Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 38
Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra
Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til
5 ára frá 1. september 2021.
Sjúkrahúsið á Akureyri starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr.
40/2007. Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun
sem veitir sérfræðiþjónustu í helstu greinum læknisfræði og hjúkrunarfræði
og almenna sjúkrahúsþjónustu í sínu umdæmi. Þá annast sjúkrahúsið
starfsnám í heilbrigðisvísindagreinum og starfar í nánum tengslum við skóla
á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum.
Sjúkrahúsið á Akureyri er annað stærsta sjúkrahús landsins, varasjúkrahús
Landspítala og er með alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni. Að jafnaði
eru tæplega 700 manns starfandi á SAk.
Forstjóri ber ábyrgð á að SAk starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli
og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Hann ber ábyrgð á starfsemi og
þjónustu sjúkrahússins, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi
við lög um opinber fjármál nr. 123/2015 .
Forstjóri skal hafa:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er áskilin.
• Mikla þekkingu á sviði heilbrigðisþjónustu.
• Farsæla reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum.
• Þekkingu og reynslu á sviði opinberrar stjórnsýslu.
• Hæfni og reynslu til stefnumótunar.
• Menntun og/eða reynslu á sviði verkefnastjórnunar og stöðugra umbóta.
• Mjög góða hæfni í mannlegum samskiptum ásamt leiðtogahæfileikum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Metnað og vilja til að ná árangri.
• Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Góða kunnáttu í ensku og kunnáttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli.
Kostur er að umsækjandi hafi þekkingu á fjármálum hins opinbera.
Hæfni umsækjenda verður metin af hæfnisnefnd skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr.
40/2007 um heilbrigðisþjónustu. Um laun forstöðumanns fer eftir 39. gr. a í
lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri,
asta.valdimarsdottir@hrn.is
Umsóknir skulu berast heilbrigðisráðuneytinu, í gegnum ráðningarkerfi
ríkisins eða á netfangið: hrn@hrn.is eigi síðar en 12. júlí nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið
hefur verið tekin.
Heilbrigðisráðuneytinu, 26. júní 2020
Stjórnarráð Íslands
Heilbrigðisráðuneytið
Mannverk ehf. var stofnað á vordögum 2012. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróunarverkefnum,
stýriverktöku, verkefna- , hönnunar- og byggingarstjórnun ásamt almennri framkvæmdaráð-
gjöf. Mannverk er ábyrgt og framsækið fyrirtæki og leggur áherslu á öfluga liðsheild.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.mannverk.is
Rafmagns verk- eða tæknifræðingur
Mannverk óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í verkefna- og framkvæmdastjórnun sem tilbúinn er að takast á við
krefjandi verkefni á raforkusviði og skemmtilegar áskoranir með góðri liðsheild.
Umsóknarfrestur er til og með 29. júní 2021.
Umsókn óskast send á jmg@mannverk.is. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsókn um
starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Helstu verkefni
• Verkefna- og framkvæmdastjórnun á sviði
há- og lágspennu
• Samræming hönnunar og á tæknilegum útfærslum
• Undirbúningur verkefna
• Innkaup, áætlanagerð og eftirfylgni
• Kostnaðar-, gæða- og framvindueftirlit
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði rafmagnstækni eða -verkfræði
• Farsæl starfsreynsla
• Menntun í rafiðn er kostur
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Metnað til að ná árangri í starfi
• Góð kunnátta í ensku
GRINDAVÍKURBÆR
GRINDAVÍKURBÆR
Staða deildarstjóra skólaþjónustu
er laus til umsóknar
Grindavíkurbær auglýsir eftir sálfræðingi í fullt starf til
að gegna stöðu deildarstjóra skólaþjónustu hjá Skóla-
skrifstofu Grindavíkurbæjar. Leitað er að metnaðarfullum
einstaklingi sem býr yfir góðri þekkingu á stjórnsýslu og
skólamálum og hefur hæfni til að leiða þau verkefni sem
undir skólaskrifstofuna heyra. Í sveitarfélaginu eru um 750
börn á leik- og grunnskólaaldri sem sækja nám í tveimur
leikskólum, grunnskóla og tónlistarskóla.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Stýra skólaþjónustu í samræmi við leik- og grunnskóla-
lög ásamt skólastefnu sveitarfélagsins.
• Móta stefnu í þjónustu við skóla og fjölskyldur
Grindavíkubæjar.
• Efla skólana sem faglegar stofnanir sem geta leyst flest
þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi.
• Tryggja eins og kostur er að kennslufræðileg,
sálfræðileg og þroskafræðileg þekking nýtist sem best
í skólastarfi.
• Halda utan um ytra mat sveitarfélagsins á skólastarfi í
samstarfi við fræðslunefnd.
• Veita stuðning við þróun, umbætur og nýbreytni í skóla-
starfi í samvinnu við skólastjórnendur og efla samstarf
og samvinnu á milli skólastiga.
• Sinna sálfræðilegum greiningum nemenda, veita ráðgjöf
um hvernig brugðist skuli við og vísa á viðeigandi úrræði.
• Vera í samskiptum við aðrar greiningastofnanir og sam-
ræma þjónustu við nemendur með sérþarfir.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem
sálfræðingur
• Reynsla af stjórnunarstörfum og góð þekking á stjórn-
sýslu sveitarfélaga
• Þekking og reynsla af leik- og grunnskólastarfi
• Þekking og reynsla af sálfræðilegum greiningum á
börnum
• Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni
• Lipurð í samstarfi og góð hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2021.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni
umsækjanda til starfans, ásamt prófskírteinum. Launa-
kjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélags og stéttarfélags viðkomandi. Áhugasamir
hæfir umsækjendur, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Nökkvi Már Jónsson,
sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs í síma
420-1100 eða í tölvupósti nmj@grindavik.is þar sem jafn-
framt er tekið á móti umsóknum.
Löglærður fulltrúi óskast til starfa
Libra lögmenn ehf. óska eftir lögfræðingi til starfa.
Lögmannsstofan veitir alhliða lögfræðilega ráðgjöf til
fyrirtækja, opinberra stofnana, sveitarfélaga og ein-
staklinga.
Hæfniskröfur:
• Fullnaðarpróf í lögfræði
• Lögmannsréttindi fyrir héraðsdómi er kostur
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Skilvirkni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til 7. júlí nk.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, sérsvið og fyrri
störf sendist á netfangið: libralaw@libralaw.is.
Nánari upplýsingar veitir Árni Þórólfur Árnason,
lögmaður, netfang: arnith@libralaw.is.
Fullum trúnaði heitið.
8 ATVINNUBLAÐIÐ 26. júní 2021 LAUGARDAGUR