Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2021, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 26.06.2021, Qupperneq 72
Æskudraumur Grace Achieng um að verða fatahönnuður rætist á næstu vikum þegar fyrsta fatalína Gracelandic kemur til Íslands. Landsins sem hún fann fyrir hálfgerða tilviljun, en reyndist síðan vera draumalandið. Grace Achieng er fædd og upp al in í borg inni Kisumu í Afríkuríkinu Kenía en elti drauma sína til Íslands og settist hér að fyrir rúmum áratug. Áður en hún flutti hingað hafði hún aldrei heyrt um Ísland og trúði ekki að það væri alvöru land. „Ég var að spjalla við íslenskan mann á stefnumótasíðu og hélt að hann væri að ljúga að mér þegar hann sagðist vera frá Íslandi,“ segir Grace, hlæjandi. Henni hafi síðan gengið illa að finna þessa ísilögðu eyju á landakorti og því komið á óvart þegar landið komst í heims- fréttirnar. „Þegar Eyjafjallajökull gaus rann það loks upp fyrir mér að Ísland væri til í alvöru,“ segir Grace og bætir við að saga hennar á Íslandi sé í raun ofin í tískumerkið hennar, Gracelandic. „Ég man þegar ég kom af flugvell- inum í fyrsta skipti og fann eitthvað í loftinu hérna sem sagði mér að þetta yrði byrjunin á einhverju ævintýri.“ Grace reyndi að finna starf tengt tískuiðnaðinum á Íslandi, en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég elska tísku og hún er það eina sem mig hefur langað að fást við síðan ég var sex ára gömul,“ segir Grace sem man vel eftir því hvernig draumurinn kviknaði. „Ég átti frænku sem var alltaf ótrú- lega vel til höfð. Hún gat stigið inn í hvaða herbergi sem var og lýst það upp með nærveru sinni og ég leit rosalega mikið upp til hennar.“ Fötin skapa konuna Þegar frænkan sú gaf Grace gulan sumarkjól breyttist líf hennar þann- ig að ekki varð aftur snúið. Foreldrar hennar voru efnalitlir á þessum tíma Grace fann draumalandið á stefnumótasíðu Grace Achieng trúði ekki að Ís- land væri raun- verulegt þegar hún heyrði fyrst af því, en það reyndist síðan draumalandið þar sem tísku- óskir hennar rættust. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR og var hún ekki vön því að eiga jafn vandaða flík. „Þegar ég fór í kjólinn í fyrsta skipti leið mér svo vel, eins og manneskju sem gæti sigrað heim- inn.“ Í framhaldinu dró Grace alltaf upp kjólinn þegar henni leið illa, var lasin eða til að láta sér líða betur. „Ég mun aldrei gleyma tilfinningunni sem það gaf mér og það var sú tilfinning sem ég vildi kalla fram hjá öðrum.“ Þegar Grace var tíu ára deildi hún svefnherbergi með sex syst kinum sínum. Þar eyddi hún löngum stund- um í kojunni sinni við að fylgjast með klæðaburði fólks sem átti leið fram hjá svefnherbergisglugganum. „Það var það skemmtilegasta sem ég gerði að skoða fötin þeirra og hugsa: „Ég ætla að búa til svona“ eða „mig langar að gera eitthvað úr svona efni,“ segir Grace. Allt að veði fyrir tískuna Grace fékk útrás fyrir ástríðu sína í fyrsta skipti í menntaskóla. Þá spar- aði hún hverja krónu til að geta keypt föt á flóamarkaðnum og stíliseraði þau síðan eftir eigin smekk. „Þegar mamma gaf mér peninga fyrir nesti eða hádegismat, þá hljóp ég í skólann og sleppti hádegismat frekar en að eyða peningunum.“ Það var erfitt að skera sig úr í menntaskólanum þar sem strangar reglur giltu um klæðaburð og skóla- búninga. „Ég man að sólar á skóm máttu bara vera í ákveðinni hæð, en ég keypti skó sem voru með örlítið hærri hælum en leyfilegt var.“ Skólastjórnendur komu f ljótt auga á stílbrotið og vildu fá að mæla skóna. „Um leið og þau spurðu hljóp ég heim eins hratt og fætur toga,“ segir Grace kímin. Fyrir vikið var henni refsað og hún látin sitja eftir næstu daga. „Það var samt þess virði. Ég ætlaði ekki að leyfa þeim að taka skóna mína.