Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Blaðsíða 25

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Blaðsíða 25
ar með sama hætti og tíðkazt hefur: 1. maí, fyrsti mánudagur í ágúst, 1. desember og laugardagur fjrrir páska. 7. grein. Yfirvinna telst hver sú vinna, sem fer fram yfir hinn venjulega daglega vinnutíma. Skipt- ist hún í eftirvinnu, næturvinnu og helgidaga- vinnu. Til eftirvinnu teljast tvær fyrstu klukkustund- irnar, eftir að tilskildum dagvinnutíma eðö vökutíma lýkur, þó ekki á tímabilinu frá kl. 19,00 til kl. 8,00, og auk þess vinna, sem innt er af hendi á dagvinnutíma umfram vikulega vinnu- tímaskyldu. Næturvinna telst frá kl. 19,00 eða frá lokum eftirvinnutímabils ,ef fyrr er, til byrjunar næsta dagvinnutímabils. Helgidagavinna telst sú vinna, sem unnin er frá kl. 13,00 á laugardegi til kl. 8,00 á mánu- dagsmorgni og á öllum frídögum, sem um hefur verið getið hér að framan, sbr. 6. gr. 8. grein. Yfirvinnu skal greiða með álagi á venjulegt dagvinnutímakaup. Eftirvinnu svo og matartíma á tímabilinu frá kl. 8,00 til kl. 19,00, ef unnir eru, skal greiða með 60% álagi miðað við dagvinnukaup, en unnir nætur- og helgidagatímar með 100% álagi mið- að við dagvinnukaup. Dagvinnutímakaup hvers starfsmanns skal fundið með því að deila með tölunni 150 í föst mánaðarlaun viðkomandi launaflokks miðað við 6 ára starfsaldur. Öll yfirvinna skal greidd eftir á í einu lagi fyrir hvern mánuð. Þegar starfsmaður er kallaður til vinnu, sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans, skal greitt yfirvinnukaup í að minnsta kosti tvær klukkustundir, nema reglulegur vinnutími hans hefjist innan tveggja klukkustunda, frá því hann fór til vinnu. Hafi maður unnið að minnsta kosti 6 klukku- stundir í næturvinnu, og haldið áfram vinnu á föstum venjulegum vinnutíma sínum, ber hon- um næturvinnuálag fyrir þann tíma. 9. grein. Skylt er starfsmanni að vinna þá yfirvinnu, sem yfirmaður hans telur nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, öðrum en þeim, sem gegnir öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur þriðjungi af tilskildum, vikulegum vinnutíma. Yfirvinnuskylda póst- manna haldizt þó óbreytt frá þvi, sem nú er. 10. grein. Þar, sem unnið er á reglubundnum vinnuvök- um, skal varðskrá, er sýni vinnutíma hvers starfs- manns, samin fyrirfram fyrir a. m. k. einn mán- uð í senn. Við samningu varðskrár skal þess gætt, að helgidagavinna skiptist sem jafnast á starfsmenn. 11. grein. Hámarkslengd hverrar vinnuvöku skal vera 9 klukkustundir, og skulu þá líða minnst 9 klukkustundir til næstu vinnuvöku. Núgildandi sérreglur um vinnuvökur skulu haldast óbreytt- ar. Þeir, sem vinna á reglubundnum vinnuvökum, skulu fá 33% álag á þann hluta launa, sem greiddur er fyrir unnin störf á þeim tíma, er fellur utan venjulegs dagvinnutíma. Við útreikn- ing á álagi þessu skal miða við föst mánaðarlaun í viðkomandi launaflokki miðað við 6 ára starfs- aldur og deila í mánaðarlaunin með 150 til að finna dagvinnutímakaupið. Þeir, sem vinna vinnuvökur á sunnudögum, eiga rétt á leyfi í sömu viku, þannig að nætur- frí komi jafnan fyrir og eftir frídaginn eða eigi minna en 36 klukkustundir samfieytt. Fyrir vinnuvöku á almennum fridögum, öðr- um en sunnudögum, komi jafnmargir frídagar, og er heimilt að veita þá á öðrum árstíma en hinum venjulega orlofstíma. Njóti starfsmenn nú betri kjara haldast þau. 12. grein. Fyrir hverjar þrjár klukkustundir á gæzluvakt komi einnar klukkustundar frí eða greiðsla, er þeim tíma nemur, miðað við dagvinnukaup. Sé starfsmaður á gæzluvakt kaUaður til starfa, fær hann greitt yfirvinnukaup fyrir þann tíma. 13. grein. Arslaun kennara skulu miðuð við 9 mánaða kennslutíma minnst, en lækka um liz heildar- árslauna fyrir hvern mánuð, sem kennslutím- inn er skemmri. Laun skólastjóra og kennara við gagnfræða- ÁSGARÐUR 25

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.