Fréttablaðið - 06.08.2021, Page 14
Ég er aðallega ánægður
með að vera að spila í
efstu deild. Það er
ekkert sjálfgefið þó
það sé rík fótboltahefð
á Húsavík.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
14 Íþróttir 6. ágúst 2021 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 6. ágúst 2021 FÖSTUDAGUR
benediktboas@frettabladid.is
FÓTBOLTI Breska blaðið The Inde
pendent segir frá því að skilaboð
Kevin de Bruyne til stjóra síns, Peps
Guardiola, hafi gert gæfumuninn í
félagsskiptum Jack Grealish. De
Bruyne mætti Grealish í þjóðadeild
inni árið 2020 og varð svo hrifinn af
frammistöðu hans að hann grátbað
Guardiola að ganga í málið og kaupa
kappann.
Þá sagði The Sun frá því að þeir
Grealish og de Bruyne hafi verið í
sambandi síðan þessi landsleikur
fór fram og séu orðnir mestu mátar
sem flestir sjá sem mikinn kost.
Belgar unnu England í téðum leik
20 en Grealish þótti standa sig afar
vel. Samkvæmt fréttum ytra er afar
stutt í að Grealish klári félagaskiptin
yfir til Manchester City og verði þar
með dýrasti knattspyrnumaður
Breta. n
Kevin De Bruyne
sannfærði Pep um
að kaupa Grealish
benediktboas@frettabladid.is
FÓTBOLTI Lögreglan í Bretlandi
hefur handtekið 11 manns fyrir
kynþáttaníð á netinu í kjölfarið
á holskeflu af níði eftir úrslitaleik
Englands og Ítalíu. Þeir Marcus
Rashford, Jadon Sancho og Bukayo
Saka, sem klikkuðu á vítaspyrnum í
úrslitaleiknum, urðu fyrir gífurlegu
netníði frá fólki.
Lögreglan fékk meðal annars
aðstoð frá tæknirisunum Twitter
og Instagram þar sem netníðið
var sem mest og handtók í gær 11
manns sem munu þurfa að svara
fyrir fáfræði sína og viðbjóð.
„Það er til fólk sem heldur að
það geti gert það sem það vill bak
við skjáinn og birt jafnvel ógeðsleg
ummæli. Þetta fólk þarf að hugsa
sig vel um,“ sagði Mark Roberts lög
reglustjóri sem stýrði rannsókn
inni. Hann bætti við að þeir hefðu
fundið 207 dæmi um glæpsamlega
hegðun á samfélagsmiðlum sem
þeir gætu rakið til breskra borgara.
Um 50 reikningar og ummæli væru
enn til skoðunar.
Sá yngsti sem var handtekinn er
18 ára en sá elsti 63 ára. Þeim var
sleppt eftir yfirheyrslur.
Rannsókn sem var gerð meðal
leikmannasamtaka Englands, PFA,
og kynnt var á miðvikudag, sýndi að
kynþáttaníð náði því miður nýjum
hæðum á síðasta ári. Misgáfulegum
ummælum fjölgaði um 48 prósent
frá fyrra ári og kom helmingurinn
frá reikningum skráðum á fáfróða
Breta. Fimm prósent kom frá Ind
landi.
Sex milljónir reikninga voru
skoðaðir á Twitter. Troy Deeney,
leikmaður Watford, og stjórnar
maður í leikmannasamtökunum,
sagði að tæknirisinn væri ekki að
gera nóg. Þeir fjarlægðu aðeins
ummælin en refsuðu ekki þeim
sem setja slíkan viðbjóð á reikninga
sína. „Ef þeir vildu finna lausn við
rasisma á netinu gætu þeir það auð
veldlega. Rannsóknin sýnir að þeir
hafa ekki áhuga á því,“ sagði Deeney
meðal annars þegar rannsóknin var
kynnt. n
Ellefu handtökur vegna rasisma á netinu
benediktboas@frettabladid.is
FÓTBOLTI Ítalska knattspyrnusam
bandið vill aftur leyfa auglýsingar
frá veðmálafyrirtækjum. Þær hafa
verið bannaðar nú í rúm tvö ár.
Sambandið telur að veðmálaauglýs
ingar geti hjálpað ítölskum liðum að
vinna sig út úr fjárhagsvandræðum
sem þau glíma við vegna kóróna
veiru faraldursins.
Jóhann Már Helgason, fyrr
verandi framkvæmdastjóri Vals
og höfundur skýrslu um fjármál
knattspyrnudeilda, segir á Twitter
að velta veðmálafyrirtækisins
Coolbet sé umhugsunarefni en
eins og fram hefur komið var velta
þess tæpar 400 milljónir vegna veð
mála um íslenskan fótbolta. „Hér er
eitt fyrirtæki að velta tæpum 386
milljónum á þremur mánuðum.
Íslenskur fótbolti er söluvaran sem
skapar tekjurnar. Mjög sorglegt að
íslensk félög megi ekki sækja sér
styrki til slíkra fyrirtækja, í raun
tímaskekkja,“ segir Jóhann.
