Fréttablaðið - 26.06.2021, Qupperneq 18
Birna Bragadótt-
ir, forstöðukona
Elliðaárstöðvar,
segir tilkomu
rafmagns hafa
verið byltingu
fyrir jafnréttið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Framleitt var
rafmagn í gömlu
rafstöðinni í
Elliðaárdal til
ársins 2014 en
nú fær hún nýtt
hlutverk.
Þó þessi auglýsing virki hjákátleg
í dag þá breytti rafmagnið mjög
miklu fyrir húsmæður borgarinnar.
Hér er spurt hvort þú vilt heldur.
Dagskrá sunnudagsins
11:00 Móttaka við rafstöðina
þar sem tímamótanna
verður minnst.
12:00 Rafstöðin opnuð og boð-
ið verður upp á leiðsögn
um hana og uppbygg-
inguna á svæðinu auk
þess sem gengið verður
um Elliðaárhólma.
14:00 Leikhópurinn Lotta tekur
á móti börnum við raf-
stöðina og farið verður í
ævintýragöngu í skógar-
rjóður þar sem Lotta
mun sýna „Pínulitlu gulu
hænuna“.
Boðið verður upp á hressingu.
Með til-
komu
rafmagns-
ins og
rafmagns-
tækja hafði
kona eins
og amma
meira
svigrúm til
að vera á
vinnu-
markaði og
afla sinna
eigin
tekna.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Á morgun, sunnudag, eru
nákvæmlega 100 ár frá því að
Rafstöðin í Elliðaárdalnum
hóf starfsemi og Reykja-
vík steig stórt skref inn í
nútímann. Birna Bragadóttir,
forstöðukona Elliðaárstöðvar,
segir orkuskiptin ekki síst hafa
verið mikilvægt skref í jafn-
réttisbaráttunni.
Mikil uppbygging er í dalnum um
þessar mundir en verkefnið Elliða-
árstöð er í fullum undirbúningi og
munu byggingar tengdar rafstöðinni
fá nýtt hlutverk.
Fyrsti áfangi verkefnisins verður
tilbúinn síðsumars en um er að ræða
spennandi upplifun í dalnum þar
sem ætlunin er að börn sem og full-
orðnir geti fræðst um sögu og vísindi
og notið sín í Elliðaárdalnum, úti-
vistarparadís Reykvíkinga.
Bylting inni á heimilunum
„Rafstöðin verður opin í tengslum
við aldarafmælið á sunnudag, en
þessi fallega bygging hefur nú lokið
upphaflegu hlutverki sínu sem var
að framleiða rafmagn fyrir borgar-
búa,“ segir Birna, en rafstöðin var á
sínum tíma upphafið að fyrstu orku-
skiptunum.
„Þá var hægt að kveikja á ljósa-
staurum, elda með öðru en kolum
og gasi og fólk gat farið út í skamm-
deginu því komin var götulýsing. Það
þurfti auðvitað að kenna fólki á raf-
magnseldavélar og loks gat fólk soðið
ýsuna sína og ristað brauðið sitt á
auðveldari hátt en áður,“ útskýrir
Birna.
„Fólk áttar sig oft ekki á áhrifun-
um sem rafmagnið hafði á borgar-
búa, en Reykjavík, sem þá var rúm-
lega 20 þúsund manna borg, hvarf í
raun frá kotbúskap og varð nútíma-
borg.“
En það sem ekki var fyrirséð voru
áhrifin sem rafmagnið hafði inni á
heimilunum í borginni, og þá ekki
síst á líf þeirra kvenna sem sinntu
heimilisstörfum.
„Ég myndi segja að rafmagnið hafi
haft veruleg áhrif á jafnréttið,“ segir
Birna ákveðin.
Eldavélar á afborgunum
„Föðuramma mín þurfti til dæmis
að ganga með allan þvott, bleiur og
fleira niður í þvottalaugar. Þegar ég
byrjaði sjálf að búa, öllum þessum
árum síðar, gaf hún mér þvottavél
með þeim skilaboðum að ég þyrfti
aldrei að eyða tíma mínum í einskis
nýtan verknað líkt og að þvo í hönd-
unum.“
Aldarafmæli rafmagnsins um helgina
Amma Birnu vissi af eigin reynslu
hversu mikilvægt það var að eiga
þvottavél með stórt heimili, en eigin-
maður hennar var ekki eins opinn
fyrir þessari nýjung.
„Afa fannst óþarfi að hún eignaðist
þvottavél og fannst hún vel geta þveg-
ið í laugunum. Í hverjum mánuði setti
hún því peninga til hliðar og safnaði
sér þannig fyrir sinni fyrstu þvottavél.
Með tilkomu rafmagnsins og raf-
magnstækja hafði kona eins og amma
meira svigrúm til að vera á vinnu-
markaði og afla sinna eigin tekna.
Konur í þá daga þurftu ekki lengur
að hita kol í eldavélum. Það var ljós
inni á heimilunum og ekki lengur
nauðsyn að ganga langar leiðir til að
þvo þvotta.“
Þótt hundrað ár virðist ekki mjög
langur tími í stóra samhenginu segir
Birna Íslendinga haf a verið framsýna
og þannig hafa farið hratt í gegnum
fyrstu orkuskiptin.
„Til þess að flýta fyrir orkuskipt-
unum bauð Rafmagnsveitan fólki að
kaupa Rafha-eldavélar á afborgunum
með rafmagnsreikningnum enda um
stóra fjárfestingu að ræða,“ útskýrir
Birna og viðurkennir að þetta skýri
væntanlega útbreiðslu Rafha-elda-
véla á heimilum fyrri tíma.
Árstraumur varð rafstraumur
En rafstöðin sem kveikti ljósin í
bænum tók ekki aðeins orku nátt-
úrunnar og bjó til rafmagn, heldur
fagnar skógræktin í Elliðarárdalnum
einnig sjötíu árum nú í ár.
„Starfsfólk Rafveitunnar gróður-
setti trén í hólmanum. Það var þeirra
leið til að gefa til baka þegar verið var
að virkja náttúruna sem mér finnst
falleg hugsun, en í dag er hér allt
skógi vaxið. Með virkjuninni varð
árstraumur að rafstraumi, sem sýnir
svo vel hversu beintengd við erum
við náttúruna,“ segir Birna og nefnir
dagbókarfærslur rafstöðvarinnar
sem varðveist hafa frá árinu 1921 og
gaman er að glugga í.
„Þar má sjá skráningar um veður,
vatnshæð, hitastig í dalnum og allt
það sem hafði áhrif á rafmagnsfram-
leiðslu og sýnir glöggt þessa tengingu
við náttúruna.“
Rafmagn var framleitt í gömlu raf-
stöðinni í Elliðaárdalnum til ársins
2014.
„Síðustu árin var hún aðallega
notuð sem varaaflstöð á veturna.
Nú er markmiðið að húsaþyrpingin
skipti um hlutverk. Í stað þess að
virkja rafmagn, sem aðrar nútíma-
virkjanir sjá nú um, ætlum við að
búa til nýjan áfangastað í þess-
ari einstöku náttúruperlu í hjarta
Reykjavíkur og virkja fólk, hugvit og
nýsköpun. Markmiðið er jafnframt
að fræða börn og fullorðna um þær
auðlindir sem við höfum inni í miðri
borginni okkar til að búa okkur til
lífsgæði.“ n
Í LOFTINU
LAUGARDAGA 09:00-12:00
BAKARÍIÐ
Sækja frá
SÆKTU NÝJA APPIÐ!
HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 26. júní 2021 LAUGARDAGUR