Fréttablaðið - 16.06.2021, Page 38

Fréttablaðið - 16.06.2021, Page 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid. is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Krakkarnir í Velvet spiluðu aldrei neitt lag tvisvar eins, svo við höfum það líka til hliðsjónar og gefum okkur skáldaleyfi til að útsetja lifandi flutning okkar í eintómum fíling. stod2.is Félagarnir í The After Hour munu í kvöld flytja lög hljóm­ sveitarinnar Velvet Under­ ground. Þeir hafa sökkt sér í allar upptökur sem þeir hafa komist yfir til að fullkomna taktana fyrir tónleikana. Í kvöld munu félagarnir í The After Hour f lytja tónlist hinnar goð­ sagnakenndu hljómsveitar The Velvet Underground á Kex hostel. Í félagsskapnum The After Hour eru þeir Ryan Van Kriedt, Hallberg Daði Hallbergsson úr Brian Jonestown Massacre, Kristinn Gunnar Blön­ dal einnig þekktur sem KGB, Teitur Magnússon og Símon Rúnarsson. „Við höfum gaman að því að hitt­ ast og spila þessi lög svo við ákváð­ um að deila gleðinni með fleirum á Kexinu í kvöld,“ segir Hallberg. Önnur stærðargráða Hafið þið áður verið að vinna að tón- list saman? „Já, ekki allir saman en við Ryan höfum auðvitað unnið saman í Jonestown Massacre,“ svarar Hall­ berg. „Og við KGB höfum leikið saman í Justman, sólóverkefni Kristins,“ bætir Teitur við. Þeir hafa lítið verið í ábreiðunum hingað til og meira verið í eigin frumsömdu tónlist. „Við Ryan héldum einu sinni þannig tónleika í Lag unitas, heimabæ Ryans í Kaliforníu, en þetta verður í fyrsta sinn sem við gerum eitthvað af þessari stærðar­ gráðu,“ útskýrir Hallberg. „Ég hef ekki haldið neina svona heiðurstónleika áður og vissulega er ákveðin togstreita hvað varðar slíka viðburði innan bransans en við gátum bara ekki haldið í okkur og kófið kallaði á þetta,“ segir Teitur. Einlægnin í íróníunni Hvað kom til að þið ákváðuð að halda þessa tónleika í sameiningu? „Hugmyndin var mín. Við vorum að hittast og spila saman Lou Reed­ lög í kófinu og ég stakk upp á að við myndum heiðra karlinn á áttræð­ isafmælinu í mars 2022. Síðan byrj­ uðum við á Velvet katalóknum og komumst að því að það var af nógu Dulúðin og hráleikinn heilla Hallberg og Teitur, en sá síðarnefndi heldur á Vox Phantom, samskonar bassa og John Cale átti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. Hljómsveitin árið 1970 en það urðu vissulega mannabreytingar í gegnum tíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Steingerður Sonja Þórisdóttir steingerdur @frettabladid.is að taka þar svo við bókuðum tón­ leika á Kexinu með mánaðar fyrir­ vara og hófum stífar æfingar,“ segir Teitur. Félagarnir eru snöggir til svars þegar þeir eru inntir eftir því hvað það er sem er svo heillandi við hljómsveitina. „Dulúðin, hráleikinn og einlægnin í íróníunni,“ svarar Teitur. „Sándið, stíllinn, neyslan, ógæfan, lúkkið, mystíkin. Þarna fæddist kúlið,“ segir Hallberg. Hallberg hefur verið mikill aðdá­ andi hljómsveitarinnar í sextán ár. „Svo fékk Ryan hana með móður­ mjólkinni,“ segir Hallberg. Teitur sökkti sér fyrst af alvöru í verk sveitarinnar í gegnum verk­ efnið. „Ég veit að KGB er búinn að hlusta á sveitina lengi. Hún hefur verið á radarnum hjá mér en ég viðurkenni að ég hef fyrst verið að sökkva tönn­ unum í heildarverk sveitarinnar í gegnum þetta verkefni, The After Hour.“ Leggja allt í sölurnar Þeir hafa undirbúið sig fyrir tónleik­ ana með því að horfa á upptökur af sveitinni að spila. „Við erum örugglega búnir að hlusta á allt „live“ efni sem til er með Velvet Underground og erum við oft að blanda saman stúdíó­útgáfum og „live“­útgáfum, tvinna saman bræð­ ing að okkar skapi. Krakkarnir í Vel­ vet spiluðu aldrei neitt lag tvisvar eins, svo við höfum það líka til hlið­ sjónar og gefum okkur skáldaleyfi til að útsetja lifandi flutning okkar í eintómum fíling,“ segir Hallberg. „Þess má til gamans geta að ég gróf upp gamlan bassa, Vox Phant­ om, þegar við vorum byrjaðir að æfa. Ég nefndi þá við strákana að ég væri með svona Vox skrípildi í við­ gerð og þeir sendu mig rakleitt að ná í kvikindið. Ég kom um hæl með skepnuna og þeir sýndu mér mynd af John Cale með eins bassa. Ég er bara gjörsamlega dolfallinn. Þetta er búið að vera mikill skóli fyrir mig enda er ég aðallega gítarleikari en ég hef gaman af áskorunum,“ bætir Teitur við. Farið þið alla leið með lúkkið og stemninguna? „Já, danshópurinn Kviðsystur mun stíga gógódans, myndefni varpað á vegg og selskapurinn legg­ ur allt í sölurnar,“ segir Hallberg. Það er frítt inn á tónleikana sem munu hefjast klukkan 20.00 á Kex hostel í kvöld, og ættu aðdáendur sveitarinnar ekki láta þá fram hjá sér fara. n 26 Lífið 16. júní 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.