Fréttablaðið - 16.06.2021, Síða 4

Fréttablaðið - 16.06.2021, Síða 4
Svefnlyfinu Rohypnol er enn ávísað hér á landi þrátt fyrir að það hafi misst markaðs- leyfi sitt og framleiðslu verið hætt. Það gengur stundum undir heitinu „nauðgunar- lyfið“. linda@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Meðal þeirra 25 undanþágulyfja sem oftast var ávísað í aprílmánuði var svefnlyfið Rohypnol (Flunitrazepam Mylan) eða í 59 skipti, samkvæmt yfirliti Lyfjastofnunar. Markaðsleyfi lyfsins hér á landi var fellt niður í byrjun árs og framleiðslu þess hætt samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun. Enn er lyfið þó í umferð. Lyfið hefur lengi verið notað og stundum gengið undir hinu alræmda heiti „nauðgunarlyfið“. Það hefur gengið undir ýmsum merkjum hjá notendum erlendis eins og „Forget Me Pill“ eða „Gleym- mér pillan“, og lesa má á um á vef fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA). Fórnarlömbin falla í óminni ef þeim er byrlað lyfið og geta enga björg sér veitt eða mótspyrnu. Þekkt er að erfitt er að sanna byrl- un með Rohypnol því leifar efnisins eru f ljótar að fara úr líkamanum. Enn koma upp tilfelli á Neyðarmót- töku Landspítalans þar sem frásögn brotaþola vekur grunsemdir um að byrlun hafa orðið, miðað við magn áfengis sem brotaþoli innbyrti eða þá að hann neytti ekki neins áfengis en féll samt í óminni. Samkvæmt Neyðarmóttökunni eru sýni ein- ungis send lögreglu í tilvikum þar sem kæra liggur fyrir. Samkvæmt Lyfjastofnun hefur Rohypnol verið ávísað frá því það fékk íslenskt markaðsleyfi árið 1992. Lyfið var þó tekið af markaði í byrjun árs 2020 og markaðsleyfið var svo fellt niður 1. febrúar síðast- liðinn. Undanfarin tvö ár hefur lyfið verið afgreitt með undanþáguávís- unum. Í svari Lyfjastofnunar um hvers vegna lyfið er enn í umferð segir að mjög mismunandi sé hvaða svefnlyf henti einstaklingum hverju sinni. „Sumir læknar hafa óskað eftir undanþágu um notkun þess fyrir sína sjúklinga, enda getur verið erfitt og langt ferli að trappa fólk af lyfinu, með hættu á fráhvörfum og tengdum heilsufarsaf leiðingum,“ segir í svarinu og þar sem Rohypnol sé óskráð lyf beri læknir sem ávísar lyfinu ríkari skyldur en annars í því að fræða sjúklinginn um notkun þess. Í svari Lyfjastofnunar segir að 59 ávísanir á lyfið sé ekki meira en vanalega en sveif lur eru aðeins á milli mánaða. Ávísanir í apríl voru nokkuð minni en í mars og janúar en sambærilegar á við febrúar. Ekki beri á aukningu á ávísunum. Stofnunin vinnur eftir því að aðeins séu samþykktar ávísanir fyrir einstaklinga sem þegar eru á lyfjameðferð með lyfinu, eða mjög sérstakar ástæður eru gefnar af umsækjanda, það er lækni við- komandi einstaklings. ■ Rohypnol áfram ávísað á undanþágu Undanþágulyfinu Rohypnol var ávísað 59 sinnum til sjúklinga í aprílmánuði. FRETTABLAÐIÐ/GETTY LEIÐRÉTTING Áfram er grímuskylda á sitjandi viðburðum þrátt fyrir breyttar takmarkanir á samkomum sem tóku gildi í gær. Þegar talað er um sitjandi viðburði er átt við leikhús, athafnir í trú- og lífsskoðunarfélögum, íþróttaviðburði og ráðstefnur. Ranglega var greint frá því í Fréttablaðinu í gær að á slíkum viðburðum væri ekki grímuskylda, það er ekki rétt. ■ Þekkt er að erfitt er að sanna byrlun með Rohypnol því leifar efnisins eru fljótar að fara úr líkamanum. arib@frettabladid.is NORÐURLAND Six Rivers Project, sem auðkýfingurinn Jim Ratcliffe stendur á bak við, hyggst fjárfesta fyrir fjóra milljarða króna í upp- byggingu fjögurra veiðihúsa á landi sínu á Norðausturlandi. Um er að ræða lúxusbyggingar sem eiga að standa við Miðfjarðará, Hofsá og í Vesturdal, þá verður veiðihús við