“ Tískuverðbólga í skólastílnum Um helgar gat Grace þó klætt sig upp og lenti þá iðulega í því að fólk spurði hvort hægt væri að kaupa fötin sem hún klæddist. „Oft vildi það borga tvöfalt hærra verð en það sem ég borgaði upphaflega.“ Í kjölfarið byrjuðu Grace og vin- kona hennar að kaupa notuð föt, breyta þeim og selja í skólanum. Framtakinu var vel tekið og úr varð eins konar fyrirtæki sem þær héldu gangandi þar til stefnan var tekin á framhaldsnám. Þá fluttist Grace til Mombasa þar sem hún lauk háskólanámi í mark- aðsfræði. Tískan fylgdi henni yfir landið og nýttist vel í náminu. „Mér fannst gaman að klæða vini mína og húsið mitt varð bara eins og far- fuglaheimili þar sem samnemendur komu og fengu lánuð föt hjá mér.“ Giftist óvart Þegar Grace var 25 ára kynntist hún Íslendingi á netinu og giftist honum óvænt í Mombasa stuttu síðar. „Við ætluðum að spyrjast fyrir um dvalarleyfi hjá sýslumann- inum í Kenía og vorum búin að skipuleggja fund,“ útskýrir Grace. Sýslumaðurinn hafi síðan spurt þau hvort þau væru tilbúin. „Við vorum þarna í hversdagsfötunum okkar, hann í stuttermabol og ég í einhverjum kjól, og spurðum: „Til- búin í hvað?“ „Nú, til að gifta ykkur,“ svaraði sýslumaðurinn um hæl.“ Þau hafi þá litið hvort á annað, yppt öxlum og ákveðið að slá til. Nokkrum mánuðum síðar f lutti Grace til Íslands, þar sem hún hefur búið síðan 2010. Sjálfmenntaður hönnuður „Þar sem ég fékk ekki vinnu við tísku ák vað ég að kaupa mér saumavél og efni og læra að gera þetta sjálf á netinu,“ segir Grace, sem sótti einnig saumanámskeið og kynnti sér sjálf bærni. „Ég hef lært mjög mikið hér á Íslandi og margir hafa rétt mér hjálparhönd til þess að gera draum minn að veruleika,“ segir Grace hrærð. Í heimsfaraldrinum gafst henni loks tími og svigrúm til að hanna fatalínu. „Ég vildi hanna föt sem láta konum líða vel með sjálfar sig á sama tíma og þau líta vel út.“ Grace hannaði einnig línuna alla með samfélagslega ábyrgð að leiðar- ljósi. „Til að byrja með vissi ég ekk- ert um tískusiðferði, en eftir að hafa rannsakað hvaða efni ég vildi nota og þess háttar, sá ég að þrátt fyrir að tískuheimurinn væri sveipaður þessum ljóma þá leynist ýmislegt í skugganum.“ Sjálfbær tíska Heimildamyndin True Cost, sem fjallar um skaðleg áhrif hraðtísku (e. fast fashion) hafði mikil áhrif á Grace. „Það var sorglegt að sjá af leiðingarnar og hvernig fólkið sem framleiðir fötin er misnotað.“ Starfsfólkið býr víða við sára fátækt og er neytt til þess að vinna myrkranna á milli við skelfilegar vinnuaðstæður fyrir lítil sem engin laun. „Svo eru eiturefni, sem hafa ekki bara skaðleg áhrif á starfsfólkið heldur heilu þorpin, notuð við fata- litun og fleira.“ Markmið Gracelandic er að hanna vörur með hliðsjón af sjálf- bærni. „Mig langar að fólkinu sem býr til fötin mín séu tryggðar öruggar vinnuaðstæður og sann- gjörn laun,“ segir Grace, sem vill ekki vera sú eina sem græðir á fyrir- tækinu. „Ég vil að allir græði á því sem ég er að gera.“ Fyrsta sendingin af fatalínunni er væntanleg í byrjun júlí en fólk getur tryggt sér sanngirnisvottaða flík á heimasíðunni Gracelandic.com strax í dag. „Ég vil að Grace landic snúist bæði um tísku og um að styðja við annað fólk,“ segir Grace, sem stefnir á að opna barnaheimili í Kenía ef allt gengur vel. „Ég hef náð svo langt og núna langar mig að gefa af mér og hjálpa öðrum.“ ■ Þar sem ég fékk ekki vinnu við tísku ákvað ég að kaupa mér saumavél og efni og læra að gera þetta sjálf á netinu. Þegar Eyjafjalla- jökull gaus rann það loks upp fyrir mér að Ísland væri til í alvöru. Kristlín Dís Ingilínardóttir kristlin @frettabladid.is 44 Lífið 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 26. júní 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.