Fréttablaðið - 26.06.2021, Page 40
Sérfræðingur á Innkaupaskrifstofu
Fjármála- og áhættustýringarsvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að
vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf sérfræðings á innkaupaskrifstofu laust til umsóknar.
Innkaupaskrifstofa ber ábyrgð á ráðgjöf á sviði innkaupamála ásamt því að framkvæma öll innkaupaferli í samvinnu við
kaupanda. Innkaupaskrifstofa starfar þvert á öll svið borgarinnar og því er fjölbreytt ráðgjöf vegna innkaupamála og
útboðsgerðar ríkur þáttur starfsins.
Við leitum því að einstaklingi sem er óhræddur við að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf á sviði opinberra innkaupa í
samhentum hópi sérfræðinga á Innkaupaskrifstofu.
Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður með hátt í tíu þúsund starfsmenn. Verkefnin eru afar fjöl-
breytt og snerta daglegt líf borgarbúa með margvíslegum hætti.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri Innkaupaskrifstofu í síma 411 1111 eða í gegnum
tölvupóstfangið johanna.eirny.hilmarsdottir@reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til 12. júlí n.k. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf og skal skilað rafrænt á vefsíðu
Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ráðgjöf vegna innkaupa- og útboðsmála.
• Gerð og rýni útboðs- og verðfyrirspurnagagna.
• Framkvæmd útboða og úrvinnsla þeirra.
• Umsjón með rammasamningsútboðum.
• Þátttaka í þróun rafrænna innkaupa.
• Almenn störf varðandi innkaup og útboð, yfirferð tilboða
og upplýsingagjöf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólagráða í viðskiptafræði eða önnur sambærileg
menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla í gerð útboðslýsinga og samningagerð.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
• Rík þjónustulund og samskiptafærni.
• Þekking á opinberum innkaupum æskileg.
• Haldgóð tölvuþekking og kunnátta til að nýta upplýsinga-
kerfi sem stjórntæki æskileg.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
RÁÐGJÖF RÁÐNINGAR RANNSÓKNIR
Að gera betur í dag en í gær
er drifkraftur nýrra hugsana
og betri árangurs.
Starfsmenn eru lykill
að árangri allra fyrirtækja.
Rannsóknir auka þekkingu
og gera ákvarðanir markvissari
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
Fyrirtæki
ársins 2021
hagvangur.is
10 ATVINNUBLAÐIÐ 26. júní 2021 LAUGARDAGUR