Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 12

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 12
Samþykktar tillögur og ólyktanir á 24. þingi B. S. R. B. 2.-5. okt. 1966. Frá starfskjaranefnd. I. Uppsögn samninga. 24. þing B.S.R.B. lýsir sérstakri óánægju sinni vegna meðferðar þeirrar, sem kjaramál opin- berra starfsmanna hafa fengið á undanfömum árum. Sniðgengið hefir verið það lagaákvæði um Kjaradóm, að við úrlausnir hans á kjarasamn- ingum og endurskoðun þeirra skuli höfð hlið- sjón af kjömm launþega, er vinna sambærileg störf hjá öðmm en ríkinu. Kjör þau, sem opin- berir starfsmenn foúa við, eru nú allsendis óvið- unandi, og kemur það m. a. fram í skorti hæfra starfsmanna í ýmsum greinum. Úrbætur í þessu efni eru ekki einkamál opinberra starfsmanna, heldur hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Þingið telur, að segja beri upp núgildandi kjarasamningum opinberra starfsmanna, og beinir því til bandalagsfélaga og stjómar að hefja þeg- ar undirbúning að kröfugerð í væntanlegum samningum. Þingið vill benda á eftirtalin atriði, sem leggja beri áherzlu á: 1. f kröfugerð verði tekið tillit til raunvem- legra launa á frjálsum vinnumarkaði, þar með taldar greiðslur umfram ákvæði kaup- samninga og kaup í ákvæðisvinnu. Má t. d. Allsherj amef nd: Ingimar Jónasson, Fél. starfsm. stjómarráðsins. Friðrik Stefánsson, Starfsm.fél. Siglufjarðar. Karl Guðjónsson, Samb. ísl. barnakennara. Sigurjón Björnsson, Póstmannafélag íslands. Ævar fsberg, Skattstjórafélag íslands. Kjömefnd: Jón Kárason, Félag íslenzkra símamanna. Haraldur Steinþórsson, Landssb. framh.skólak. Ólafur Bjömsson, Fél. starfsm. Háskóla íslands. Svavar Helgason, Samband ísl. barnakennara. Þórhallur Halldórsson, Starfsmíél. Rvíkurb. benda á, að í ágúst 1965 reyndist svonefnt launaskrið hjá verzlunar- og skrifstofufólki í einkaþjónustu í Reykjavík 5 til 14% í lægri laimaflokkum samkvæmt athugun Hagstof- unnar. 2. Leggja ber sérstaka áherzlu á, að föst laun í lægstu launaflokkum nægi fyrir því, sem hægt er að telja lífvænleg kjör. Má t. d. minna á, að samkvæmt útreikningi Hagstofu íslands voru mánaðarútgjöld vísitölufjöl- skyldu í Reykjavík kr. 10.580,00 í júlíbyrjun s. 1. eða líkt og byrjunarlaun í 13. Ifl. nú í september, og er þá miðað við núgild- andi vísitöluútreikning. En í 12 lægstu launa- flokkunum munu vera um 30% ríkisstarfs- manna. 3. Eiftirvinna, nætur- og helgidagavinna verði greidd með 100% álagi. Vökuvinnuálag er víða mun hærra en 33%, og ber að krefjast hækkunar á því. 4. Leiðréttingar verði gerðar á skipun þeirra starfa í launaflokka, sem vanmetin eru miðað við önnur störf. Verði af báðum samnings- aðilum leitast við að taka upp kerfisbundið starfsmat. Starfsheiti verði £ sem nánustu samræmi við störfin, sem innt eru af hendi. Starfsmönnum verði alls staðar, þar sem því verður við komið, gefinn kostur á viðbótar- fræðslu og námi, er veiti rétt til launahækk- ana. Aldurshækkanir verði örari en verið hefur, svo að full laun náist á 10 árum. f störfum, þar sem framamöguleikar eru tak- markaðir, verði auk aldurshækkana veitt viðurkenning fyrir langa þjónustu með per- sónuuppbótum. 5. Þingið ítrekar fyrri kröfur bandalagsins um styttingu vinnuvikunnar, sérstaklega hjá þeim, sem nú hafa lengstan vinnutíma, enn- fremur hjá eldri starfsmönnum, einkum í erfiðum störfum, t. d. vökuvinnu. Skal til dæmis bent á, að vinnuvika hjá skrifstofu- fólki er nú lengri en hún var fyrir 1950. Vinna verði felld niður á laugardögum yfir 12 ÁSGARÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.