Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 4

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 4
BANDALAGSTÍÐINDI Málflutningur fyrir Kjaradómi Eins og fram kemur í greinargerð kjaradóms, þá var mál ríkisstarfsmanna þingfest 24. apríl s. 1. Kjararáð, sem lögum samkvæmt fer með mál- ið af hálfu B. S. R. B. tilnefndi sem málflytjend- ur þá Kristján Thorlacíus, Guðjón B. Baldvins- son og Harald Steinþórsson. Auk þess unnu að málinu Guðmundur Ingvi Sigurðsson sem lög- fræðilegur ráðunautur og þeir Hrólfur Asvalds- son og Ólafur Vilhjálmsson sem hagfræðilegir ráðunautar. Þann 6. maí lögðu málflytjendur fram kröfu- gerð og greinargerð sóknaraðila ásamt dóms- skjölum. 16. maí lagði svo málflytjandi ríkis- stjórnarinnar Jón Þorsteinsson fram kröfugerð og greinargerð varnaraðila. Fengu málflytjend- ur B. S. R. B. viku frest til að skila athugasemd- um sínum, sem reyndust löng greinargerð og var lögð fram 23. maí. Varnaraðila var síðan gefinn kostur á að skila athugasemdum sínum og gerði hann það 30. maí. Var þar með lokið hinum skriflega málflutningi, sem var all um- fangsmikill. Greinargerðir voru um 200 vélrit- aðar síður, og hafa öll bandalagsfélög fengið afrit af þeim. Dómsskjöl, sem lögð voru fram voru um 80. Krafa um 5 % hækkun frá 1. febrúar Stjórn B. S. R. B. samþykkti á fundi sínum 29. apríl s. 1. að gera kröfu til ríkisstjórnarinn- ar um 5% launahækkun til ríkisstarfsmanna frá 1. febrúar s. 1. með vísun til bráðabirgðaákvæða í lögum nr. 55/1962 um samningsrétt opinberra starfsmanna. Samkomulag tókst ekki um afgreiðslu þess- arar eðlilegu og sjálfsögðu kröfu, þótt vitað sé, að um 90% af stéttarfélögum hefur fengið þessa launahækkun. Málið fer því til úrskurðar Kjara- dóms. 3. júlí var mál þetta þingfest hjá Kjaradómi og fengu aðilar frest til 29. júlí að skila greinargerð- um. Innheimta á skatti til B. S. R. B. A síðasta bandalagsþingi var aukin skatt- greiðsla til B. S.R. B. og ákveðið að hún skyldi vera 3%c — þrjú promille — af föstum launum. Var þetta óhjákvæmilegt vegna stórhækkaðs reksturskostnaðar vegna samninganna. Fyrirkomulag innheimtu hefur verið nokkuð mismunandi hjá einstökum bandalagsfélögum. Algengast er, að skattur til B. S. R. B. hafi þegar verið greiddur fyrir fyrri hluta ársins, en síð- ari hlutinn verði greiddur þegar hin nýju laun verða komin til framkvæmda. Félögin hafa sum þegar innheimt félagsgjald það, sem þau hafa til sinnar starfsemi. Verður reynt að lokinni síðustu greiðslu að gefa hverjum heildarkvittun fyrir félagsgjaldi sínu. Allar nánari upplýsingar um þetta gefur skrifstofa B. S. R. B. Bræðraborgarstíg 9, símar 13009 og 22877. Mótmæli til útvarpsráðs „Stjórn B. S. R. B. mótmælir harðlega þeirri ákvörðun meirihluta útvarpsráðs að bregða útaf þeirri venju, að formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja og forseti Alþýðusambands Islands flytji ávörp í dagskrá útvarpsins 1. maí. Stjórn B. S. R. B. telur þessa ákvörðun frek- lega skerðingu á þeim réttindum launþegasam- takanna, sem þau hafa notið um langt skeið.“ Samþykkt með 10 atkv. gegn einu á fundi 29 apríl. 4 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.