Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Síða 22

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Síða 22
Ýmislegt bar á góma í umræðum, m. a. þau sérréttindi kvenna að eiga rétt á að vera fjarverandi með fullum launum vegna barnsburðar. Baldur Pálmason orti þá: Ef Valborg fær að fara heim og fæða börn í hrönnum, heimtar Páll að hossa þeim og hætta spádómsönnum. Valborg svaraði vísu þessari strax með annarri: Gætu karlar gengið með böm og gegnt öllum mæðrastörfum, mundi ég færa fyrir því vörn að frí þeir hlytu að þörfum. Umræður urðu fjörugar á köflum, og sumir kveiktu í öðrum, eins og þessi vísa Halldórs Ólafssonar ber með sér: Enginn getur eins og Teitur yljað fundarmannablóð. Ætíð blossar eldur heitur, ef hann kastar spreki á glóð. Undir umræðum um kjör vaktavinnu- fólks orti Hermann Jónsson: Fornri vaktavinnunauð Valborg náði gleyma. Étur nú sitt jólabrauð í Jesú nafni heima. Ritarar þingsins leystu verk sitt af hendi með prýði og virðist samstarf þeirra hafa verið með ágætum, eins og fram kemur í þessari vísu annars aðalritara: Þingið hefur heppnast vel hygg ég okkar flestra mat, og „glaður drykki ég dauða og hel“ fyrir dömuna, er hjá mér sat. Nú er rétt að fara að slá botn í vísna- flóðið, og er tilhlýðilegt að enda á þess- ari vísu Friðriks Stefánssonar frá Siglu- firði: Tilefni okkar þings er þörfin, þrenging á lífsins vetri. Vonandi einnig verða störfin vísunum okkar betri. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF. Iðnaðarbanki Islands hf., Lœkjargötu lOb, Reykjavík, Sími 20380. Iðnaðarbanki Islands hf., ÚTIBÚ, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Sími 50980. IðnaSarhanki íslands hf., ÚTIBÚ, Geislagötu 14, Akureyri. Sími 21200. BANKINN annast hvers konar bankastarfsemi innan lands. L 22 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.