Fréttablaðið - 16.06.2021, Page 18

Fréttablaðið - 16.06.2021, Page 18
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR hordur@frettabladid.is Þjóðarsjóður Kúveit, einn stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heim- inum, hefur á allra síðustu vikum bæst við hluthafahóp Arion banka. Eignarhlutur sjóðsins í dag, sam- kvæmt lista yfir alla hluthafa sem Markaðurinn hefur séð, nemur um 2,25 milljónum hluta að nafnvirði en miðað við gengi bréfa bankans er markaðsvirði hans rúmlega 330 milljónir króna. Það jafngildir um 0,15 prósenta hlut í Arion. Þjóðarsjóði Kúveit (e. Kuwait Investment Authority) var komið á fót árið 1953 og er hann sá elsti sinnar tegundar sem er starfræktur í heiminum. Eignir sjóðsins nema samtals á sjötta hundrað milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir meira en tuttugufaldri landsfram- leiðslu Íslands. Fjölmargir erlendir vísitölusjóðir, sem fjárfesta einkum í hlutabréfum félaga á vaxtamörkuðum (e. frontier markets), hafa komið nýir inn í eig- endahóp Arion banka eftir að Ísland var formlega tekið inn í vaxtamark- aðsvísitölu MSCI undir lok síðasta mánaðar. Á meðal þeirra eru sjóðir eins stærsta eignastýringarfyrirtækis heimsins, Franklin Templeton, en þeir eiga orðið samanlagt um 3,4 milljónir hluta að nafnvirði, sem metinn er á um 500 milljónir króna á núverandi markaðsgengi. Aðrir erlendir vísitölusjóðir, eins og Mark- aðurinn hefur áður upplýst um, sem hafa einkum verið að kaupa í Arion banka á undanförnum dögum og vikum eru sjóðir í stýringu Acadian Asset Management, Northern Trust, Legal & General og  FundPartner Solutions. Áætla má að slíkir erlendir sjóðir hafi fjárfest í Arion fyrir á þriðja milljarð króna frá því í lok maí- mánaðar. Mikið fjármagn fylgir vísitölum MSCI en nokkur fjöldi af sjóðum fjárfestir í samræmi við vísi- töluna eða hefur hana sem viðmið. Hlutabréfaverð Arion, sem stóð í 148,5 krónum á hlut við lok mark- aða í gær, hefur hækkað um 56 prósent frá áramótum og nemur markaðsvirði bankans  um 247 milljörðum. ■ Þjóðarsjóður Kúveit fjárfestir í Arion Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. helgivifill@frettabladid.is Jakobsson Capital verðmetur Play á 31 krónu á hlut sem þýðir að virði lág- gjaldaflugfélagsins sé 21 milljarður króna. Verðmatið er 55 til 72 prósent- um hærra en útboðsgengið sem er 18 til 20 krónur á hlut. Í verðmatinu er gert ráð fyrir hægari tekjuvexti en stjórnendur Play gera í sínum áætl- unum. Bent er á að mörg f lugfélög hafi orðið að auka við skuldsetningu sína til að lifa af COVID-19 heims- faraldurinn. Til að standa straum af lántökum gætu þau orðið að hækka verð. Play hefji hins vegar starfsemi með hreint borð. Play stefnir á að selja 32 prósenta hlut í félaginu og af la 33-36 millj- óna Bandaríkjadala, jafnvirði 4 til 4,4 milljarða króna, dagana 24. og 25. júní í aðdraganda skráningar á First North-hliðarmarkað Kaup- hallarinnar. Ef miðað er við áætlanir stjórn- enda Play, sem eru nokkuð brattar að sögn höfundar verðmatsins en þeir reikna með hraðari tekjuvexti en hjá WOW air, væri verðmatsgengið 52,3 krónur á hlut. