Fréttablaðið - 16.06.2021, Qupperneq 21
Voru hungruð og ágeng
„Það er hættulegt halda að
maður sé heimsmeistari á
sínu sviði eftir að hafa notið
velgengni,“ segir Hermann.
„Það þekkjum við úr heimi
íþrótta og viðskipta. Ég
hef rekstur Fálkans oft bak
við eyrað sem víti til varn
aðar. Langafi minn stofnaði
fyrirtækið sem varð um
svifamikið á Íslandi. Afi minn
tók við keflinu en kynslóð
föður míns glutraði niður
rekstrinum. Það þarf alltaf að
sinna fyrirtækjarekstri. Sama
hversu vel gengur í dag þá er
alltaf nýr leikur á morgun og
allt snýst um að vinna þann
leik – það er ekkert gefið,
jafnvel þótt vel gangi um
skeið.
Að sjálfsögðu er gaman
að það gangi vel en mitt
hlutverk er að gæta þess
að við sláum ekki slöku
við. Við erum að keppa við
stór alþjóðleg fyrirtæki. Við
komumst á þann stað sem
við erum á vegna þess að við
vorum hungruð og ágeng.
Það hugarfar skiptir öllu.
Ég lít á mig sem gamaldags
vélstjóra með smurdós að
smyrja hjólin nema hvað ég
er að ýta við fólki.“
lagernum og um 500 manns á skrif-
stofum.“
Hvernig stendur á því að höfuð-
stöðvarnar eru í Svíþjóð þegar þú
hefur búið í Danmörku í áratugi?
„Fyrir einskæra tilviljun var
Boozt staðsett þar þegar ég kom að
því. Hluthafarnir voru danskir og
við skoðuðum það að flytja rekst-
urinn til Danmerkur. Við komumst
hins vegar að þeirri niðurstöðu að
Malmö væri góður staður til að reka
Boozt. Á þeim tíma stóð Svíþjóð
framar í tæknimálum en Danmörk
og við fengum mikið af hæfileika-
ríku fólki sem lært hafði í Lundi til
liðs við okkur.
Þannig er mál með vexti að Svíar
taka útlendingum opnum örmum
og leyfa þeim að afla sér menntunar.
Útlendingar eignast oft sænskan
maka og vilja því vera til fram-
búðar í landinu. Nema hvað Svíar
vilja í raun ekki vinna með útlend-
ingum nema þeir tali góða sænsku.
Við sáum tækifæri í að ráða öflugt
starfsfólk úr þeim hópi og því er
vinnutungumálið hjá okkur enska.
Okkur hefur auðnast að fá
framúrskarandi starfsfólk frá 36
löndum til liðs við okkur. Hugfar
starfsmanna er: „Það er allt hægt.“
Oft vita sérfræðingar í tilteknum
geira hvað hefur ekki gengið í for-
tíðinni og segja því strax að það sé
ekki hægt. Í menningunni okkar er
lagt upp með að segja einfaldlega:
„Af hverju ekki?! Við getum það.“
Það tekur mig um 50-60 mínútur
að keyra í vinnuna frá heimili mínu
í Danmörku. Ef skrifstofan væri í
miðborg Kaupmannahafnar hefði
ferðalagið í vinnuna tekið jafn
langan tíma þannig að þessi akstur
skipti mig ekki máli. Það eru um
60-80 Danir hjá Boozt sem gera slíkt
hið sama á hverjum degi.“
Fyrirtækið hefur verið að vaxa að
meðaltali um þriðjung á ári á síð-
ustu fjórum árum. Mun vöxturinn
halda áfram?
„Vöxturinn mun halda áfram.
Veltan var 4,4 milljarðar sænskra í
fyrra og við horfum til að hún verði
tíu milljarðar eftir þrjú til fjögur ár.
Verslun er í æ ríkari mæli að færast
yfir á netið. Á Norðurlöndum er 30
prósent af veltunni á netinu en 70
prósent í hefðbundnum verslunum.
COVID-19 hefur flýtt þessari þróun
þar sem fólk var fyrst þvingað til að
versla á netinu en nú er það komið
upp í vana.“
Hvernig kom það til að þú býrð í
Danmörku?
„Móðir mín sendi mig í heima-
„Við rekum
stærsta róbota
lager á Norður
löndum en þeir
eru 500 talsins.
Lagerinn er 70
þúsund fer
metrar eða álíka
og sjö fótbolta
vellir,“ segir
Hermann. „Ef
þeirra nyti ekki
við yrði lagerinn
að vera 400 til
500 þúsund fer
metrar.“
MYND/AÐSEND
vistarskóla í Danmörku þegar ég
var 14 ára. Ég bjó á Akureyri með
fjölskyldunni en mömmu þótti
ég ódæll. Frænka mömmu var gift
skólastjóra heimavistarskólans.
Hann hvatti hana til að senda mig
til sín í eitt ár. Þar átti ég að læra
aga og snúa heim eftir eitt skólaár.
