Fréttablaðið - 26.06.2021, Page 26
Réttindi barna eru Ásmundi
Einari Daðasyni, félags- og
barnamálaráðherra, hjartans
mál og náði hann á yfir-
standandi þingi að fá sam-
þykkt fimm frumvörp sem
að öllum líkindum fela í sér
mestu breytingu sem gerð
hefur verið á umhverfi barna
á Íslandi í áratugi.
Ásmundur Einar sagði sögu sína af
erfiðum uppvexti í Morgunblaðinu
fyrir um ári og segir að það hafi
breytt miklu fyrir þá vegferð sem
hann fór svo í með þessi mál.
„Það hefur í raun haft miklu meiri
áhrif en ég gerði ráð fyrir. Þau sem
ég var að vinna með í ráðuneytinu
voru búin að skynja að ég hafði
mikinn áhuga á þessum málum. En
ég vildi ekki tala um þetta fyrr en
málin væru komin „í höfn“ auk þess
sem ég var ekki tilbúinn til að opna
mig um þetta fyrr,“ segir Ásmundur.
Hann segir að hann hefði aldr-
ei opnað sig svona fyrir fjórum
árum, við upphaf kjörtímabilsins.
„Það var heiður að fá að sinna
þessum málefnum, og viðkvæm-
ustu hópum samfélagsins, og ná að
tengja við þau á þessu kjörtímabili.
Ég hugsaði að ég yrði að nota næstu
fjögur árin til þess að sinna þessu,
því það var eitthvað sem ég átti
óuppgert úr minni fortíð. Ég sagði
formanni mínum ekki frá því að ég
ætlaði að leggja áherslu á barnamál,
heldur fór að vinna í þeim samhliða
öðrum málum,“ segir Ásmundur.
„Þetta er daglega þerapían mín,
að fá að sinna þessum málaflokki
og ég finn sterkt hvernig þetta
eykur vellíðan og ánægju,“ segir
Ásmundur.
Um er að ræða frumvarp um sam-
þættingu þjónustu í þágu farsældar
barna, frumvarp um Barna- og fjöl-
skyldustofu og frumvarp um Gæða-
og eftirlitsstofnun velferðarmála,
frumvarp um Greiningar- og ráð-
gjafarstöð ríkisins auk frumvarps
um breytingar á barnaverndar-
lögum, sem meðal annars felur í sér
að pólitískt skipaðar barnaverndar-
nefndir verði nú lagðar niður. Þá var
þingsályktunartillaga um Barnvænt
Ísland einnig samþykkt.
Langtímaverkefni
Hann segir verkefnin sem fram
undan eru vera tvíþætt. Það er ann-
ars vegar að bæta þjónustu við börn
innan velferðarkerfisins og að ýta
undir bætt réttindi þeirra og getu
barna til að nýta rétt sinn.
„Það er annars vegar þjónusta við
börn, velferðarkerfið og hvernig það
er haldið utan um þau og þar erum
við að búa til nýtt velferðarkerfi.
Þriggja laga velferðarkerfi og ég
held að það átti sig ekki allir á því
hvað það er risastór breyting. Það
hefur fengið meiri umfjöllun að
pólitískt skipaðar barnaverndar-
nefndir verði lagðar niður, sem er í
raun miklu minni breyting en hin,“
segir Ásmundur Einar.
Hann segir að þegar farið var í
þessa vinnu hafi það orðið nokkuð
ljóst snemma í ferlinu að raddir
barna og réttindi þeirra yrðu ekki
slitin úr samhengi við þessar breyt-
ingar.
„Þetta er sín hliðin hvor á sama
peningnum og mér fannst verða að
vinna þetta samhliða. Þess vegna
fórum við af stað í þessi verkefni öll
á sama tíma,“ segir Ásmundur og
bætir við:
„Þó svo að frumvörpin og þings-
ályktunin hafi verið samþykkt á
þingi núna, er um að ræða langtíma-
verkefni.“
Í þingsályktunartillögunni um
barnvænt Ísland eru tillögur sem
tímasettar eru allt til ársins 2024.
Sumar eru þegar komnar í fram-
kvæmd, eins og mælaborð á velferð
barna sem stefnt er að því að opin-
berir aðilar geti nýtt til að halda
Málefni barna daglega þerapían
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sagði formanninum ekki frá því að hann ætlaði að leggja áherslu á málefni barna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
utan um tölfræðigögn um velferð og
líðan barna hér á landi. Þar verður
hægt að bera saman velferð barna
eftir landshlutum, jafnvel milli
sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir því
að mælaborðið verði tilbúið fyrir
árslok.
Hann segir að önnur atriði eins
og hagsmunamat og fjárhagsgrein-
ing verði að tala við velferðarhluta
breytinganna.
Stórauka þátttöku barna
Í frumvörpunum er gert ráð fyrir
að stórauka þátttöku barna á öllum
stigum ákvarðanatöku. Spurður
hvort hann telji samfélagið tilbúið
til að taka þátt í slíkum breytingum
og leyfa börnum að taka þátt í aukn-
um mæli segir Ásmundur Einar að
samfélagið hafi líklega aldrei verið
eins tilbúið.
„Mér fannst í upphafi kjörtíma-
bils mörgum finnast þetta ekki
pólitískt skynsamlegt og að þetta
væri ekki málefni sem pólitískt
borgaði sig að setja á oddinn, eða
skipti miklu máli. Mér finnst hafa
orðið ákveðin vakning undanfarin
ár og ég held að samfélagið sé tilbú-
ið, en ég held að það þurfi að fylgja
þessu fast eftir til að það verði hægt
að stíga þessi risastóru skref til fulls.
