Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 22
Heimir og Siggi ásamt sjerpunum á leið upp Khumbu skriðjökulinn. Siggi slasaðist tvisvar á leiðinni. Siggi í ísklífuræfingu á Khumbu skriðjökinum með Pumori í bakgrunni. Heimir og sjerparnir fikra sig niður Everest en bak við sést í South Col, tjaldbúðir fjögur. ekkert annað í boði en að halda áfram að tjaldbúðum númer eitt í 6.000 metra hæð, þeir voru komnir svo langt upp. Frá tjaldbúðum eitt var svo geng- ið um fjóra kílómetra inn dalinn að tjaldbúðum tvö, sem standa við jökulurð. Þá virtist Siggi allur vera að koma til. „Við héldum því upphaflega plan- inu og ætluðum að vera tvær nætur í búðum tvö. Veðrið var svo slæmt og veðurspáin sífellt að breytast að við enduðum á að vera fjórar nætur í búðunum. Þessi aukatími reyndist nokkuð erfiður fyrir okkur. Hæðin og maturinn gerði það að verkum að við léttumst mikið,“ segir Heimir og Siggi bætir við: „Ég sá bara Heimi rýrna fyrir framan mig.“ Dauðanóttin í tjaldbúðum þrjú „Þá þurftum við að fara upp mikinn ísbratta upp í tjaldbúðir þrjú,“ segir Heimir. „Það var hálfgert ísklifur upp hundrað metra. Svolítið bras.“ Tjaldbúðir þrjú liggja í brekku í fjalli og þarf oft að búa til pláss fyrir tjöldin en þar staldra göngu- menn við til hæðaraðlögunar og bæta við súrefni áður en farið er á tindinn. „Líklega eru það erfiðustu tjaldbúðirnar til að komast að. Lítið pláss og nauðsynlegt að festa tjöldin vegna veðráttu,“ segir Heimir. Þegar göngugarparnir komust loks að búðunum blöstu við þeim brotin tjöld. Búðirnar höfðu eyði- lagst í kafaldshríð. „Það var svolítið áfall fyrir marga að koma þangað upp. Við biðum með að setja búðirnar upp þar til við vissum að við værum að fara. Þá vorum við að tjalda á sama tíma og við vorum að klifra,“ segir Heimir og heldur áfram: „En svo kom í ljós …“ og þá kemur hik á frásögnina og Siggi botnar: „Þá kom í ljós að við höfðum gleymt tjaldsúlunum.“ Heimir heldur áfram: „Og þurftum að gista fimm saman í pínulitlu kúlutjaldi.“ Þeir hlæja en ljóst er að þetta var mikil raun. Þeir kalla þetta „dauðanóttina“. „Ég svaf ekkert þessa nótt,“ segir Siggi. „Einmitt, þetta var hrikalegt,“ segir Heimir. „Við þurftum að hafa tjaldið opið í báða enda vegna pláss- leysis.“ Þeir byrjuðu á að fá sér súrefni og reyndu að sofa eitthvað í tjaldinu þrönga, fimm saman með tærnar í andliti hver annars auk súrefnis- kúta. „Það var brjálað rok og ég held að sá eini sem svaf þessa nótt hafi verið leiðsögumaðurinn okkar. Hann hraut við hliðina á mér enda er hann öllu vanur.“ Covid-19 einkenni Um nóttina voru Siggi og Heimir báðir farnir að hósta. Leiðsögumað- urinn taldi ástæðuna vera súrefnið, sem þeir voru að nota í fyrsta skipti á fjallinu. Það sem þeir vissu ekki þá var að þeir höfðu báðir smitast af Covid-19, mögulega í tjaldbúðum tvö, daginn áður þar sem þeir fengu báðir neikvæðar niðurstöður úr skimun í grunnbúðunum. „Við ræddum þetta okkar á Það er sannarlega góð tilfinning að komast á toppinn en eftir að hafa gengið í myrkri, í miklum kulda, í dular- fullu mistri fram hjá látnum mönnum, kemur aðeins eitt upp í hugann: Hversu stutt er á milli lífs og dauða á þessu fjalli. Heimir Heimir að klifra upp Khumbu skrið- jökulinn í síðustu hæðaraðlögun. Sigurður fagnar því hér að hafa náð toppi Everest, í 8.846,86 metra hæð.Tjald félaganna í Pumori búðum sem er í 5.700 metra hæð en þarna stóð hæðaraðlögunin enn yfir hjá þeim. Helgin 22LAUGARDAGUR 26. júní 2021 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.