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, segir að samanburður við vöxt WOW air á upphafsárunum sé ekki fyllilega sanngjarn enda sé landið orðið mun vinsælli áfangastaður fyrir ferða- menn en þegar WOW air hóf starf- semi. Því verði vöxtur Play hraðari en WOW air. Í fjárfestakynningu Play kemur fram að gert sé ráð fyrir að rekstrar- hagnaðarhlutfall (EBIT-hlutfall) félagsins verði 10,3 prósent til 13,9 prósent á árunum 2023-2025. Jakobs- son Capital þykir það metnaðarfullt. „Til samanburðar hefur Icelandair aðeins einu sinni náð um og yfir 10 prósent EBIT frá árinu 2012 og WOW einnig,“ segir í verðmatinu. „Til þess að ná þessu EBIT-hlutfalli þarf allt að ganga upp hjá félaginu, ferðaþjónustan að taka hratt við sér, samkeppnin ekki úr hófi, olíuverð stöðugt sem og íslenska krónan. Þá eru einnig ýmsir óvæntir kostnaðar- þættir og flækjustig sem koma í ljós þegar félagið vex hratt í að vera með flota sem telur um helming af stærð Icelandair í dag,“ segir Jakobsson Capital. Í verðmatinu eru taldir upp nokkr- ir þættir sem muni að líkindum halda aftur af rekstrarhagnaðarhlutfalli og tekjuvexti hjá Play: samkeppni muni þrýsta verði niður, vaxandi launa- þrýstingur, styrking krónu, hækkun leiguverðs f lugvéla og hærra verð á þotueldsneyti. Greinandi Jakobsson Capital segir að þrátt fyrir gagnrýni frá verkalýðs- forystunni um að launakjör Play séu forkastanleg hafi verið ásókn í störf hjá lággjaldaf lugfélaginu. Ekkert bendi til þess að félagið sé að snuða starfsmenn, eins og segir í verðmat- inu. Hvernig samið hafi verið við starfsmenn veiti Play samkeppnis- forskot miðað við innlenda keppi- nauta. Að sama skapi hefur nokkur fjöldi fólks þegar hlotið þjálfun á þær f lugvélar sem Play hyggst nota sem spari þjálfunarkostnað. „Félagið er með starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði en sá vinnumarkaður getur f ljótt farið í þenslu eins og dæmin sýna,“ segir í verðmati Jakobsson Capital. ■ Verðmetur Play á 55% hærra verði en í útboði Birgir Jónsson, forstjóri Play. Stærstu kaupendurnir að 4,5 milljarða króna hlut TM í fjár- festingafélaginu voru Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson. Eigandi verktaka- fyrirtækisins ÞG Verks kemur nýr inn í hluthafahóp Stoða eftir að hafa keypt bréf fyrir um 600 milljónir króna. hordur@frettabladid.is Félag í eigu fjárfestanna Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar var stærsti einstaki kaupandinn að um 12 prósenta eignarhlut TM í fjárfestingafélaginu Stoðum, en allur hlutur tryggingafélagsins, dóttur- félags Kviku banka, var seldur fyrir 4,5 milljarða króna í lok síðasta mán- aðar. Samkvæmt nýjum hluthafalista Stoða, sem Markaðurinn hefur undir höndum, keypti nýlega stofnað eign- arhaldsfélag í eigu þeirra Magnúsar og Þorsteins, M&M Capital, meira en fimmtung bréfanna af TM og er í dag fjórði stærsti hluthafi Stoða með 2,79 prósenta hlut. Kaupverðið nam um einum milljarði króna. Á meðal annarra félaga sem hafa bæst við hluthafahóp Stoða, sem er eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins og á meðal stærstu hluthafa í Arion, Kviku, Símanum og Play, er Arcus Invest en það er í eigu Þor- valdar H. Gissurarsonar, forstjóra og eigenda ÞG Verks. Keypti Arcus Invest fyrir rúmlega 600 milljónir króna í Stoðum og fer í dag með 1,77 prósenta hlut sem gerir félagið að átt- unda stærsta hluthafanum. Þá jók félagið Mótás, sem er í eigu Bergþórs Jónssonar og Fritz Hend- riks Berndsen, verulega við eignar- hlut sinn