Fréttablaðið - 06.08.2021, Qupperneq 12
Mikilvægast af öllu er
þó að hefja mikið átak
í landgræðslu og skóg-
rækt á Íslandi og setja í
málaflokkinn það fjár-
magn sem til þarf.
Áður en ég byrjaði í stjórnmálum
sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem
fólk í jakkafötum og drögtum, með
alvarlegan svip að tala um alvarleg
mál. Mér leið eins og þetta fólk væri
ósnertanlegt og ætti ekki við nein
raunveruleg vandamál að stríða.
Klettarnir í hafinu sem gefa aldrei
eftir.
Á síðustu mánuðum hef ég hins
vegar komist að tvennu. Stjórnmála
fólk er eftir allt saman bara fólk – og
besta stjórnmálafólkið áttar sig á því.
Einlægni
Það er allt í lagi að hafa tilfinningar
og tala við fólk af einlægni. Fyrst
og fremst erum við öll mennsk og
tilfinningar eins og samkennd og
samúð gera okkur að heilsteyptari
manneskjum. Það hafa allir gengið
í gegnum sína erfiðleika, óháð aldri,
og erfið reynsla auðveldar okkur að
tengjast og hjálpa öðru fólki. Íslenska
þjóðin á skilið að fá fólk á þing sem
getur sett sig í spor þeirra hópa sem
fá sjaldan raunverulega áheyrn, og
það sé gert með samkennd og skiln
ing að leiðarljósi.
Aftur á móti er ennþá ríkjandi sú
hugmynd að stjórnmálamaður sem
hefur mikla tilfinningagreind sé ekki
stöðugur eða ekki nógu sterkur til
að takast á við þingstörfin. Að mínu
mati er það kjaftæði. Kaldlyndi er
ekki styrkleiki.
Eigin takmarkanir
Í stjórnmálum þarf að taka erfiðar
ákvarðanir sem einhver verða alltaf
ósátt við. Þrátt fyrir að aldrei sé hægt
að þóknast öllum þá skiptir máli
hvernig stjórnmálafólk kemst að
niðurstöðu sinni – og þá þarf fyrst
að horfast í augu við eigin takmark
anir. Enginn er með öll svörin og því
er eina leiðin að upplýstri ákvörðun
að velta upp öllum hliðum málsins
með aðstoð þeirra sem málið snertir.
Stjórnmálafólk sem leggst yfir
gögnin og rökin, tekur ákvörðun
og útskýrir síðan fyrir almenningi
hvernig það komst að niðurstöðunni
er ekki aðeins líklegra til að taka
betri ákvarðanir heldur jafnframt
að fólk sýni því skilning.
Við verðum kannski ekki sammála,
en vönduð vinnubrögð eru virðing
arverð.
Hlustum
Framtíðin gæti verið í góðum hönd
um. Ungt fólk er upplýst um mál
efni líðandi stundar og við látum
fjölbreytt málefni okkur varða. Á
síðustu mánuðum höfum við séð
hávært ákall frá ungu fólki um sann
gjarnara kvótakerfi, alvöru aðgerðir
í loftslagsmálum, nýja stjórnar
skrá, mannúðlega útlendingastefnu
o.s.frv. Ein stærsta krafa ungs fólks
er hins vegar ekki sérstaklega flókin:
Að það sé einfaldlega hlustað á það –
og því segi ég að framtíðin gæti verið
í góðum höndum. Ef við hlustum.
Ísland er að verða sífellt fjölbreytt
ara og með aukinni fjölbreytni á
þjóðfélag það til að skiptast í hópa.
Ríkt fólk og fátækt fólk, Íslendingar
og útlendingar, ungir og gamlir, heil
brigt fólk og veikt fólk og svo mætti
lengi telja. Til að koma í veg fyrir
sundrung er mikilvægt að raddir
allra hópa heyrist og að það sé raun
verulega hlustað á þær, af einlægni
og af fólki sem vill heyra. Að hlusta
felur í sér að geta sett þig í spor ann
arra, ekki líta á þau sem tölur og pró
sentur á einhverju líkani. Mér finnst
oft gleymast þegar mál eru rædd á
Alþingi að það er verið að tala um
aðgerðir sem snerta raunverulega
hagsmuni raunverulegra lands
manna sem hafa raunverulegar og
stundum íþyngjandi afleiðingar.
