Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 25

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Blaðsíða 25
Síðasti stjórnarfundur fráfarandi stjórnar. Talið frá vinstri: Jakob Jónsson, Anna Loftsdóttir, Ágúst Geirsson, Guðjón B. Baldvinsson, Haraldur Steinþórsson, Kristján Thorlacius, formaður, Magnús Eggertsson, Teitur Þor- leifsson, Einar Ólafsson, Valdimar Ólafsson, Sigurður Ingason og Ingibergur Sæmundsson. Á myndina vantar Júlíus Björnsson, Bjarna Sigurðsson, Þorstein Óskarsson og Sigurð Sigurðsson. SKYRSLÁ STJÓRNAR BANDALAGS STARFSMANNA RÍKIS OG BÆJA Á 24. ÞINGI BANDALAGSINS 2. OKTÓBER 1966. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helztu við- fangsefnum samtakanna frá því, er síðasta banda- lagsþing var haldið í september 1964. Uppsögn samninga: Fyrsta samningstímabil samkvæmt kjarasamn- ingalögunum var frá 1. júlí 1963 til ársloka 1965. Uppsagnarfrestur samninga er 7 mánuðir og þurfti því að segja þeim upp fyrir maílok 1965. Samkv. 22. gr. laganna skal bandalagsstjóm taka ákvörðun af hálfu B. S. R. B. um uppsögn kjarasamninga, en um ákvörðun hennar skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla starfandi ríkisstarfsmanna, er í hlut eiga, til samþykktar eða synjxmar. A stjórnarfundi 8. janúar 1965 samþykkti stjóm B. S. R. B. með öllum atkvæðum eftir- farandi tillögu ásamt greinargerð: „Með tilvísun til 8. og 22. gr. laga nr. 55/1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna sam- þykkir stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, að segja upp núgildandi kjarasamningi og dómi Kjaradóms frá 3. júlí 1963. - Greinargerð: Ástæður fyrir framangreindri ákvörðun banda- lagsstjómar eru meðal annarra eftirfarandi: 1. Verðlag hefur hækkað mikið frá gildis- töku núverandi launastiga. Hefir vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 23,5% frá þeim tíma. 2. Laun opinberra starfsmanna eru nú lægri en raunverulegar launagreiðslur til sam- bærilegra starfshópa á frjálsum launamark- aði. 3. Dómur Kjaradóms frá 3. júlí 1963 gekk ekki nægilega til móts við réttmætar kröfur B. S. R. B. 4. Leiðréttinga er þörf á skipun þeirra starfa í launaflokka sem vanmetin em. 5. I núgildandi samningum fékkst ekki viður- kennd sérstaða þjeirra starfsmanna, sem höfðu langa starfsreynslu. en gengdu störf- um, sem þar er skipað í launaflokka eftir prófum. 6. Vinna þarf áfram að leiðréttingu á launa- kjömm kvenna. 7. Endurskoðunar er þörf á ákvörðun Kjara- dóms um vinnutíma, yfirvinnu o.fl. Stytta þarf vinnutíma og afmarka hann greinilega og tilgreina nákvæmlega og samræma önnur starfskjör." Allsherjaratkvæðagreiðsla: Aður hafði stjórnin kosið yfirkjörstjóm til þess að sjá um framkvæmd allsherjaratkvæða- greiðslu þeirrar, sem skylt er lögum samkvæmt að láta fram fara um ákvörðun bandalagsstjórnar ÁSGARÐUR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.