í Stoðum þegar TM seldi allan hlut sinn og keypti fyrir jafn- virði tæplega 700 milljónir króna. Mótás, sem kom fyrst inn í hlut- hafahóp Stoða í árslok 2020 þegar Landsbankinn seldi allan tólf pró- senta hlut sinn í fjárfestingafélaginu, er nú þriðji stærsti hluthafinn með um 5,9 prósenta hlut. Félög í eigu þeirra Magnúsar og Þorsteins eru fyrir á meðal hóps fjárfesta sem standa að baki eignar- haldsfélaginu S121, stærsta einstaka eigenda Stoða með 56 prósenta hlut, en aðrir eru meðal annars Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður Play, og Örvar Kjærnested, fyrrverandi stjórnarmaður í TM. Þá fer Magnús, sem var á sínum tíma hluthafi og stjórnarmaður í FL Group, einnig með rúmlega eins prósenta hlut í Stoðum í gegnum félagið GGH. Þor- steinn var á árum áður aðaleigandi Vífilfells á Íslandi auk þess sem hann hefur setið í stjórnum Glitnis, FL Group og Refresco. Auk félaganna M&M Capital, Arcus Invest og Mótáss, sem keyptu samanlagt meira en helming þeirra bréfa sem TM seldi fyrir þremur vikum síðan, þá keyptu Stoðir sam- tímis einnig nokkuð af sínum eigin bréfum. Eignarhlutur Stoða í sjálfum sér nemur nú um 9,7 prósentum en í ársbyrjun nam hann um 6,1 pró- senti. Sú aukning sem hefur orðið síðan þá kemur hins vegar ekki aðeins til vegna bréfa sem fjárfest- ingafélagið keypti af TM, samkvæmt heimildum Markaðarins, heldur einnig af öðrum – og minni hluthöf- um – það sem af er ári, meðal annars Lífeyrissjóði Vestmannaeyja sem hefur selt megnið af sínum bréfum en sjóðurinn átti 1 prósents hlut í árslok 2020. Á meðal sumra af eldri hluthöfum Stoða sem komu að kaupum á hlut TM með því að auka lítillega við hlut sinn má nefna félagið Vindhamar, sem er í eigu Kára Þórs Hallgríms- sonar, stjórnanda á skuldabréfa- sviði fjárfestingabankans JP Morgan í London, en það fer nú með tæplega 2,6 prósenta hlut. Þá bættu félögin Dexter Fjárfestingar og Fari, sem eru í eigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasonar, jafnan kenndir við IKEA, við hlut sinn og auk þess eignarhaldsfélagið Helgafell, sem er í jafnri eigu Ara Fenger, Bjargar Fenger og Kristínar Vermunds- dóttur. Sá sem stýrir fjárfestingum Helgafells er Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarmaður Stoða, en hann er eiginmaður Bjargar. Næst stærsti hluthafi Stoða, á eftir S121, er sjóðastýringarfélagið Stefnir með um 11 prósenta hlut. Aðrir helstu eigendur Stoða eru meðal annars Íslandsbanki, Strahan III Limited, sem er í eigu breska fjár- festisins Malcolms Walker og var í hópi þeirra sem komu að kaupum á hlut Landsbankans í Stoðum í árslok 2020, og félagið Nataaqnaq Fisheries. Hagnaður Stoða í fyrra næstum tvöfaldaðist á milli ára og var um 7,56 milljarðar. Í lok fyrsta ársfjórð- ungs námu eignir félagsins, sem er skuldlaust, um 39 milljörðum króna. Eignarhlutir Stoða í skráðum félögum – Kviku, Arion og Símanum – eru í dag metnar á um 35 milljarða króna en hlutabréfaverð þessara félaga hefur hækkað á bilinu 31 til 56 prósent frá áramótum. ■ Magnús og Þorsteinn keyptu af TM í Stoðum fyrir milljarð Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarmaður í Stoðum. MYND/AÐSEND 35 Markaðsvirði eignar- hluta Stoða í Arion, Kviku og Símanum er í dag um 35 milljarðar. MARKAÐURINN2 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.