Fréttablaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 23
Arthúr Björgvin Bollason
hefur, ásamt þýska sjónvarps-
manninum Mick Locher,
hafið tökur á heimildarmynd
um þýska tréskurðarmeistar-
ann og fjölhagann Wilhelm
Ernst Beckmann.
Wilhelm Beckmann flúði undan nas-
istum árið 1935 vegna stuðnings við
þýska jafnaðarmannaflokkinn og
settist að á Íslandi. Hann lagði fram
drjúgan skerf til íslenskrar kirkju-
listar og verk hans prýða á annan
tug kirkna víðs vegar um land. Auk
þess vann hann mikinn fjölda vegg-
spjalda fyrir Alþýðuflokkinn og skar
út ýmsa hagnýta muni.
Spurður um tildrög þess að hann
réðst í að gera mynd um Wilhelm
segir Arthúr Björgvin: „Stofnun Wil-
helms Beckmann var sett á laggirnar
árið 2013 í Kópavogi, að undirlagi
barna hans, Hrefnu og Einars. Hjá
stofnuninni var áhugi á að kynna
Wilhelm í heimalandi hans, Þýska-
landi, og því var haft samband við
mig. Ég ræddi málið við félaga minn
Mick Locher, sem hefur gert nokkrar
myndir um Ísland fyrir þýska sjón-
varpið. Hann stakk upp á því að
við gerðum heimildarmynd um
Beckmann. Málsvarar Beckmann-
stofnunarinnar tóku þeirri hug-
mynd fagnandi og hafa stutt fram-
kvæmdina með ráðum og dáð.
Myndin verður tekin upp í Þýska-
landi, Danmörku og á Íslandi. Við
Mick sömdum handritið saman.
Við gerum í raun tvær myndir með
dálítið ólíkum áherslum, lengri gerð
fyrir RÚV og styttri mynd fyrir þýska
sjónvarpið.“
Merk arfleifð
Lífshlaup Beckmanns er áhugavert.
„Hann er fæddur 1909 og deyr 1965.
Sem ungur maður flýr hann undan
nasistum. Honum var ekki lengur
vært í Þýskalandi, því hann var
virkur í jafnaðarmannaflokknum
(SPD), sem nasistar bönnuðu. Beck-
mann flúði fyrst til ættingja sinna í
Danmörku, en hélt ári síðar allslaus
til Íslands, þekkti ekki nokkra sálu
og svaf fyrstu nóttina undir styttu
Ingólfs á Arnarhóli. Hann var með
skilríki frá þýska jafnaðarmanna-
flokknum og gekk daginn eftir á
fund Stefáns Jóhanns Stefánssonar,
eins helsta leiðtoga íslenskra jafn-
aðarmanna á þessum árum, sem tók
hann upp á sína arma og aðstoðaði
hann við að koma undir sig fótunum
hér á landi,“ segir Arthúr Björgvin.
Wilhelm kvæntist bóndadóttur
frá Breiðuvík á Snæfellsnesi. Hann
hafði lært tréskurð í Þýskalandi og
þegar getið sér gott orð þar fyrir list-
rænt handbragð. Í Reykjavík vann
hann um tíma við leikfangasmíði og
fékk síðan starf hjá Ríkarði Jónssyni
myndhöggvara. Arthúr Björgvin
Leyndarmál íslenskrar kirkjulistarsögu
Ívar Kristján
Ívarsson kvik-
myndatöku-
maður, Arthúr
Björgvin og Mick
Locher við verk
Wilhelms, Kona
á bæn.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Þessi altaristafla Wilhelms Beckmann átti að vera í Kópavogskirkju en arki-
tekinn taldi hana ekki henta og hún prýðir nú safnaðarheimilið.
Hann var sérstæð
blanda af róttækum
jafnaðarmanni og
einlægum áhuga-
manni um kristna trú.
Arthúr Björgvin Bollason
segir trúlegt að Ríkarður hafi látið
Wilhelm leggja lokahönd á einhver
verka sinna. Wilhelm vann í allmörg
ár hjá Ríkarði og síðan í nokkur ár
við húsgagnahönnun hjá Guðmundi
blinda í trésmiðjunni Víði. Merkasta
arfleifð Wilhelms er þó kirkjuverkin
hans, en í dag eru verk eftir hann í ell-
efu íslenskum kirkjum. Hann vann
einnig mikinn fjölda veggspjalda
fyrir Alþýðuflokkinn, sem bera list-
fengi hans fagurt vitni.
