Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 13

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 13
öryggi og vinnuvernd, en þar er vinnutími einn aðalþátturinn. Virðist það hafið yfir deilur, að ráðandi grundvallarsjónarmið í þeim efnum sé það, að tækni og vinnuhagræðing eigi að koma starfsfólki til góða á þann veg einkum að létta erfiði eða áreynslu við störfin eða og stytta daglegan og vikulegan starfstíma. Er þá um leið höfð í huga sú staðreynd, að nauðsyn beri til að lengja þann tíma, sem launþegi getur notað til hvíldar og menningarlífs“. Höfuðrök varnaraðila fyrir kröfum sínum og gegn kröfum og rökum sóknaraðila, að því er varðar laun koma m. a. fram í neðangreindum ummælum umboðsmanna hans í greinargerð: „Með þessum launastiga er ríkisstarfsmönnum boðin launahækkur, er nemur að meðaltali um 23% og er þá ekki tekið tillit til kjarabóta, sem boðnar eru fram í sambandi við vinnutíma og yf- irvinnu. Þá er óhætt að fullyrða, að ríkisstarfs- mönnum hafi hér verið boðnar miklu meiri kjarabætur en þeir hafa nokkru sinni áður feng- ið, auk þess sem hér er um sérhækkun til rík- isstarfsmanna einna að ræða, en ekki launa- hækkun í kjölfar annarra stétta eins og jafnan áður........ Launastigi sóknaraðila felur í sér kröfu um launahækkun, er nemur að meðaltali 81%, eða um 410 milljón króna hækkun á ári .... Að auki felst í kröfum sóknaraðila um vinnutímann og yfirvinnugreiðslur hækkun, sem nemur tug- um milljóna á ári. Er því hér um margfalt stór- tækari kröfugerð að tefla, en nokkru sinni áður hefur þekkzt hér á landi hjá nokkurri stétt, og mundu slíkar kröfur, ef á þær væri fallizt kalla fram risavaxnar kröfur um kjarabætur frá öðr- um stéttum. í launastiga sóknaraðila eru ýmsum láglauna- stéttum áskilin mun hærri laun en tíðkast hjá hliðstæðum starfshópum samkvæmt kjarasamn- ingum stéttarfélaga, en laun manna í hæstu launaflokkum eru sett hærra en nokkurs staðar þekkist í þessu þjóðfélagi . . . Hafa verður í huga, þegar kröfur sóknaraðila eru kannaðar, að á undanförnum áratug hafa opinberir starfsmenn fengið svipaðar kauphækkanir og aðrar stéttir þjóðfélagsins, svo þeir hafa á þessu tímabili ekki dregizt aftur úr launum, a. m. k. ekki svo neinu nemi . . . Launastigi varnaraðila er grundvallaður á þeim meginreglum, sem koma fram í 20. gr. laga nr. 55/1962, þ. e. kjörum launþega, er vinna við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu, kröfum, sem gerðar eru til menntunar, ábyrgðar og sér- hæfni og afkomuhorfum þjóðarbúsins." Höfuðrök varnaraðila gegn vinnutímakröfum sóknaraðila, eru þau m. a. „Slík stytting vinnu- tímans, sem hér er farið fram á. mundi kosta ríkissjóð stórfé og leiða til mikils ósamræmis milli ríkisstarfsmanna og annarra". III. Hinn 12. nóv. 1959 skipaði fjármálaráðherra nefnd til að athuga um undirbúning löggjafar um samningsrétt opinberra starfsmanna. Nefnd þessi vann að málinu um tveggja ára skeið og skilaði áliti til ríkisstjórnarinnar í nóvember- mánuði 1961. Af hendi ríkisstjórnarinnar var síðan lagt fram á Alþingi á árinu 1962 frumvarp til laga um kjara- samninga opinberra starfsmanna. Er frumvarp þetta byggt að nokkru á tillögum fyrrgreindrar nefndar. Frumvarp þetta hlaut samþykki Al- þingis og var gefið út sem lög nr. 55/1962. Með lögum þessum var í fyrsta sinn hér á landi lögfestur samningsréttur opinberra starfs- manna gagnvart ríkisvaldinu um laun og kjör. Samkvæmt ákvæðum 1. gr. laganna taka þau til starfsmanna, sem skipaðir eru, settir eða ráðn- ir í þjónustu ríkisins, rikisstofnana eða atvinnu- fyrirtækja þess, með föstum launum og minnst þriggja mánaða uppsagnarfresti, enda verði starf þeirra talið aðalstarf. Þó taka lögin eigi til iðn- aðarmanna, sjómanna, verkafólks né starfsfólks í iðjuverum, ef um kaup þeirra og kjör fer eftir kjarasamningum stéttarfélaga þeirra og vinnu- veitanda sbr. lög nr. 80/1938. Ekki taka lögin heldur til bankastarfsmanna og starfsmanna Al- þingis. I 2. gr. laganna er tekið fram, að fjármálaráð- herra fari með fyrirsvar ríkissjóðs að því er varðar kjarasamningana, og í 3. gr. er sagt, að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja fari með fyrirsvar ríkisstarfsmanna um kjarasamninga og aðrar ákvarðanir. I IV. kafla laganna er fjallað um Kjaradóm, er skera skuli úr ágreiningi milli aðila. I 20. gr. laganna segir, að Kjaradómur skuli við úrlausn sína m. a. hafa hliðsjón af: 1. Kjörum launþega, er vinna við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu. 2. Kröfum, sem gerðar eru til menntunar, ábyrgðar og sérhæfni starfsmanna. 3. Afkomuhorfum þjóðarbúsins. Dómur Kjaradóms, sá er nú gengur, gildir skv. ÁSGARÐUR 13

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.