Besta stjórnmálafólkið áttar sig
á því að það hefur ekki öll svörin.
Sem áttar sig á því að besta leiðin
til að komast að góðri niðurstöðu er
að kynna sér gögnin, hlusta á fólk af
alvöru og hafa samkennd til að setja
sig í spor annarra. Stjórnmálafólk
sem veit að það er eftir allt saman
bara manneskja í jakkafötum. n
Manneskjan í jakkafötunum
Lenya Rún
Taha Karim
frambjóðandi
Pírata í þriðja sæti
Reykjavík norður.
Fátt tengir mann meira við umhverf
ið en að fá að sigla út í morgunsárinu
og dýfa færi í sjó. Við trillukarlar
vitum að við eigum allt undir hrein
leika sjávarins og góðri umgengni
við hann. Fegurðin liggur í hinu
smáa og notagildið í hreinleikanum.
Slíkar veiðar smábáta skjóta stoðum
undir fjölbreytt atvinnulíf sjávar
byggða á landsbyggðinni. Mjór er
mikils vísir og hver smábátur leiðir
af sér mörg störf í heimabyggð. Þetta
eru störf við vélaviðgerðir, þjónusta
við bátana, fiskmarkaðir, fiskflutn
ingar og margt fleira. Allir tengjast í
eina keðju sem á allt undir hreinleika
og vernd náttúrunnar. Vissulega
getur verið vandasamt að tryggja
þetta band hreinleikans, eins og ég
vil kalla það, en það er hægt og við
erum stöðugt að bæta okkur.
Ég sem þingmaður Miðflokksins
er oft spurður um stefnu flokksins
í umhverfismálum. Þá getur verið
freistandi að vitna til reynslu minnar
af sjómennsku en segja má að stefna
f lokksins hverfist um skynsama
og ráðdeildarsama nýtingu í sátt
við umhverfið. Umhverfismál eru
mikilvægur málaflokkur en sumir
stjórnmálaflokkar nota þau fyrst
og fremst til þess að koma öðrum
áhugamálum sínum í framkvæmd,
svo sem meiri skattlagningu og
auknu stjórnlyndi. Við Miðflokks
menn viljum hins vegar leggja
áherslu á jákvæða hvata fremur en
neikvæða til að ná fram markmiðum
umhverfisverndar.
Að tryggja vernd og viðgang
náttúru landsins og alls umhverfis
jarðarinnar er okkar stóra verkefni.
En miklu máli skiptir hvernig við
nálgumst það þannig að tryggt sé
að árangur náist á sem skilvirkastan
og besta máta. Við Miðflokksmenn
bendum á að skynsemisstefnan
býður að hlusta á hugmyndir að
lausnum frá öllum hliðum og velja
þá bestu, eða blanda þeim saman
til að ná enn betri árangri. Nú sem
endranær bíða fjölmörg f lókin
úrlausnarefni sem krefjast skyn
samlegra lausna og stjórnmála
manna sem eru tilbúnir að berjast
fyrir þeim.
Heildaráhrif skipta mestu
Í umhverfismálum er nauðsynlegt
að líta til heildaráhrifa á heimsvísu
fremur en að skoða aðeins áhrif
stefnu og aðgerða innan landamæra
Íslands. Þannig getur Ísland áfram
verið leiðandi á sviði endurnýjan
legrar hreinnar orku. Þess vegna
styðjum við uppbyggingu orku
freks iðnaðar sem lýtur ströngustu
skilyrðum.
