Fréttablaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 2
Á vef TM-mótsins má
finna dagsetningar
mótsins fram til ársins
2030, svo það er vel
passað upp á að dag-
setningarnar séu
tilbúnar langt fram í
tímann.
Sigríður Inga
Kristmanns-
dóttir, móts-
stjóri TM- og
Orkumótsins.
Á fljúgandi siglingu yfir Öskjuhlíðinni
Spennufíklar fá nýtt tæki til að koma púlsinum af stað á næstu vikum þegar aparóla (e. zip line) opnar í Öskjuhlíð. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í
vor að veita hugmyndinni eins árs aðstöðuleyfi. Generalprufa stóð yfir í gær og hefst ferðin í Perlunni með borgina í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Uppbókað er í gistingu víða í
Vestmannaeyjum þegar þar
á að fara fram TM-mótið í
fótbolta á næsta ári. Starfs-
maður Hótels Vestmannaeyja
segir fólk panta gistingu strax
fyrir næsta ár þegar móti
ársins lýkur. Um 1.200 kepp-
endur tóku þátt á mótinu í ár
sem lauk á sunnudag.
birnadrofn@frettabladid.is
VE STMANNAEYJAR Star fsmaður
á Hótel Vestmannaeyjum segir
nánast öll gistirými hótelsins upp
bókuð helgina 9.-11. júní á næsta ári
en þá fer fram í bænum TM-mótið
í fótbolta. Síðastliðinn sunnudag
lauk TM-móti þessa árs og segir
starfsmaður hótelsins það ekki
óvanalegt að þegar mótinu ljúki sé
fólk þegar farið að bóka gistingu
fyrir næsta mót.
„Stelpurnar koma flestar hingað
tvö ár í röð og foreldrarnir panta
bara strax aftur fyrir næsta ár,“
segir starfsmaður hótelsins og
bætir við að það sama sé upp á ten-
ingnum varðandi Orkumótið sem
haldið er í sama mánuði og þar eru
strákarnir keppendur. „Þar á ég tvö
einstaklingsherbergi eftir árið 2022
og fyrir bæði stráka og stelpumótin
er ég farin að fá bókanir inn í árið
2023.“
Sama sagan virðist vera á fjölda
annarra gististaða í Vestmanna-
eyjum í kringum TM-mótið á næsta
ári en ef leitað er eftir gistingu á
svæðinu dagana 8.-11. júní árið
2022 á bókunarvefnum booking.
com kemur í ljós að þar eru engin
gistipláss laus umrædda helgi.
Sigríður Inga Kristmannsdóttir,
mótsstjóri TM- og Orkumótsins,
segir bæinn fyllast af fólki þegar
mótin séu. Aldrei fyrr hafi TM-
mótið verið jafn stórt og í ár þegar
um 1.200 þátttakendur frá 34 liðum
tóku þátt.
Strax fullbókað á hótelið
fyrir mótið á næsta ári
TM-mótið í Vestmannaeyjum hefur farið fram á hverju ári frá árinu 1990.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERLA
„Það má svo gera ráð fyrir að
hverri stelpu fylgi að lágmarki
einn fjölskyldumeðlimur en með
sumum kemur öll fjölskyldan svo
það má áætla allavega tvö þúsund
manns fyrir utan þátttakendur,“
segir Sigríður aðspurð um fjölda
fólks sem flykkist til Eyja á meðan
á mótinu stendur.
Hún segir mótið hafa gengið vel
þrátt fyrir að margt hafi verið með
breyttu sniði vegna sóttvarna-
reglna. „Allt sem átti að vera inni í
íþróttahúsinu var til að mynda fært
út, hæfileikakeppnin var rafræn og
kvöldvökunni var skipt upp í sótt-
varnahólf,“ segir Sigríður.
Þá segir hún að nú standi yfir
lokaundirbúningur Orkumótsins
sem fram fari í næstu viku, skipu-
lagning við mót sem þessi skipti
höfuðmáli, til að mynda svo allir
geti fundið sér gistingu fram í tím-
ann. „Á vef TM-mótsins má finna
dagsetningar mótsins fram til árs-
ins 2030, svo það er vel passað upp
á að dagsetningar séu tilbúnar langt
fram í tímann,“ segir Sigríður. n
benediktboas@frettabladid.is
HAFNARFJÖRÐUR Íbúar við Fléttu-
velli í Hafnarfirði vilja að bærinn
stöðvi tafarlaust framkvæmdir við
ærslabelg. Íbúarnir hafa sent bænum
bréf þar sem er tíundað að ærsla-
belgurinn, sem á að koma við leik-
skólann Hamravelli, sé settur upp
án aðkomu íbúa. „Íbúar almennt hér
í bænum ættu alls ekki að þurfa að
líða slík vinnubrögð,“ segir í bréfinu.
Benda íbúar á að engin grenndar-
kynning hafi farið fram á þessu
verkefni og að mosi sé friðaður
samkvæmt lögum. Það sé því best
að finna belgnum nýja staðsetn-
ingu og vinna án tafar hafin við að
laga það tjón sem þegar hefur verið
valdið í óþökk íbúa.
Sk ipulags- og byggingarráð
Hafnarfjarðar vísaði bréfinu til
umsagnar skipulags- og byggingar-
fulltrúa. n
Æsingur í Hafnarfirði vegna ærslabelgs
Ærslabelgur er góð skemmtun sé hann á réttum stað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
kristinnpall@frettabladid.is
HÖFN Bæjarráð Hafnar í Horna-
firði tók fyrir á fundi bæjarráðs í
gær beiðni frá Ægi Þór Sævarssyni,
níu ára dreng sem glímir við vöðva-
rýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Í
bréfinu óskaði Ægir eftir fundi með
bæjarráði í von um að ræða mögu-
leikann á lyftu við vatnsrennibraut-
ina í sundlaug bæjarins.
Þar lýsir Ægir því að hann vilji
geta farið margar ferðir með vinum
sínum en hann verði of þreyttur í
fótunum. Fyrir vikið þurfi hann að
hvílast reglulega. Bæjarráð lofaði að
taka málið til skoðunar. n
Óskaði eftir lyftu
í rennibrautirnar
Stigin er oft langur í rennibrautirnar.
Það eru þrjár renni-
brautir við sundlaug-
ina í Höfn á Hornafirði.
2 Fréttir 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