Selá stækkað. Rat cliffe hyggst ekki kaupa meira land á svæðinu í tengslum við uppbygg- inguna. Gísli Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Six Rivers Project, sem hét áður Veiðiklúbburinn Strengur, segir að tilgangurinn sé að laða að veiðimenn til að gera verndar- starfið sjálf bært. „Við erum að búa til lúxus aðstöðu til að draga að fleiri veiðimenn,“ segir hann. Ekki er búið að klára kostnaðaráætlun en Gísli segir að þetta muni kosta minnst fjóra milljarða. Gísli segir að tryggt verði að uppbyggingin verði gerð á sem umhverfisvænastan hátt. „Við erum ekki að fara að henda niður steinum í viðkvæma náttúru,“ segir hann. Búið sé að fara í heilmikla undir- búningsvinnu, þar á meðal kanna hvort þar sé að finna fornleifar. „Þetta er langstærsta verkefni sem einstaklingur hefur farið í á þessu svæði.“ ■ Ratcliffe með um fjögurra milljarða uppbyggingu á norðausturhorninu Jim Ratcliffe stendur að baki uppbygg- ingunni. Tryggt verður að upp- byggingin verði gerð á sem umhverfisvæn- astan hátt og búið er að fara í mikla undir- búningsvinnu. urduryrr@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Heildarfiskaf li í maí 2021 er áætlaður 14%minni en árið áður eða tæplega 108 þúsund tonn. Á 12 mánaða tímabili, frá júní 2020 til maí 2021, hefur heildar- fiskaf li hins vegar aukist um 12% miðað við sama tímabil á undan. Aflinn á þessu tímabili fór frá 969 þúsund tonnum í 1.088 þúsund tonn. Þetta kemur fram í bráða- birgðatölum frá Hagstofu Íslands sem voru birtar í gær. Aðeins meira var veitt af botn- fiski í maí 2021 en árið áður en 27% minna var veitt af uppsjávarfiski. Sú lækkun skýrist aðallega af kol- munna en afli af þeirri tegund var 26% minni. Þá var aukning veiða á ýsu 32% í maí á þessu ári og 78% á ufsa. Hafrannsóknastofnun kynnti í gær ráðgjöf fyrir fiskveiðar á næsta ári þar sem lagður er til 13% sam- dráttur í þorski. Það er jafnt og 17 til 18 milljarða króna samdráttur í af laverðmæti. Ráðgjöfin nú skýrist að hluta af því að stærð stofnsins er talin hafa verið ofmetin á undan- förnum árum. Þá er lögð til 11% aukning ýsu- afla, 17% minni gullkarfaafli, 13% aukning í  grálúðu og rúm tvö- földun fyrir íslensku sumargots- síldina. ■ Fiskafli minni í maí en fyrir ári Fiskafli eykst á milli ára en minnkar í maímánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR kristinnhaukur@frettabladid.is GARÐABÆR Sara Dögg Svanhildar- dóttir, oddviti Garðabæjarlistans, segist fagna því að loks verði tekið á samgöngum í Urriðaholti. Listinn, sem er í minnihluta, hafi þrýst á umbætur um langt skeið. „Fyrir ári síðan fór enginn strætó að hverfinu,“ segir Sara en í dag er pöntunarþjónusta á vögnum utan annatíma. „Nýir íbúar skilja ekki þennan þankagang, hvernig þetta á að virka.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa íbúar hverfisins gagnrýnt þetta fyrirkomulag sem og skort á hjólreiða- og göngustígum inn og út úr hverfinu. Sara segir að það hefði átt að hugsa um samgöngumálin í hverf- inu frá byrjun, ekki síst þar sem það sé skilgreint sem umhverfisvænt og sé að byggjast hratt upp. „Þjónustan er ekki inni í hverfinu og því þarf að tryggja að samgöngur séu góðar.“ Aðspurð um þær aðgerðir sem greint var frá í gær, það er bæði hvað varðar reglulegar strætóferðir, stíga og betra öryggi á stóru gatnamótun- um við Kauptún, segir Sara bjartsýn á að þær dugi til að leysa vanda íbúa hverfisins. ■ Hefðu átt að hugsa um samgöngurnar frá byrjun Sara Dögg Svan- hildardóttir, oddviti Garða- bæjarlistans. Nýir íbúar skilja ekki þennan þankagang, hvernig þetta á að virka. 4 Fréttir 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.