Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 12
greiddur er fyrir unnin störf á tímanum kl. 19—
8. Við útreikning á álagi þessu er miðað við árs-
laun í launaflokki viðkomandi starfsmanns mið-
að við 3ja ára starfsaldur, deilt með árlegum
vinnustundafjölda hans, þ. e. 1872 hjá þeim sem
hafa 36 stunda vinnuviku og hlutfallslega hjá
öðrum. Þó skal deilitalan aldrei vera hærri en
2100.
Þeir starfsmenn, sem eiga vinnuvöku á sunnu-
degi, eiga rétt á frídegi í sömu viku þannig, að
næturhvíld komi jafnan fyrir og eftir frídag-
nn eða eigi minna en 36 klst. samfleytt.
Fyrir vinnuvöku á almennum frídögum öðr-
um en sunnudögum komi jafnmargir orlofsdagar
auk greiðslu, er nemi hálfu dagkaupi fyrir hvern
frídag, nema starfsmenn njóti nú betri kjara, þá
haldast þau. Aukaorlofsdaga skv. þessari grein
er heimilt að veita á öðrum árstíma en venju-
legum orlofstíma.
18. gr.
Fyrir hverjar 3 klst. á gæzluvakt (bakvakt)
komi einnar klst. frí eða greiðsla, sem þeim tíma
nemur miðað við dagvinnukaup.
Sé starfsmaður á gæzluvakt kallaður til starfa,
fær hann greitt fyrir þann tíma yfirvinnukaup.
19. gr.
Árslaun kennara eru miðuð við 9 mánaða
kennslutíma minnst, en lækkar um heildar-
árslauna fyrir hvern mánuð, sem kennslutím-
inn er skemmri.
Laun skólastjóra og kennara við gagnfræða-
skóla og aðra framhaldsskóla og skólastjóra
bamaskóla er starfa í
8 mánuði, skal miða við 9 mánaða starf
7 mánuði, skal miða við 8 mánaða starf
6 mánuði, skal miða við 7 mánaða starf
Eigi skal þessi lenging tímans, sem laun eru
miðuð við, hafa áhrif á daglega (vikulega)
kennsluskyldu kennara frá því, sem nú er, en
tilkall á skólinn til starfa kennara fyrir og eftir
hinn árlega, reglulega kennslutíma, sem þess-
ari lenging tímans nemur, ef þörf krefur.
Sé árlegur starfstími skóla styttri en 6 mán-
uðir skulu launin vera hlutfallsleg miðað við 6
mánaða skóla.
20. gr.
Menntamálaráðuneytið ákveði í samráði við
fjármálaráðuneytið og BSRB sérstaka þóknun
þeim skólastjórum, sem hafa á hendi stjórn í
tví- eða þrískipuðum skólum.
21. gr.
Ríkisstarfsmenn eiga ekki rétt til greiðslu
þóknunnar fyrir yfirvinnu, nema hlutaðeigandi
yfirmaður hafi sérstaklega óskað þess að sú vinna
yrði af hendi leyst. Yfirmaður skal árita alla
reikninga fyrir yfirvinnu og geta ástæðu fyrir
nauðsyn hennar hverju sinni.
Starfsmenn, sem taka laun samkvæmt 19.
launaflokk eða hærri flokki, eiga ekki rétt á
greiðslu fyrir yfirvinnu. Sama gildir um for-
stöðumenn, sem taka laun skv. lægri launaflokk-
um, svo og þá starfsmenn, sem hafa aðstöðu til
að ákveða sjálfir, hvort yfirvinna skuli unnin.
Undantekningar frá ákvæðum 2. mgr. má gera,
þegar sérstaklega stendur á, enda komi til sam-
þykki hlutaðeigandi ráðuneytis að höfðu sam-
ráði við fjármálaráðuneytið. í þeim tilvikum,
sem um ræðir í þessari grein, er heimilt að
greiða þóknun fyrir yfirvinnu í öðru formi en
um ræðir í 13. gr.
22. gr.
Þegar aldurshækkanir eru ákveðnar, skal taka
tillit til starfsaldurs hlutaðeigandi starfsmanns
við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu.
Þá segir svo í bréfi varnaraðila til dómsins
dags. 26. f. m.:
„Að gefnu tilefni tekur varnaraðili fram, að
hann telur rétt, að 7V2% kauphækkun, sem ým-
is stéttarfélög hafa samið um í þessum mánuði
og ýmsum öðrum félögum mun standa til boða,
felist í þeim launastiga, sem dómurinn ákveður.“
II.
Höfuðrökum sóknaraðila að því er varðar
launakröfur, lýsa umboðsmenn hans í greinar-
gerð m. a. þannig: „undanfarin ár hefur sívax-
andi óánægju gætt meðal ríkisstarfsmanna með
launakjörin. Ríkisstarfsmenn eru yfirleitt verr
launaðir en menn, sem vinna sambærileg störf
hjá öðrum. Lítið tillit hefur verið tekið til ábyrgð-
ar, menntunar og sérhæfni starfsmanna. Hefur
þessi óánægja m. a. leitt til þess, að einstakir
hópar ríkisstarfsmanna hafa sagt upp störfum
samtímis".
Að því er varðar höfuðrök sóknaraðila fyrir
kröfum sínum um styttan vinnutíma, komast
umboðsmenn hans m. a. þannig að orði: „Sókn-
araðili telur eðlilegt og sjálfsagt, að við kröfu-
gerð í þessu efni sé því gaumur gefinn, hver
þróunin er í öðrum menningarlöndum um vinnu-
12 ÁSGARÐUR