Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Blaðsíða 6

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Blaðsíða 6
FL Byrjunar- Kaup á Kaup á Kaup á Eftir Eftir Kaup 2. ári 3. ári 4. ári 10 ár 15 ár 17. 11270 11890 12550 13240 13970 14730 18. 11890 12550 13240 13970 14730 15540 19. 12550 13240 13970 14730 15540 16400 20. 13970 14730 15540 16400 17300 21. 14730 15540 16400 17300 18250 22. 15540 16400 17300 18250 19260 23. 17300 18250 19260 20320 24. 19260 20320 21430 25. 22610 26. 23860 27. 25170 28. 26550 II. Vinnutími o. fl.: Vinnutími, svo og greiðsla fyrir yfirvinnu, verði ákveðin í samræmi við samþykkt Kjara- róðs um vinnutima o. fl. frá 2. febrúar 1963, svo- hljóðandi: 1. gr. Vikulegur vinnutími skal vera 40 stundir hjá eftirtöldu starfsfólki ríkis og ríkisstofnana: a) Þeim er starfa við birgðavörzlu, vöruaf- greiðslu, iðnað (iðjustörf), útivinnustörf, bréfburð, húsvörzlu, næturvörzlu, eldhús- störf, á verkstæðum, ríkisbúum og við önn- ur sambærileg störf, sem ekki falla undir aðra liði. Vinnutími þessara starfsmanna sé á dagvinnutimabilinu virka daga aðra en laugardaga. b) Lögregluþjónum, fangavörðum, slökkvi- liðsmönnum, tollvörðum, hjúkrunarkonum, aðstoðarfólk við hjúkrun, vélgæzlumönn- um, og við önnur hliðstæð störf, þar sem vinnuvöktum er skipt, en ekki eru talin annars staðar. 2. gr. Vikulegur vinnutími skal vera 38 stundir hjá þeim sem starfa i skrifstofum, teiknistofum, söfnum, við tollgæzlu, þegar ekki eru vinnu- vökur, eftirlitsstörf og önnur hliðstæð störf. Daglegur vinnutími sé á tímabilinu 9—17 virka daga nema 9—12 á laugardögum. Á tímabilinu 1. maí til 30. september skulu þessir starfshópar undanþegnir vinnu á laugar- dögum, en sé þess enginn kostur vegna fyrir- komulags vinnunnar, þá hefji þeir ekki vinnu fyrr en kl. 13 á mánudegi. Vinnutími yfir sum- armánuðina styttist sem þessu nemur. 3. gr. Vikulegur vinnutími skal vera 36 stundir hjá eftirtöldum starfshópum: a) Þeim er vinna reglubundnar vinnuvökur hjá Póst- og símamálastjórninni, ríkisút- varpinu, flugmálastjórninni og veðurstof- unn, enda séu þeir ekki taldir annars stað- ar. b) Sjúkrahúslæknum, sjúkraþjálfurum, þeim sem starfa við röntgen eða geislavirk efni og á rannsóknarstofum. 4. gr. Vikulegur kennslustundafjöldi kennara skal vera sem hér segir: a) í barnaskólum allt að 36 kennslustundir, en fækki í 30 stundir á því skólaári, sem kenn- ari verður 55 ára og í 24 stundir er hann verður sextugur. Lengd kennslustunda sé 40 mínútur. b) í gagnfræðaskólum, húsmæðraskólum, iðn- skólum og öðrum framhaldsskólum, sem ekki eru tilgreindir annars staðar, allt að 30 kennslustundir, en fækki í 25 stundir, er kennari verður 55 ára og í 20 stundir, er hann verður sextugur. Lengd kennslustunda sé 45 mínútur. c) I stýrimannaskóla og vélskóla allt að 27 kennslustundir, en fækki í 22 stundir, er kennari verður 55 ára og 17 stundir, er hann verður sextugur. Lengd kennslu- stunda sé 45 mínútur. d) I menntaskólum, kennaraskóla og sérgreina- skólum fyrir kennaraefni 24—27 stundir, en fækki í 22 stundir, er kennari verður 55 ára og 17 stundir, er hann verður sextugur. Lengd kennslustunda sé 45 mínútur. 6 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.