Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Page 5

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Page 5
24. ÞING B.S.R.B Sunnudaginn 2. október 1966 var 24. þing B.S.R.B. sett í Súlnasal Hótel Sögu. Formaður bandalagsins, Kristján Thor- lacius, setti þingið kl. 13.45. Bauð hann fulltrúana velkomna til þings og minntist síðan látinna forustumanna, er andazt hafa frá því, er síðasta bandalagsþing' var haldið, en þeir voru þessir: Sveinbjörn Oddsson, Akranesi, Þórhallur Pálsson, borgarfógeti, Kristján Jakobsson, póstmaður, Kristinn Armannsson, rektor, Guðmundur Jónsson, símaverkstjóri, Stefán Jónsson, rithöfundur, kennari, Egill Hjörvar, eftirlitsmaður og Torfi Vilhjálmsson, Akureyri. Risu fundarmenn úr sætum til virðing- ar hinum látnu. Ávörp gesta. Formaður B.S.R.B. bauð gesti þingsins velkomna. Kveðjur og árnaðaróskir fluttu þessir: Jón Snorri Þorleifsson, frá Alþýðu- sambandi Islands, Henry Hálfdánarson, frá Farmanna- og fiskimannasambandi ís- lands, Sigurður Örn Einarsson, frá Sam- bandi íslenzkra bankamanna og Kristján Karlsson frá Stéttarsambandi bænda. Formaður B.S.R.B., Kristján Thorlacius þakkaði gestunum árnaðaróskir og góðar kveðjur. Afgreiðsla kjörbréfa. Formaður kjörbréfanefndar, Einar Ól- afsson, gerði grein fyrir kjörbréfum. 28 bandalagsfélög áttu rétt á að senda full- trúa, en 27 sendu kjörbréf. Stefán Árnason forseti þingsins í ræðustól. Las formaður kjörbréfanefndar fulltrúa- skrána og lagði síðan til, að kjörbréfin yrðu samþykkt. Var tillaga hans samþykkt í einu hljóði. Á þinginu áttu sæti 123 fulltrúar. Kjörnir forsetar og ritarar. Forseti var kosinn Stefán Árnason, Starfsmannafélagi Vestmannaeyja. Fyrsti varaforseti Teitur Þorleifsson, Sambandi íslenzkra barnakennara. Annar varaforseti Eiríkur Pálsson, Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Aðalritarar voru kosnir Halldór Ólafs- son, Félagi opinberra satrfsmanna, Isa- ÁSGARÐUR 5

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.