Ég vil trúa því að samfélagið sé til-
búið í það,“ segir Ásmundur Einar.
Börn eigi ekki málsvara
Hann segir að þótt gott samstarf
hafi verið á þingi um málin og við
önnur ráðuneyti, þá sé mjög auðvelt
að láta þessi mál hverfa aftur ofan í
skúffu.
„Ef málefni verkalýðsfélaganna
eru látin niður í skúffu og ekki sinnt
þá mætir forysta ASÍ og BSRB og það
sama á við um mörg önnur málefni.
Það eru víða öf lugar hagsmuna-
hreyfingar sem halda stjórnmála-
mönnum við efnið, en því miður er
það þannig að börn eru ekki komin
á þann stað í okkar samfélagi að
hafa það sterka rödd. En ég held að
okkur muni takast að breyta því og
þau geti veitt stjórnmálamönnum
sama aðhald,“ segir Ásmundur
Einar.
Hann segir að þetta tali allt
saman og nefnir sem dæmi mæla-
borðið, sem geri opinberum aðil-
um kleift að halda utan um gögn
og upplýsingar svo að sveitarfélög
og svæði geti horft inn á við og séð
hvað þarf að laga, auk þess sem þá
sé hægt að tala um málefni barna á
grundvelli gagna, og vill stefna að
því að Ísland sé leiðandi í málefnum
barna.
„Þetta er gríðarlega framsækin
stefna og aðgerðaáætlun og miðað
við að það sé búið að tryggja fjár-
magn þá gerum við ekki aðeins vel
fyrir börn hér heldur skipum okkur
í fremstu röð, ef ekki bara í fyrsta
sæti í heiminum, þegar kemur að
réttindum barna,“ segir hann.
„Þegar öllu er á botninn hvolft er
þetta besta fjárfestingin til að auka
hagvöxt og draga úr kostnaði við
félagslega kerfið og auka skatttekj-
ur,“ segir Ásmundur og bætir við:
„Það var alla vega það sem ég
sá fyrir mér þegar ég bað Katrínu
Jakobsdóttur um leyfi til að verða
barnamálaráðherra. Að við gætum
stigið skref á næstu árum til að
tryggja að það sé hvergi betra að
vera barn en á Íslandi. Við erum
ekki komin þangað en erum á réttri
leið.“
Tekur áhættu í Reykjavík
Ásmundur er í fyrsta sinn að bjóða
sig fram í Reykjavíkurkjördæmi og
samkvæmt niðurstöðum könnunar
fyrr á þessu ári nær Framsóknar-
flokkurinn ekki inn manni í Reykja-
víkurkjördæmunum tveimur, en þar
leiðir hann lista.
„Ég ákvað að gefa kost á mér í
Reykjavík og ástæðan fyrir því er
einföld: Pólitískir ráðgjafar réðu
mér frá því að einblína á börn því
þau eru ekki með kosningarétt. En ég
ákvað að gefa kost á mér hér og leiða
Reykjavíkurkjördæmi norður, því
flokkurinn þarf líka að geta selt það
sem hann er að selja í þéttbýli. Það
hefur hann ekki náð að gera hingað
til. Ég legg þetta allt á borðið. Mig
langar ekkert frekar en að fá að vera
þingmaður í höfuðborginni til að
geta unnið áfram að þessum málum
og klárað þessi verkefni. Þetta er
það sem mig langar að gera, en ef ég
kemst ekki að í Reykjavík fer ég að
starfa með einhverjum grasrótar-
samtökum að þessu. Það er ekkert
flókið,“ segir Ásmundur.
Hann segir markmiðin skýr og
að hann vilji vera áfram í félags- og
barnamálaráðuneytinu.
„Við byrjuðum á börnum því það
er skynsamlegast að byrja þar. Það er
stór hópur fólks í íslensku samfélagi
sem er enn að glíma við áföll frá því
að þau voru börn. Ég hef haft mikinn
áhuga á þyngsta endanum þar, fólki
sem er í fangelsi og er langt leitt í
vímuefnanotkun, þar sér maður að
það eru mjög margir einstaklingar
sem eru enn að glíma við áföll frá
því að þau voru börn. Mér finnst við
þurfa að taka þann málaflokk fast-
ari tökum. Ég held líka að sú vinna
sem við höfum farið í þegar kemur
að málefnum barna geti nýst okkur
í fleiri málaflokkum og þar má sér-
staklega horfa til eldra fólks þar sem
við þurfum að fara í sambærilega
vinnu,“ segir Ásmundur.
„Mér finnst eins og vinnunni sé
ekki lokið en pólitíkin er óútreikn-
anleg og það getur vel verið að það
komi einhver annar í ráðuneytið í
september og ég vona að sá aðili hafi
það sem þarf til að glíma við þessi
mál af festu,“ segir Ásmundur. ■
Lovísa
Arnardóttir
lovisaa
@frettabladid.is
Ég hugsaði
að ég yrði
að nota
næstu
fjögur árin
til þess að
sinna
þessu því
það var
eitthvað
sem ég átti
óuppgert
úr minni
fortíð.
Mér fannst í upphafi
kjörtímabils mörgum
finnast þetta ekki
pólitískt skynsamlegt
og að þetta væri ekki
málefni sem pólitískt
borgaði sig að setja á
oddinn, eða skipti
miklu máli.
26 Helgin 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