Fréttablaðið - 06.08.2021, Page 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2021
Gott er að bera hrásalatið fram með
edamamebaunum og kóríander.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
johannamaria@torg.is
Víða um heim finnast girnilegir
réttir úr hvítkáli. Þetta ódýra en
gómsæta grænmeti er ýmist súrs-
að, steikt eða soðið. Öll þekkjum
við majónes-ananas hrásalatið
úr búðinni en hér er uppskrift að
exótísku hrásalati frá Búrma.
½ kg hvítkál niðurskorið
Safi úr ½ lime
2 tsk. fiskisósa eða sojasósa
3 matskeiðar skalotlaukolía
1 plómutómatur, fræhreinsaður
og skorinn í strimla
2 msk. pikklað engifer (sem fæst
með sushi)
3 msk. steiktur skalotlaukur
1 msk. ristuð sesamfræ
1 dl saxaðar jarðhnetur
Aðferð
Steikti skalottlaukurinn og skalot -
laukolían verður til með því að
skera niður nokkra skalotlauka
í þunna strimla og djúpsteikja í
jurtaolíu uns laukurinn er stökkur.
Síaðu laukinn frá olíunni. Olían
nýtist svo meðal annars í þessu
hrásalati.
Skerðu hvítkálið í þunna
strimla, settu í skál og saltaðu með
1,5 teskeið af salti. Kremdu kálið
með höndunum og láttu standa í
um 45 mínútur.
Blandaðu innihaldsefnunum
saman og njóttu þess að ferðast til
Mjanmar á bragðlaukunum. ■
Öðruvísi
hrásalat
Þurfum að hjálpa þeim svo þau
geti hjálpað okkur
Pernille Tönder ætlar að ganga frá Reykjavík til Nesjavalla á morgun til að safna áheitum
til styrktar hjálparsveitinni Tintron, sem er staðsett á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Þetta verður annað árið í röð sem Pernille gengur og öllum er velkomið að taka þátt. 2
Pernille Tönder ákvað að ganga til styrktar Tintron þegar það kom í ljós að hún gæti ekki selt nammi til að styrkja hjálparsveitina vegna Covid. Hana hafði
lengi langað að ganga milli Reykjavíkur og Nesjavalla svo hún kýldi á það og safnaði áheitum um leið. Nú ætlar hún að endurtaka leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
www.taramar.is
T A R A M A R
HEALING TREATMENT
Græðir brennda húð