Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Síða 43

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Síða 43
Á efri myndunum hittast nafnar, og hjúkrunarkonur og kennarar drekka kaffi. Fulltrúar bæjarstarfsmanna eru á neöri myndunum, Reykvíkingar tii vinstri en Akureyringar o. fl. til hægri. og Stafestjenestemændenes Centralorganisation II (CO II), Danmörku. Fyrsti fulltrúafundur hins endurstofnaða sam- bands var haldinn í Stokkhólmi 6. og 7. júní í sumar og sátu hann af hálfu B.S.R.B. þeir Kristján Thorlaeius og Bjarni Sigurðsson. Próf ritara: í úrskurði Kjaradóms frá 30. nóv. 1965 er gert ráð fyrir prófum fyrir ritara, er ráði að vissu marki skipun ritara í launaflokka. Þriggja manna prófnefnd sér um framkvæmd prófanna, ákveður verkefni og metur úrlausnir. Formaður prófnefndar var skipaður Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri með samkomulagi aðila. B.S.R.B. tilnefndi af sinni hálfu Sverri Júlíus- son, formann Starfsmannafélags ríkisstofnana. Fjármálaráðherra tilnefndi af sinni hálfu Jóhann Einvarðsson, fulltrúa. Fyrsti hópurinn hefur nú lokið ritaraprófi 1. stigs, sem veitir hækkun úr 7. fl. í 10. launafl. og stóðust 12 prófið. í haust mun síðan aftur haldið ritarapróf 1. stigs og væntanlega einnig ritarapróf 2. stigs, sem getur veitt hækkun í 13. launaflokk. Inntökubeiðnir félaga: Stjórn B.S.R.B. hafa borizt inntökubeiðnir frá tveim félögum: Félagi íslenzkra flugumferðastjóra. Félagi starfsmanna loftskeytastöðvarinnar í Gufunesi. Um inntökubeiðnir þessar mun verða fjallað sérstaklega á þingi B.S.R.B. í sambandi við skipu- lagsmál samtakanna. Hagráð: Samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi var stofnað Hagráð er í eiga sæti fulltrúar frá ríkis- stjórninni og ýmsum samtökum. Samkv. lög- unum skal B.S.R.B. tilnefna einn mann í Hag- ráð og einn varamann. Stjórn B.S.R.B. tilnefndi Harald Steinþórs- son, 2. varaform., B.S.R.B.. sem aðalmann og til vara Guðjón B. Baldvinsson. ÁSGARÐUR 43

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.