÍ
hættir eftir deilu um starfsmannamál
Stjórnendur
Endurmennt-
unar Háskóla
Íslands og
mannauðsskrif-
stofa skólans
voru á önd-
verðum meiði
um hvernig haga
ætti könnun
á meintri
óánægju starfs-
fólks. Myndin er
af námskeiði hjá
Endurmenntun.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Ég og stjórnin stóðum
saman og ég ákvað
bara að standa og falla
með því og sagði starfi
mínu lausu.
Kristín Jóns-
dóttir Njarðvík,
forstöðumaður
Endurmennt-
unar Háskóla
Íslands.
kristinnhaukur@frettabladid.is
NÁTTÚRUVÁ Íbúafundur fór fram í
gærkvöldi í Varmahlíð vegna aur-
skriðna sem féllu í bænum í lok júní.
Þar komu fram sveitarstjóri, sveitar-
stjórnarfulltrúar og sviðsstjóri veitu-
og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
sagði aðspurður fyrir fundinn að
þar ætti að miðla upplýsingum um
þær framkvæmdir sem búið er að
gera og það sem verði gert og svara
fyrirspurnum. Þá hafi sveitarfélagið
beðið um að hættumat verði gert,
bæði fyrir Varmahlíð og hluta Sauð-
árkróks, vegna aurskriðuhættu.
„Jarðfræðingur hefur með rann-
sókn staðfest að uppsprettur hafa
þrýst á veginn og valdið skriðunni,“
segir Sigfús. Íbúar í Varmahlíð, sem
báðu um fund, hafa sakað bæjar-
stjórn um að hafa vitað af hreyf-
ingum í jarðveginum í mánuði án
þess að bregðast nægilega við. „Ég
held að menn hafi gert það sem
menn töldu best, byggt á þeim upp-
lýsingum sem lágu fyrir þá,“ segir
Sigfús. „Það var ýmislegt sem kom
í ljós eftir að þessi sylla var farin.“
Hafi því verið breytt um hönnun á
jarðvegsskiptum fyrir þessa götu.
Sigfús segir að síðan hafi verið
boraðar holur til að finna upptök
vatnsins og það drenað ofan í lagna-
kerfið. Þá hafi verið framkvæmd
jarðvegsskipti í Norðurbrún og fláa í
hlíðinni þar sem syllan féll. Þessum
framkvæmdum er þó ekki lokið.
Aðspurður um Sauðárkrók segir
Sigfús að bæjarstjórn hafi áhyggjur
af ákveðnu svæði þar, ekki síður en
í Varmahlíð. Það er undir hinum
bröttu Nöfum. „Við teljum að það
gætu gerst svipaðir atburðir í fram-
tíðinni,“ segir Sigfús. Beiðni um
hættumat hafi þegar verið skilað
inn til ráðuneytisins. ■
Funduðu með íbúum í Varmahlíð vegna aurskriðu
Ummerki um skriðuna eru mikil í
Varmahlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
4 Fréttir 6. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