Fréttablaðið - 26.06.2021, Side 31
Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands óskar eftir
öflugum verkefnastjóra
Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands er miðstöð þjónustu og þekkingar með áherslu á nýsköpun og samvinnu í
heilbrigðis- og velferðartæknimálum á Norðurlandi. Klasanum er ætlað að nýta og skapa tækifæri til þróunar í heilbrigðis- og
velferðarþjónustu, sem mun bæta og auka gæði í þjónustu við íbúa á Norðurlandi.
Klasinn mun leiða saman hagaðila í opinbera geiranum, einkafyrirtækjum og vísindasamfélaginu
ásamt því að stuðla að þróun í þjónustu og fjárfestingu í nýrri þekkingu og nýsköpun.
Heilbrigðis- og velferðartækniklasi Norðurlands hefur verið í þróun í töluverðan tíma með aðkomu Öldrunarheimila Akureyrar,
SAK, HSN, SSNE ofl. Verkefnið var gert að áhersluverkefni SSNE 2021 og hlaut nýverið hæsta styrk úr nýsköpunarsjóðnum
Lóu.
Klasinn hyggist nýta tækifæri og þekkingu á norðurslóðum til að kanna möguleika á samstarfsverkefnum og stuðla að
fræðslu um heilbrigðis- og velferðartækni.
• Um er að ræða tímabundið starf til eins árs með möguleika á framlengingu.
• Starfshlutfall er umsemjanlegt, í það minnsta 50% og starfið gæti hentað með öðrum verkefnum.
• Starfið er auglýst án staðsetningar á Norðurlandi eystra. Umsóknarfrestur er til 11. júlí og tekið er við umsóknum ásamt
ferilskrá og kynningarbréfi í gegnum Alfreð. Nánar á veltek.is
Allar nánari upplýsingar veita Axel Björgvin Höskuldsson, axel.hoskuldsson@hsn.is og Sigurður Einar Sigurðsson, ses@sak.is
Helstu verkefni:
• Stefnumótun og þróun í samráði við stjórn klasans
• Dagleg umsjón og verkefnastýring
• Greiningarvinna og framsetning á gögnum
• Móta samráðsvettvang klasans
• Móta rekstrarumhverfi klasans til framtíðar
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking á heilbrigðis- og velferðarmálum er kostur
• Reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun
• Reynsla í að leiða saman ólíka hagaðila og
góð samskiptafærni skilyrði
• Framúrskarandi íslensku og ensku kunnátta
• Reynsla af framsetningu gagna, skýrsluskrif og kynningar
• Góð tölvu -og tækniþekking
Löglærður fulltrúi óskast til starfa
Libra lögmenn ehf. óska eftir lögfræðingi til starfa.
Lögmannsstofan veitir alhliða lögfræðilega ráðgjöf til
fyrirtækja, opinberra stofnana, sveitarfélaga og ein-
staklinga.
Hæfniskröfur:
• Fullnaðarpróf í lögfræði
• Lögmannsréttindi fyrir héraðsdómi er kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Skilvirkni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til 7. júlí nk.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, sérsvið og fyrri
störf sendist á netfangið: libralaw@libralaw.is.
Nánari upplýsingar veitir Árni Þórólfur Árnason,
lögmaður, netfang: arnith@libralaw.is.
Fullum trúnaði heitið.
DEILDARSTJÓRI Í AUKA– OG VARAHLUTADEILD
Auka- og varahlutadeild Toyota Kauptúni er öug og framsækin eining sem hefur yr að skipa metnaðarfullu og samheldnu
starfsfólki. Við leitum að metnaðarfullum deildarstjóra til að leiða áframhaldandi sókn deildarinnar til framtíðar.
STARFSSVIÐ:
· Daglegur rekstur auka- og varahlutadeildar
· Ábyrgð á lagerhaldi og stýringu
· Ábyrgð á innkaupum deildarinnar
· Starfsmannamál deildarinnar
· Samskipti við birgja og viðskiptavini
· Innleiðing og utanumhald ferla
· Gerð viðskiptaáætlana í samráði við Framkv. stjóra þjónustusviðs
HÆFNISKRÖFUR:
· Mikil hæfni og færni í mannlegum samskiptum
· Góð rekstrarþekking
· Leiðtogahæfni
· Skipulagshæfni og vandvirkni
· Rík þjónustulund og frumkvæði í star
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbré skulu berast í gegnum ráðningarvef Toyota Kauptúni (www.toyotakauptuni.is) fyrir 9.júlí 2021.
Nánari upplýsingar veitir Fanný Bjarnadóttir fanny@toyota.is
EMS 518325
Toyota Kauptúni
Kauptúni 6
570-5070
Kauptúni
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára