Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 3

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 3
XII. ÁRG. JÚLÍ 1963 ASGABBDR ÚTGEFANDI: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. RITNEFND: Guðjón B. Baldvinsson, Haraldur Steinþórsson (óbm.) og Júlíus Bjömsson. AFGREIÐSLA: Bræðraborgarstíg 9. Símar 13009 og 22877. Albýðuprentsmiðjan h.f. Merkum áfanga náð Hinn 3 júlí s. 1. kvað Kjaradómur upp dóm um þau atriði, sem ekki náðist sam- komulag um við ríkisstjórnina í viðræðum þeim, sem fram fóru í vetur um kjaramál starfsmanna ríkisins. Aður höfðu tekizt samningar um, að fjöldi launaflokka skuli vera 28, í stað 15 áður, og einnig um, hvaða stöður skuli vera í hverjum launaflokki. Dómur Kjaradóms kveður á um launafjárhæð í hverjum flokki, aldurshækkanir, vinnutíma, kaup fyrir yfirvinnu, vaktaálag o. fl. Sá samningur og dómsúrskurður, er að framan greinir, öðlast gildi frá og með 1. júlí s. 1., en þá voru launalögin úr sögunni og önnur ákvæði í lögum um laun starfs- manna rikisins, vinnutima og yfirvinnukaup. Hér hafa því orðið mikil þáttaskil í kjara- málum opinberra starfsmanna. í kröfum samtakanna var markið sett hátt, og hefur vissulega verið keppt að því að ná sem mestu af kröfunum fram. Á hinn bóginn var aldrei við því að búast, að gengið yrði að öllum kröfum bandalagsins. Slíkt er óþekkt í kjarabaráttu. Eigi að síður hljótum við að una úrslitunum allvel, þar sem samkomulagið og niðurstöður Kjara- dóms fela í sér verulegar kjarabætur. Við hljótum einnig að fagna því, að sú heildar- stefna, sem mótuð var með kröfum B. S. R. B., hefur náð fram að ganga. Sjálfu samningastarfinu og málflutningi fyrir Kjaradómi er lokið, en mikið starf er fram undan við framkvæmd samninganna, þ. e. skipun einstakra manna í launa- flokka. Jafnframt fer fram undirbúningur að nýjum kjarasamningum bæjarstarfsmanna um land allt. Samkvæmt lögunum um kjarasamninga opinberra starfsmanna fara félög bæjarstarfsmanna hvert um sig með samningsgerð við hlutaðeigandi bæjarstjórn- ir. Á hinn bóginn hafa félög bæjarstarfsmanna náið samstarf og hefur sameiginlegur undirbúningur farið fram á vegum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Munu heildarsamtökin gera allt, sem unnt er, til þess að styrkja samningsaðstöðu félaga bæjarstarfsmanna. Undirbúningur fyrstu kjarasamninganna hefur tekið heilt ár. A þessu tímabili hefur verið unnið mikið starf í einstökum félögum og heildarsamtökum opinberra starfsmanna. Samtökin færa öllum þeim, sem lagt hafa á sig mikið og erfitt starf vegna þessara mála, sérstakar þakkir. K. Th. ÁSGARÐUR 3

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.