Við Miðf lokksmenn leggjum
áherslu á stefnu til framtíðar sem
byggir á raunsæjum skrefum, m.a.
varðandi uppbyggingu innviða,
orkuverð og aðgang að umhverfis
vænum orkugjöfum. Þá er stuðn
ingur við vísindi og rannsóknir á
sviði umhverfisvænnar tækni væn
legasta leiðin til að ná raunveru
legum árangri í loftslagsmálum og
öðrum umhverfismálum.
Mikilvægt er að auka endur
vinnslu á Íslandi í stað þess að flytja
út pappír, ál, plast og annað sorp til
brennslu eða annarrar úrvinnslu
erlendis. Mikilvægast af öllu er þó
að hefja mikið átak í landgræðslu og
skógrækt á Íslandi og setja í mála
flokkinn það fjármagn sem til þarf.
Um leið þarf þessi málaflokkur að
fara undir landbúnaðarráðuneytið
svo skynsamleg framkvæmd sé
tryggð. n
Umhverfisvernd í
smáu sem stóru
Sigurður Páll
Jónsson
þingmaður
Miðflokksins.
Vinstir grænir höfnuðu Lilju Rafn
eyju Magnúsdóttur sem oddvita
f lokksins í Norðvesturkjördæmi í
forvali í vor og vildu frekar Bjarna
Jónsson sveitarstjórnarmann í
Skagafirði.
Lilja Rafney hefur verið formaður
atvinnuveganefndar Alþingis og þó
að það hafi fallið í hennar hlut að
standa vörð um gjafakvótakerfið,
sem fulltrúi stjórnarmeirihlutans,
hefur hún engu að síður reynst
haukur í horni fyrir smærri fyrir
tæki í sjávarútvegi; útgerðir sem
ekki reka fiskvinnslu, fiskvinnslur,
sem ekki eru hluti af útgerð heldur
kaupa allt sitt hráefni á markaði,
og smábátasjómenn. Barátta fyrir
þá sem standa höllum fæti virðist
þannig ekki eiga upp á pallborðið
hjá kjósendum VG í Norðvestur.
Bjarni Jónsson hefur líka gegnt
trúnaðarstörfum fyrir VG. Þegar
hefur verið nefnt að hann er
sveitarstjórnarmaður í Skagafirði.
Hann hefur líka verið pólitískt
skipaður stjórnarformaður Íslands
pósts síðan 2017. Er það mögu
lega frammistaða Bjarna í stjórn
Íslandspósts sem heillar kjósendur
VG í Norðvestur?
Röggsamur stjórnarformaður
Bjarni hefur sem stjórnarformaður
sýnt röggsemi sem vart á sinn líka
meðal vinstri manna frá tímum
Stalíns sem, eins og kunnugt er,
stjórnaði með harðri hendi og lét
ekki lög og reglur – eða óþægilega
einstaklinga – þvælast fyrir sér.
Í janúar 2020 lækkaði Íslands
póstur gjaldskrá f yrir pakka
sendingar þannig að sama verð var
tekið fyrir sendingar um allt land.
Tveir stjórnarmenn Íslandspósts,
Thomas Möller fulltrúi Viðreisnar
og Eiríkur H. Hauksson fulltrúi
Framsóknar, lögðu fram bókun
í desember 2020 þar sem fram
kemur að gjaldskrárlækkunin var
ekki borin undir stjórn eins og lög
kveða á um. Einnig kemur fram
í bókuninni að tap hafi verið á
pakkasendingum Íslandspósts
fyrir lækkunina og það hafi því
aukist, sem brýtur í bága við skýr
lagaákvæði um að fyrirtækinu beri
að haga verðlagningu sinni þannig
að hún standi undir raunkostnaði
og hæfilegum hagnaði ofan á.
Gjaldskrárlækkunin kippti fót
unum undan starfsemi fyrirtækja
á landsbyggðinni sem hafa verið
í samkeppni við Íslandspóst –
væntanlega líka í Norðvesturkjör
dæmi. Stjórnarmennirnir tveir
benda í bókun sinni á að þarna
sé um undirverðlagningu að ræða
hjá Íslandspósti, sem sé væntanlega
brot á samkeppnislögum.