Hringt var í mig í maí eftir fyrsta
skólaveturinn og spurt hvort ég vildi
ekki koma heim. Danmörk er besti
staður í heimi á sumrin og því lang-
aði mig að vera eitt ár í viðbót. Sama
símtal fékk ég ár eftir ár í nokkur ár.
Ég sagðist alltaf ætla að vera eitt ár
í viðbót því mér leið svo vel í Dan-
mörku.
Þegar menntaskólinn var að
baki sótti ég um nám í lögfræði við
Háskóla Íslands og komst inn en
ákvað fremur að nema viðskipta-
fræði við Copenhagen Business
School (CBS) því, eins og ég sagði,
hér líður mér vel. Ég ætlaði um tíma
alltaf að flytja heim en svo giftist ég
danskri konu og eignaðist börn. Ég
hef því búið í Danmörku frá árinu
1980 eða 41 ár. Öll ættin mín býr á
Íslandi. Ég er sá eini sem býr hér,“
segir Hermann.
Eftir að hafa lokið meistaraprófi
frá CBS hóf hann störf hjá litlu birt-
ingahúsi. „Ég var í fyrstu sérhæfður
í að kaupa sjónvarpsauglýsingar en
eftir fáein ár var ég beðinn um að
taka við sem forstjóri. Fyrirtækið
óx hratt og varð stærsta birtinga-
hús Danmerkur. Árið 2001 seldum
við fyrirtækið til Omnicom Media
Group, stærstu auglýsingasam-
steypu í heimi. Þeir báðu mig
um að byggja upp starfsemina á
Norðurlöndunum og úr varð að við
keyptum fyrirtæki í Svíþjóð, Noregi
og Finnlandi. Þegar ég var fertugur
hafði ég þénað sæmilega á að selja
fyrirtækið og ákvað að hætta. Ég
hafði verið í bransanum í 14 ár og
stóð á þeim tímamótum að vera
annað hvort alla ævi í sama bransa
eða færi að gera eitthvað allt annað.
Í kjölfarið ákvað ég að kaupa aug-
lýsingastofu ásamt nokkrum félög-
um og stýrði henni í tvö ár en fannst
það hundleiðinlegt.“
Af hverju var það leiðinlegt?
„Ég er mikið fyrir tölur og stað-
reyndir en auglýsingastofur byggja
mikið á tilfinningu.
Á þeim tíma var mér boðið að
verða forstjóri uppáhaldsknatt-
spyrnuliðsins míns, Brøndby í
Kaupmannahöfn. Á Norðurlönd-
unum er Brøndby eitt stærsta vöru-
merkið í íþróttum og er skráð í
kauphöll. Mamma var hjá mér þegar
mér var boðið starfið. Hún sagði við
mig: „Þetta er það sem þig hefur
dreymt um alla ævi, að verða sigur-
vegari í fótbolta.“ Þannig að ég ákvað
að slá til. Við unnum einmitt titilinn
í dönsku deildinni á dögunum.
Blessunarlega, verð ég að segja,
var mér sagt upp störfum eftir 16
mánuði í starfi. Við stjórnarformað-
urinn höfðum ólíkar hugmyndir um
hvert stefna skyldi. Eftir það hefur
mér þrisvar verið boðið að koma
aftur og nú sit ég í stjórn Brøndby
og Boozt er aðalauglýsandi liðsins.
Við tók erfiður tími. Það var í
öllum blöðunum að ég hefði verið
rekinn. Margir spurðu hver mín
næstu skref yrðu. Ég ákvað að fara
til Nepal í göngu upp á Mount Ever-
est til að gefa mér rými til að hugsa
minn gang. Þegar ég sneri til baka
vissi ég að ég vildi stýra litlu fyrir-
tæki, helst í tækni, sem ég gæti átt
ágætan hlut í. Ef fyrirtækið yrði
verðmætt myndi ég njóta ávaxt-
anna.
Skömmu síðar leitaði stjórnandi
vísisjóðs til mín og spurði hvort ég
vildi taka við Boozt. Ég sé ekki eftir
því.“ n
80
70
60
50
40
30
20
10
0
✿ Tekjur Boozt
í milljörðum króna
2016 2017 2018 2019 2020 2021*
Tekjurnar voru umreiknaðar úr sænskum krónum
yfir í íslenskar miðað við gengið í gær. *Spá Boozt
Heimild: Ársskýrslur Boozt.
kontakt@kontakt.is I 414 1200 I www.kontakt.is
FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF
Ein elsta starfandi bókaútgáfa
landsins er til sölu.
Bókaútgáfan Setberg hefur verið í eigu sömu
fjölskyldu frá 1950. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í
útgáfu barnabóka síðustu ár og hefur velta verið
á bilinu 30-50 m.kr.
Árlega eru gefnir út um 20 titlar, að mestu
þýðingar á erlendum titlum og er dreifing góð í
bókabúðir og helstu verslanir. Síðasta rekstrarár
útgáfunnar var mjög gott og eru ágætis horfur
framundan með nýjum möguleikum í rekstri.
MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 16. júní 2021