Í skýrslu sinni bendir Jóhann á að
veðmála og áfengisauglýsingafyrir
tæki hafi áhuga á íslensku deildinni
enda sé hún að mala gull fyrir fyrir
tækin. n
Veðmálin bjargi
ítölskum liðum
Bukayo Saka huggaður af Southgate eftir að hafa klikkað á ögurstundu.
Hann fékk yfir sig holskeflu af rasískum ummælum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Jack Grealish og Kevin De Bruyne.
Velta Coolbet nam um 400 millj-
ónum á þremur mánuðum vegna
veðmála hér. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Húsvíkingurinn Hallgrímur
Mar Steingrímsson er orðinn
bæði markahæstur og leikja
hæstur í sögu knattspyrnu
deildar KA. Hann bætti met
Hreins Hringssonar með
tveimur mörkum gegn Kefla
vík í síðasta leik.
benediktboas@frettabladid.is
FÓTBOLTI „Þetta var alltaf mark
miðið mitt í sumar þannig að ég er
himinlifandi með markametið enda
mikill heiður,“ segir Húsvíkingur
inn Hallgrímur Mar Steingrímsson
sem er orðinn markahæsti leik
maður í sögu knattspyrnudeildar
KA í efstu deild með 74 mörk. Hann
sló met Hreins Hringssonar með
tveimur mörkum sínum gegn Kefla
vík í síðasta leik. Sló þar með Hreini
Hringssyni við sem skoraði 73. Auk
þess er hann leikjahæsti leikmaður
félagsins með 242 leiki í deild og
bikar.
Hallgrímur gekk til liðs við KA
18 ára gamall en hann er uppalinn
í Völsungi á Húsavík. Hann reif sig
úr KAtreyjunni við að skora seinna
markið og uppskar gult spjald frá
dómara leiksins en brosti við og
útskýrði að hann hefði gleymt stað
og stund og samþykkti spjaldið.
„Ég var búinn að hugsa svolítið
um þetta markamet í smá tíma því
ég vissi að ég væri að nálgast þannig
það er smá léttir að vera búinn að
ná því.
Komandi frá Húsavík er mjög
gaman að hafa náð þessu enda löng
leið frá Húsavík í efstu deild. Ég er
aðallega ánægður með að vera að
spila í efstu deild. Það er ekkert
sjálfgefið þó það sé rík fótboltahefð
á Húsavík.“
Völsungur hefur einu sinni verið
í efstu deild en Hallgrímur gekk í
raðir KA eftir að þeir grænu féllu í
þriðju deild.
„Auðvitað var draumurinn að
spila með mínu félagi í úrvalsdeild
en það er ekkert endilega raunhæft.
Þá leitar maður annað og fínt að það
sé ekki lengra en Akureyri þannig
að maður sé ekki langt frá sínum
heimahögum,“ segir hann.
Hallgrímur stoppaði í eitt ár með
Víkingum 2015 en snéri aftur í KA
ári síðar. Merkilegt nokk hefur hann
skorað fimm mörk gegn Víkingum
en f lest hefur hann skorað gegn
Grindavík samkvæmt heimasíðu
KA.
Húsvíski skemmtikrafturinn orðinn
sá leikjahæsti og markahæsti hjá KA
Hallgrímur Mar
n 242 leikir í deild og bikar
n 74 mörk í deild og bikar
n34 mörk í efstu deild
n 65 mörk í deildarkeppni og
9 í bikarleikjum
n Flest mörk gegn Grindavík
eða 7
n Þrívegis hefur hann skorað
þrennu fyrir KA
n Skrifaði undir nýjan samn-
ing við félagið sem gildir út
tímabilið 2023
Hallgrímur Mar
kom til KA frá
Völsungi þegar
hann var aðeins
18 ára. Hér í
leiknum gegn
Keflavík þar sem
markametið
féll.
MYND/ SÆVAR GEIR
SIGURJÓNSSON
„Ég stoppaði bara í eitt ár í borg
inni. Það voru ýmsar ástæður fyrir
því að ég fór aftur norður. Mér leið
vel í Víkingi en ég þurfti að fara
aftur norður og sé ekkert eftir því
í dag.“
Saga KAliðsins í sumar er máluð
í fallegum litum. Stubbur í markinu
hefur átt stjörnutímabil, Brynjar
Ingi skaust fram á sjónarsviðið sem
fullskapað varnartröll og var seldur
til Ítalíu í atvinnumennsku og svona
mætti lengi telja. Þá er þjálfarinn,
Arnar Grétarsson, búinn að setja
sitt handbragð á liðið. Hallgrímur
ber honum góða söguna.
„Hann hefur komið öllu hér á
annað stig. Hann hefur gert mönn
um grein fyrir því hvað þarf að
leggja mikið á sig til að uppskera.
Menn hafa æft vel og það er að skila
sér.“
Hallgrímur bendir á að Arnar sé
hafsjór af fróðleik þegar kemur að
fótbolta og hafi hjálpað mörgum
leikmönnum að bæta sig.
„Hann er með allan pakkann
finnst mér. Með mikla reynslu og
það er mikil virðing borin fyrir
honum innan liðsins. Hann kann
fótbolta og ég held ég geti fullyrt
að hann hefur hjálpað öllum leik
mönnum að bæta sig.“ n