„Wilhelm Beckmann er eitt af best
geymdu leyndarmálum íslenskrar
kirkjulistarsögu. Hann var sérstæð
blanda af róttækum jafnaðarmanni
og einlægum áhugamanni um
kristna trú,“ segir Arthúr Björgvin.
Fögur birtingarmynd
Mick Locher er spurður hvað honum
þyki áhugaverðast við Wilhelm.
„Mér finnst áhrifamikið hversu
fagra birtingarmynd kristnin og
trúin fá í verkum hans. Varðandi
hans persónu þá vekur áhuga minn
hvað hann var duglegur við að koma
sér áfram. Hann var f lóttamaður
með tvær hendur tómar en spjaraði
sig vel á Íslandi og lærði tungumálið
sem er ekki auðvelt. Foreldrar hans
vildu að hann sneri aftur til Þýska-
lands en hann vildi það ekki. Ég skil
hann vel, náttúran hér er stórbrot-
in,“ segir Mick og bætir við: „Wil-
helm er alveg óþekktur í Þýskalandi
og þess vegna er mjög ánægjulegt
fyrir mig að fá að kynna hann þar.“
Í myndinni sem Arthúr Björgvin
og Mick vinna að, koma ýmsir við-
mælendur við sögu. „Sem dæmi má
nefna, að Aðalsteinn Ingólfsson
fjallar um listrænar rætur Wilhelms
og doktor Gunnar Kristjánsson
bregður ljósi á þann trúarskilning
sem birtist í verkum hans. Þá mun
Goddur leiða okkur í allan sann-
leik um veggspjöld meistarans, auk
þess sem við kynnumst dramatískri
örlagasögu þessa fjölhæfa þýsk-
íslenska listamanns,“ segir Arthúr
Björgvin.
Til stendur að ljúka við myndina
í mars-apríl á næsta ári. ■
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
kolbrunb@frettabladid.is
Hjörleifur Valsson fiðluleikari og
Jónas Þórir orgelleikari halda tón-
leika í Hallgrímskirkju sunnudag-
inn 8. ágúst klukkan 17.00.
Dagskrá tónleikanna verður
ferðalag í tónum, 400 ára ferðalag
frá Heinrich Ignaz Franz von Biber
(1644), í gegnum söguna, og fram til
nokkurra höfuðtónskálda 20. og 21.
aldarinnar.
Á meðal annarra höfunda eru
J.S. Bach, Þorkell Sigurbjörnsson,
Duke Ellington, Hjörleifur Valsson,
Ennio Morricone, Jónas Þórir, John
Williams og Vangelis, auk tónlistar
sem sótt er í þjóðlega geymd.
Hjörleifur og Jónas hafa undan-
farið ár haldið tónleika vítt um
landið með fjölbreyttri efnisskrá.
Nú heldur Hjörleifur af landi brott
til annarra verkefna, en hann er
búsettur og starfandi erlendis, og
er þetta því í síðasta sinn sem hann
leikur á Íslandi að sinni. ■
Hjörleifur og Jónas í Hallgrímskirkju
Hjörleifur hverfur af landi brott.
Nú heldur Hjörleifur af
landi brott til annarra
verkefna, en hann er
búsettur og starfandi
erlendis.
kolbrunb@frettabladid.is
Sunnudaginn 8. ágúst klukkan 16, á
sumartónleikum Hallgrímskirkju í
Saurbæ, Hvalfirði, verða flutt ýmis
söngverk eftir Þórunni Guðmunds-
dóttur. Flytjendur eru: Björk Níels-
dóttir, sópran, Erla Dóra Vogler,
mezzó-sópran, Eyjólfur Eyjólfs-
son, tenór, Hafsteinn Þórólfsson,
baritón, og Eva Þyri Hilmarsdóttir,
píanó. ■
Eyrnakonfekt í Saurbæ
Verk eftir
Þórunni Guð-
mundsdóttur
verða flutt í
Hvalfirði.
MYND/AÐSEND
FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2021 Menning 19FRÉTTABLAÐIÐ