Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 8
Gleðilega
Hinsegin daga
Landssamband lögreglumanna
óskar hinsegin félagsmönnum sínum
og öllum öðrum innan regnbogafjölskyldunnar
gleðilegra Hinsegin daga.
Hörður Torfason, stofnandi
Samtakanna '78, segir að sér
finnist furðulegt að ekki hafi
verið pláss eða tími fyrir hann
á Hinsegin dögum en fagnar
því að hafa verið beðinn að
vera með í ár. Hörður segir að
þó svo að margt hafi breyst
frá stofnun samtakanna sé
baráttunni aldrei lokið. Hann
segir að það sem er óvænt
breyti oft sögunni.
lovisa@frettabladid.is
HINSEGIN Hörður Torfason, baráttu-
maður og söngvaskáld, stofnaði
Samtökin '78 fyrir 43 árum og var
einn af fyrstu Íslendingunum til að
tala opinberlega um samkynhneigð
sína í frægu viðtali árið 1975 í Samú-
el. Hann hefur hingað til ekki tekið
þátt í Hinsegin dögum, utan eins
skiptis árið 2003, þrátt fyrir mikinn
vilja af hans hálfu.
„Það hefur oft verið talað um það
við mig að það hafi verið áberandi
í gegnum árin að ég sem upphafs-
maður þessarar baráttu sé ekki
með,“ segir Hörður um Hinsegin
daga.
Hann segir að hann hafi komið
fram árið 2003 og tekið nokkur lög
en síðan þá hafi ekki verið óskað
eftir þátttöku hans eða vel tekið í
beiðni hans um að vera með.
„Ég veit ekki hvað orsakaði en það
hafa margir tekið eftir þessu. En svo
breytast tímarnir og núna var talað
við mig um að vera með fyrir viku
síðan. Svo reyndar heyrði ég ekkert
í þeim og þá kom í ljós að allur tölvu-
pósturinn þeirra var ekki að skila
sér til þeirra sem áttu að fá hann, þar
á meðal mín. En oft er það nú þann-
ig, að það er einhver einfaldur mis-
skilningur og þá er það eina að vera
jákvæður og taka því,“ segir Hörður.
En hefur þér þótt leiðinlegt að vera
ekki með?
„Já, sérstaklega þegar ég hef farið
fram á það. Það gerði ég fyrir nokkr-
um árum og þótti furðulegt svarið
að það væri ekki tími eða pláss fyrir
mig. Ég var ekkert endilega sár en
þótti það furðulegt, að þetta væri
gert svona. Af hverju manni sem
byrjaði þessa baráttu og er eitt
þekktasta söngvaskáld þjóðarinnar,
af hverju ég fengi ekki að vera með,“
segir Hörður.
Áberandi að
upphafsmaður
baráttunnar hafi
ekki verið með
Hörður er ánægður með að taka þátt í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Hann segist ekkert endilega hafa
sóst eftir skýringum á þessu en
tekur breytingum sem fylgja nýju
fólki fagnandi.
Hörður tekur þátt í hátíðardag-
skrá í Gamla bíói sem verður sjón-
varpað annað kvöld þar sem hann
tekur þátt í umræðum og býst við
að taka líka nokkur lög. Hinsegin
dagar, eins og f lest annað, eru með
öðru sniði í ár en Hörður segir að
það sé yfirleitt þá sem maður lærir
mikilvægustu lexíurnar.
„Ég hef oft talað um að það sem
breytir sögunni er það óvænta, eitt-
hvað sem við eigum ekki von á og
þannig verða gríðarlegar breyting-
ar, eins og við erum að upplifa með
Covid. En hvert það leiðir okkur,
það er annað mál,“ segir hann.
Hörður segir að hann vinni nú að
því að segja sína sögu. Hvað varð til
þess að hann stofnaði samtökin og
hvað þurfti til á þeim tíma.
„Þetta tengist leikhúsmenntun
minni og starfi sem leikstjóra. Ég
er vanur að stjórna. Að koma sam-
tökunum á. Viðtalið við mig birtist
1. ágúst 1975 og ég vann í því að
stofna baráttusamtök en það gekk
ekkert að fá f leiri. Þá var málið
sýnileiki og þá var ég orðinn það
frægur að aðrir fölnuðu í kringum
mig. Ég reyndi að fá aðra homma og
lesbíur með mér í lið, en það gekk
ekkert. Þangað til ég fann einn ein-
stakling sem skildi mig og var með
á nótunum. Ég neyddi hann eigin-
lega til að vera formaður samtak-
anna, það var Guðni Baldursson,“
segir Hörður.
Hann segir að Guðni hafi verið
góður maður í starfið en á þeim
tíma hafi einnig skipt miklu máli
að hann átti íbúð og var fastráðinn
hjá ríkinu.
„Það var tryggt að það væri ekki
hægt að henda honum út úr hús-
næði eða segja honum upp í vinnu.
Svona var ástandið. Ég tapaði öllu
úr höndunum og var algerlega
dæmdur úr leik. Það hef ég lifað við
síðan. Samfélagið breytist hægt,“
segir Hörður.
Hann segir að í íslensku sam-
félagi á þessum tíma hafi verið
einhver óhugnaður og nefnir sem
dæmi Breiðavíkurmál og Guð-
mundar- og Geirfinnsmál.
„Ég fann mikið fyrir því en þá
var ekkert annað að gera en að
taka slaginn og ég hef áttað mig á
því að þetta er mitt hlutverk sem
listamaður. Að stofna samtökin og
hefja árlega tónleikaferð um land-
ið,“ segir Hörður sem heimsótti öll
helstu bæjarfélögin og lét sjá sig og
spjallaði við fólk, án þess að rífast.
Hann segir að fyrstu árin hafi
áhorfendurnir verið fáir en það
hafi breyst.
„Maður heyrði því oft kastað
fram í kaldhæðni að menn yrðu
kannski að hommum ef þeir færu
á tónleika hjá mér. Maður heyrði
það oft út undan sér og sum bæjar-
félögin lokuðu algerlega á mig.“
Hann segir að þó svo að tímarnir
séu breyttir í dag sé baráttunni
ekki lokið.
„Það er alltaf nóg að berjast fyrir
en við erum stödd í öðruvísi sam-
félagi sem er upplýstara og aðgengi
að fjölmiðlun er betri. Maður er
nánast orðinn sinn eigin fjölmið-
ill,“ segir Hörður.
Spurður hvort hann ætli að fara
yfir þetta í Gamla bíói segir hann
að honum þyki best að vita ekk-
ert fyrir fram hvað gerist eða hvað
hann ætli að ræða. ■
Maður heyrði því oft
kastað fram í kald-
hæðni að menn yrðu
kannski að hommum
ef þeir færu á tónleika
hjá mér. Maður heyrði
það oft út undan sér og
sum bæjarfélögin
lokuðu algerlega á mig.
Hörður Torfason
8 Fréttir 6. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