Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Síða 45

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Síða 45
Félagsdómur: Samkvæmt kjarasamningalögunum skal B.S. R.B. tilnefna einn mann í Félagsdóm, er tekur þar sæti, þegar fjallað er um mál opini'erra starfsmanna. Stjóm B.S.R.B. hefur tilnefnt Jón Finnsson, lögfræðing, til að taka sæti í Félagsdómi til 3ja ára. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Stjórn B.S.R.B. hefur tilnefnt Kr. Guðmund Guðmundsson, tryggingafræðing í stjórn Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins til 3ja ára, en Guðmundur hefur frá 1943 verið fulltrúi sam- takanna í sjóðstjóminni. 1. maí: B.S.R.B. tók ekki þátt í hátíðahöldum 1. maí, en stjóm bandalagsins sendi blöðum og útvarpi ávarp í tilefni dagsins bæði árin 1965 og 1966. Samningsréttur opinberra starfsmanna: Þótt í upphafi væru tengdar allmiklar vonir við þann takmarkaða samningsrétt, sem fékkst með kjarasamningalögunum frá 1962, varð mönnum ljóst eftir úrskurð Kjaradóms í marz 1964, að ákvæðin um gerðardóm myndu verða starfsmönnum mjög í óhag. Enn ljósara varð þetta eftir að Kjaradómur hafði kveðið upp úrskurð 30. nóv. s. 1., þegar ekki náðist sam- komulag um nýja kjarasamninga opinberra starfsmanna til næstu tveggja ára. Þegar samkomulag varð 1962 um frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfs- manna, settu samtökin traust sitt á ákvæði 7. og 20. gr. laganna. Þessi ákvæði áttu beinlínis að koma í stað verkfallsréttar, sem hefur verið og er aðalkrafa B.S.R.B. í 20. gr. eru ákvæði um, að Kjaradómur skuli við úrlausnir sínar m. a. hafa hliðsjón af kjör- um launþega við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu og ákvæði 7. gr. áttu að tryggja, að laun opinberra starfsmanna hækkuðu jafnan, ef almennar launahækkanir yrðu á samnings- tímabili, sem ákveðið er 2 ár í lögunum. Hinir færustu lögfræðingar hafa haldið því fram, að rétt túlkun á kjarasamningalögunum sé, að laun opinberra starfsmanna beri sam- kvæmt þeim að miða við annað kaupgjald í landinu. Þar sem framkvæmd laganna hefur verið á annan veg samþykkti bandalagsstjómin snemma árs 1965 að fá flutta á Alþingi þingsályktunar- tillögu um endurskoðun löggjafar um samnings- rétt opinberra starfsmanna. Var slík tillaga sam- in og formanni falið að leita eftir flutningsmönn- um að henni, helzt frá öllum stjómmálaflokk- um. I sambandi við þá athugun kom í ljós, að ríkisstjómin var reiðubúin að skipa nefnd til þess að endurskoða samningsréttarlögin. Var sú nefnd skipuð vorið 1965 með fulltrúum frá ríkis- stjórninni og B.S.R.B. Em í nefndinni fjórir full- trúar frá ríkisstjórninni og þrír frá bandalaginu. Þessir menn eiga sæti í samningsréttamefnd. Frá ríkisstjórninni: Jónatan Hallvarðsson, hæsta- réttardómari, form., Gunnlaugur E. Briem, ráðu- neytisstjóri, Jón Þorsteinsson alþm. og Sigtrygg- ur Klemenzson, bankastjóri. Frá B.S.R.B.: Kristján Thorlacius, deildarstjóri, Guðjón B. Baldvinsson, deildarstjóri og Teitur Þorleifs- son, kennari. Eftir síðasta úrskurð Kjaradóms samþykkti bandalagsstjómin, að óhjákvæmilegt væri að opinberir starfsmenn fengju fullan samnings- rétt, þar með talinn verkfallsrétt. Fól stjómin fulltrúum bandalagsins í samningsréttamefnd að vinna að því að nefndin semdi framvarp til laga um fullan samningsrétt til handa opinber- um starfsmönnum. Þessi tillaga hefur verið send formanni samn- ingsréttamefndar, en svar er enn ókomið. Bandalag háskólamanna: Fyrir nokkrum áram var stofnað Bandalag há- skólamanna, sem um nokkurt skeið hefur unnið að því að afla fylgis við það að þau samtök verði viðurkenndur samningsaðili um kjaramál háskólamanna hjá ríkinu. Hafa B.S.R.B. borizt tilmæli frá Bandalagi há- skólamanna um, að það styðja óskir þess um sérstakan samningsrétt því til handa. Tilnefndi stjóm B.S.R.B. nefnd til viðræðu við fulltrúa frá B.H.M. og var haldinn einn fund- ur, þar sem skipzt var á skoðunum. Læknafélag íslands hefur þegar sagt sig úr B.S.R.B., sömuleiðis allmargir framhaldsskóla- kennarar og Prestafélag fslands mun hafa sam- þykkt ó síðasta aðalfundi að heimila stjóm sinni að undirbúa úrsögn úr samtökunum. A fundi bandalagsstjómar 1. april 1966 var rædd afstaða bandalagsins til kröfu B.H.M. um samningsrétt til jafns við B.S.R.B. og var gerð svofelld ályktun um þetta mál: „f sambandi við fyrirspum formanns samn- ÁSGARÐUR 45

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.