Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 15

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 15
Allsherjarnefnd fjallar um orlofsheimilamál. lagsstjórninni að verja af tekjum bandalagsins allt að 400 þúsund krónum á næstu tveimur árum. Jafnframt felur þingið stjórninni að leita eftir stuðningi ríkisins við mál þetta með fram- lagi til þess í fjárlögum. Þá felur þingið bandalagsstjórn og Kjararáði svo og stjórnum bæjarstarfsmannafélaga að leit- ast við að fá inn í næstu samninga ríkis- og bæjarstarfsmanna ákvæði um framlag til orlofs- heimilasjóða bandalagsfélaganna hliðstætt slík- um ákvæðum í kjarasamningum ýmissa verka- lýðsfélaga. Frá útbreiðslu- og frœðslumálanefnd. I. 24. þing B.S.R.B. telur, að mjög væri gagnlegt, að bandalagið hefði í þjónustu sinni fræðslu- fulltrúa, sem annaðist upplýsingar og fræðslu fyrir bandalagsfélögin um hagsmunamál þeirra, s. s. kjara- og skipulagsmál. Teldist æskilegt og raunar nauðsynlegt, að fulltrúinn kæmi á al- menna félagsfundi í hverju bandalagsfélagi eigi sjaldnar en einu sinni á ári og fræddi félags- menn um allt hið nýjasta á vettvangi stéttar- málefna og svaraði fyrirspurnum þar að lútandi. Yrði þetta sjálfsagt til að glæða félagslífið, ekki sízt í hinum smærri félögum, og vekja almenna félagshyggju. Einnig væri æskilegt, að fræðslufulltrúinn annaðist fréttaflutning og kynningarstarfsemi í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, svo að tryggt væri, að málsstaður opinberra starfsmanna yrði ekki affluttur. Ennfremur virðist einsýnt, að þess- um starfsmanni yrði falið að sjá um undirbún- ing og framkvæmd námskeiða (sbr. fjárhags- áætlun) á svipuðum grundvelli og gert er ráð fyrir í áliti stjórnskipaðrar nefndar frá 11. jan. 1963. Því mælir þingið eindregið með ráðningu slíks starfsmanns, sé þess nokkur kostur. II. 24. þing B.S.R.B. áréttar samþykkt frá síðasta bandalagsþingi, að því er varðar útgáfu á tíma- riti samtakanna, Asgarði, og þá sérstaklega ráðn- ingu ritstjóra, er væri eingöngu starfsmaður bandalagsins. Til athugunar væri, hvort ritstjórnarstarfið samrýmdist starfi fræðslufulltrúa, sem önnur til- laga útbreiðslu- og fræðslunefndar fjallar um. Frá fjárhagsnefnd. I. Þingið ákveður, að skattgreiðslur til banda- lagsins fyrir árin 1967 og 1968 skuli vera óbreytt- ar, eða 0,3% af föstum launum félagsmanna. n. Þingið samþykkir, að bandalagsfélög, sem ann- ast sjálf kjarasamninga samkvæmt 46. gr. laga B.S.R.B., fái endurgreidda frá bandalaginu % hluta af launum samninganefndarmanna, enda séu þeim greidd laun eftir sömu reglum og kjararáðsmönnum og reikningsupphæðin sé að öðru leyti eðlileg að dómi stjórnar B.S.R.B. Þurfi bandalagsfélög við samningsgerð á sér- fræðiaðstoð að halda, sem B.S.R.B. getur ekki látið í té, skal sú aðstoð greidd úr sjóði banda- lagsins, enda hafi stjórn B.S.R.B. fallizt á. að þeirrar aðstoðar sé leitað. ÁSGARÐUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.