Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 58
Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@hringbraut.is Ásamt fámenninu, sjálfri nátt­ úrunni og hversdagslegu argaþras­ inu er kuldinn ein helsta auðlind Íslendinga. Einmitt þau mikilvægu forréttindi að vera hrollkalt á víða­ vangi fremur en að leka niður í svælu og hitabrælu. Kuldinn hefur haldið lífi í íslenskri þjóð frá því eyjan fannst, haldið henni við efnið, komið henni á hreyfingu, hvatt hana til vinnu og krafið hana um úrlausnir, ýmist þær að grafa sig í fönn á heiðum uppi eða að moka öllum mannskapnum ofan í mold og mó, hvort heldur er á nesjum úti eða fram til dýpstu dala með klömbruhleðsluna allt í kring og torfið sperrt að ofan. Síðar meir kom bárujárnið, sér­ íslenskur skjöldur þjóðarinnar gegn þeim rjúkandi blauta vindi sem kallast úrkoma, vægast sagt, en er hraglandi í raun og sann, keyfandi steglingsfjandi. Og loks var jarðvarminn lagður í hús, uppgötvun sem engri annarri þjóð en gegndrepa eyjarskeggjum hefði komið til hugar eftir veðurderr­ ing aldanna, nepjuna og næðinginn. Íslandssagan fjallar í sem fæstum orðum um það að halda á sér hita. Komast af í köldu landi.  Fátt er í rauninni ómerkilegra en að liggja marflatur á hvítri strönd, undir stórhættulegri og ágengri sól á hæsta himni og geta sig ekki hreyft og hrært sakir svækju og andnauðar, illa þefjandi og svitastorkinn – og hvað þá staðið undir sjálfum sér vegna svima og ógleði, svo og sviða í augum. Hvergi er manneskjan tilgangs­ lausari en svona á sig komin.  Í sveitinni heima á Ströndum, þegar morgungrautnum sleppti, settu menn undir sig hausinn í dyra­ gættinni í litla og lágreista moldar­ kjallaranum í sömu mund og þeir blésu hvasst í lófana, en héldu svo út í óblíðan júlídaginn, hráslaga­ fullan og nöturlegan, með köldu­ slátt í vöngum. Og erindið var einbeitt. Að kapps­ full vinnan kæmi einhverjum hita í skrokkinn. Og þess þá heldur að tekið væri til hendinni. Afköstin voru eftir því. Sumar­ kuldinn var vinnuhvetjandi, örv­ andi, ertandi. Og kannski eins gott. Ella fraus í æðum blóð.  Af og til verður mér hugsað til þessara stunda í íslenskum sveitum á síðari tíma arki mínu um íslensk fjöll og firnindi. Svo sem einn mið­ sumardaginn á Hornströndum um árið, en þá hafði sunnanþeyrinn leikið um björg og bala um nokk­ urra daga skeið uns veðrið sneri áttum, skyndilega, svo skall á með norðanbrælu og njóðaskratta. Eitthvað hreyfði hún nú við manni og greikkaði skrefin, kulda­ skrælan sú arna. Og þegar komið var miðja vegu upp í Hafnarskarðið á milli Háumela og Veiðileysufjarðar byrjaði að snjóa. Þetta var fyrsta helgin í júlí. Það gránaði í fjöll. Það var tveggja stiga frost. Og maður hugsaði sem svo í sömu svipan og augunum var blim­ skakkað yfir Hælavík og Hornvík í norðri að hér hafi menn ekki legið í leti á öldum áður. Og fráleitt svo. Hornstrendingar voru auðvitað harðduglegt fólk sem vann í kapp við tímann af því að veðrið bann­ aði því allar bjargir, svo oft og iðu­ lega – og stundum lét sumarið bíða eftir sér, lengi vel – og stundum kom það ekki.  Gekk Vatnaleiðina á austanverðu Snæfellsnesi um daginn í góðra vina hópi. Þriggja daga pjakk. Um heiðar, dali og skörð. Framhjá Hlíðarvatni, Hítarvatni, Langa­ vatni, Vikravatni og allt að Hreða­ vatni, fimmtíu kílómetra stjákl, um tvö þúsund metra hækkun, þrír dagar, með pokann á bakinu, kakó á brúsa og malinn fullan af lifrar­ pylsu, harðfiski og f latbrauði, þess­ ari heilögu þrenningu sem haldið hefur lífi í landsmönnum – og gigt­ inni í skefjum. Morgnarnir eftirminnilegir. Eftir albjartar júnínæturnar. Kuldinn kom manni af stað og ekkert verið að tvínóna við að taka saman tjald­ ið og aðrar manns föggur. Og kaldir fingur kunna sín ráð. Fyrri nóttina var einnar gráðu hiti. Seinni nóttina var fjögurra gráðu hiti. Altso, íslenskrar júnínætur. Dæmigerðar. Vikuna fyrir Jónsmessu. Hásumar.  Eftir margra ára ráf um regin­ bálka landsins höfum við fjalla­ félagarnir komist að þeirri vísinda­ legu niðurstöðu að gönguhiti má ekki vera nema tíu gráður, helst átta, jafnvel sex. Tveggja stafa hita­ tölur eru göngufólki aðeins til ama og trafala, draga úr því mátt, letja það til að taka tindana tvo, fremur en einn, eða engan. Það er ekkert sem ýtir eins vel við manni og vindkæling og verulegur þræsingur. Hvort tveggja hleypir kappi í kinn. Maður á að ganga sér til hita.  Lenti í því um árið að rápa niður Lónsöræfin í einhverri þeirri mestu hitabylgju sem riðið hefur yfir sunnanverða Austfirði. Mælarnir þöndu strikin upp í 27 gráður sem var staðfest hitamet á Eyjabökkum í upphafi túrsins. Á þriðja degi, þegar förinni var beint niður Kollumúl­ ann, var hnúkaþeyrinn svo kæfandi að stöku manni lá við yfirliði. Þá hefði nú kuldinn verið kræsi­ legri. Og hans var sárt saknað.  Og gott ef það var ekki síðasta sumar á lalli upp á Súlur í útlits­ fögrum Eyjafirði sem ég ætlaði bara ekki að hafa það af. Á göltri neðan úr Lamba fram á Glerárdal í 25 gráðu hita og stafalogni var svo komið fyrir karli að hann átti erfitt með andardráttinn, farinn úr hverri spjör að ofan, gegnheitur, deigrakur. Og hitinn letur. Fann það svo sannarlega. Hábölvaður hitinn. Og þar sem brattinn efra var hvað harðastur var þolið byrjað að bila. Aldrei þessu vant var maður að bugast. En samt undir rest, löðrandi í svita og með óbragð á vörum, var toppnum náð, með herkjum. Steig svo á vigtina niðri í sund­ laug síðdegis. Hafði misst fjögur kíló. Meira en nokkru sinni eftir erfiði af þessu tagi. Vanari fjalla­ menn segja það vera á mörkunum. Og öllum er þeim, vel að merkja, illa við hita.  Kuldinn er auðlind. Hann hefur verið helsta hreyfiafl þjóðarinnar frá því Ísland byggðist. Einmitt, Ísland. Og það er ekkert athugavert við það nafn.■ Kuldinn er auðlind Eftir margra ára ráf um reginbálka landsins höfum við fjallafélag- arnir komist að þeirri vísindalegu niður- stöðu að gönguhiti má ekki vera nema tíu gráður, helst átta, jafnvel sex. 30 Helgin 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐÚT FYRIR KASSANN 26. júní 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.