Thomas Möller lagði einnig fram
sérstaka bókun þegar ákveðið var,
án aðkomu stjórnar, að fella niður
það sem kallað er viðbótarafslættir
til Póstmarkaðarins ehf. og Burðar
gjalda ehf. sem eru söfnunaraðilar
sem taka á móti og senda áfram til
Íslandspósts til dreifingar megnið
af umslögum á Íslandi. Í bókun
Thomasar kemur fram að þessi
fyrirtæki hafi myndað viðskipta
sambönd við stærstu notendur
umslaga og mjög óvarlegt sé, og það
vinni gegn hagsmunum Íslands
pósts, að raska því. Ákvörðunin
muni eingöngu f lýta fyrir fækkun
umslaga sem berast Íslandspósti
og valda félaginu fjárhagsskaða til
lengri tíma litið.
Áhyggjur Thomasar virðast á
rökum reistar þar sem Póstmarkað
urinn ehf. undirbýr nú lokun vegna
þessarar ákvörðunar Íslandspósts.
Einnig virðast áhyggjur af neikvæð
um áhrifum á afkomu Íslandspósts
vegna þessara ák varðana sem
teknar voru fram hjá stjórninni
vera réttmætar. Nýlega þurfti ríkið
að veita Íslandspósti sérstakt auka
framlag upp á 490 milljónir króna,
sem er náttúrlega ekkert annað en
herkostnaður við að murka lífið úr
samkeppni á landsbyggðinni og
kippa fótunum undan rekstrar
grundvelli samstarfsaðila.
Fjármálaráðherra gengur í málið
En vitanlega er þreytandi fyrir ráð
ríka stjórnarformenn að sitja uppi
með stjórnarmenn sem eru að gera
vesen, benda á lögbrot og kalla eftir
eðlilegum stjórnarháttum. Bjarni
stjórnarformaður sneri sér því til
nafna síns, fjármálaráðherrans, og
bar sig aumlega undan síspurulum
stjórnarmönnum. Fjármálaráð
herrann brást skjótt við og bað Við
reisn og Framsókn vinsamlegast
um að skipta út þessum óþolandi
stjórnarmönnum. Hvorugur f lokk
urinn var þó til í að láta formann
Sjálfstæðisflokksins ráða því hverja
þeir settu í stjórn Íslandspósts og
þar sem Framsókn og Sjálfstæðis
flokkur eru saman í ríkisstjórn fékk
Eiríkur að sitja áfram en fjármála
ráðherra f leygði fulltrúa Viðreisnar
út úr stjórninni og setti í staðinn
embættismann úr sínu eigin ráðu
neyti. Hann ætti ekki að vera með
óþarfan uppsteyt sá.
Vel á minnst. Birgir Jónsson,
fyrrverandi forstjóri Íslandspósts
og núverandi forstjóri Play, mun
hafa gefist upp á ráðríki – eða öllu
heldur ofríki – stjórnarformanns
ins og sagði starfi sínu lausu.
Og nú er Bjarni Jónsson á leið á
þing í boði fjármálaráðherra en á
kostnað almennings sem horfir á
eftir hundruðum milljóna í framlög
til ríkisfyrirtækis sem stundar und
irboð á samkeppnismarkaði. Þær
fjárhæðir geta hækkað enn, ekki
síst ef Samkeppniseftirlitið tekur sig
til og framfylgir samkeppnislögum
gagnvart Íslandspósti. n
Réttur maður á réttum stað?
Ólafur Arnarson
hagfræðingur.
En vitanlega er þreytandi
fyrir ráðríka stjórnarfor-
menn að sitja uppi með
stjórnarmenn sem eru
að gera vesen, benda á
lögbrot og kalla eftir eðli-
legum stjórnarháttum.
Besta stjórnmálafólkið
áttar sig á því að það
hefur ekki öll svörin.
12 Skoðun 6. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