Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 47

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.11.1966, Qupperneq 47
ingsréttarnefndar, Jónatans Hallvarðssonar, varð- andi afstöðu B.S.R.B. um sérstakan samningsrétt til handa B.H.M. ályktar stjórn B.S.R.B.: Ef ríkisstjóm og Alþingi ákveða að veita Bandalagi háskólamanna sérstakan samningsrétt um kjör háskólamenntaðra manna í ríkisþjón- ustu, mun stjórn B.S.R.B. fyrir sitt leyti ekki leggjast gegn því, enda skerði það á engan hátt sjálfstæðan samningsrétt og samninglsacfetöðiu B.S.R.B." Lánamál lífeyrissjóða. Vitað er, að á undanförnum árum hefur hvað eftir annað verið rætt um það hjá stjómarvöld- unum að taka hluta af fjármagni lífeyrissjóða landsins og leggja það til húsnæðismálastjórnar ríkisins til útlána eða afnema rétt meðlima líf- eyrissjóða til lána frá hinu almenna lánakerfi. Af þessu tilefni samþykkti stjóm B.S.R.B. hinn 16. ágúst 1965 að beita sér fyrir fundi með fulltrúum frá sjóðfélögum lífeyrissjóða um þessi mál. Var kosin þriggja manna nefnd til að undir- húa þennan fund. í nefndina voru kjömir þeir Kristján Sigurðsson, lögreglumaður, Einar Ólafs- son, verzlunarstjóri og Þorsteinn Óskarsson, sím- virki. Nefndin hoðaði til ráðstefnu fulltrúa þeirra félaga, sem hagsmuna hafa að gæta vegna líf- eyrissjóðsréttinda félagsmanna. Var hún haldin 23. okt. 1965. Var þar samþykkt einróma að telja það ein- sætt réttlætismál, að sjóðfélagar hinna ýmsu lífeyrissjóða eigi sama rétt og aðrir þegnar þjóð- félagsins til lána úr hinu almenna veðlánakerfi. þó að þeir eigi rétt á láni úr sínum lífeyrissjóði. Kosin var 7 manna nefnd til að ræða við ríkis- stjómina um málið og áttu sæti í henni auk nefndarmanna B.S.R.B. fjórir fulltrúar sjóðsfé- laga annarra lífeyrissjóða. Árangurinn af starfi nefndarinnar varð sá, að Húsnæðismálastjóm ákvað við síðustu lánaút- hlutun, að samanlögð hámarkslán úr lífeyris- sjóðum og hinu almenna lánakerfi yrðu allt að 480 þús. kr. Nefnd þessi mun halda áfram störfum og vinna að því að fá lánsupphæðir hækkaðar. Skatta- og útsvarsmál: Á síðasta bandalagsþingi var skýrt frá því, að ríkisstjómin, Alþýðusamband Islands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Samband íslenzkra sveitafélaga hefðu tilnefnt hvert um sig einn mann til að athuga alla möguleika á því að veita afslátt og frekari greiðslufrest á álögðum opin- berirm gjöldum 1964. Nefndin skilaði alllöngu áliti og ítarlegum fylgiskjölum, þar sem m. a. kom fram, að skatta- lækkunin frá 1960 var yfirleitt horfin og vom beinir skattar orðnir hlutfallslega hærri en nokkru sinni áður hjá allflestum skattgreiðend- um. Ekki náðist samkomulag hjá þessum fulltrú- um um beina lækkun gjalda í samræmi við þau sjónarmið, sem fram höfðu komið af hálfu full- trúa A.S.Í. og B.S.R.B. Nefndin sem heild benti hins vegar á þann möguleika að greiða úr tíma- bundnum erfiðleikum, sem skapazt hefðu hjá nokkrum hluta skattgreiðenda með því að út- vega þeim lán til tveggja ára með venjulegum bankavöxtum. Viðræðunefndir A.S.Í. og B.S.R.B. töldu þetta ná allt of skammt en lögðu fram viðræðugrund- völl, þar sem gengið var út frá því, að greiðslur útsvars og tekjuskatts yrðu lækkaðar. Fulltrúar ríkisstjómarinnar höfnuðu algerlega þessum við- ræðugrundvelli, en töldu sig fúsa til að gera ráðstafanir til að draga úr erfiðleikum skatt- greiðenda á þessu ári með lánveitingum. Nefndir A.S.f. og B.S.R.B. töldu þessa leið alls ófullnægjandi en vildu þó ekki hafna aðild að henni ef vissinn skilyrðum yrði fullnægt, þ. á m. að lánin yrðu til þriggja ára, vaxtalaus og án vísitölubindingar. Rikisstjómin svaraði með gagn- tilboði og síðar með öðm tilboði, sem gekk nokkm lengra en það fyrra. Viðræður þessar höfðu dregizt svo á langinn, að innheimtu gjalda var lokið og skattgreiðendur höfðu sjálfir orðið að leysa sinn vanda. Siðustu samskipti aðila urðu þau, að ríkisstjóm var skrifað eftirfarandi bréf 20. janúar 1965. „Nefndir A.S.Í. og B.S.R.B. um skattamál, hafa rætt þær hugmyndir, sem fram komu á síðasta viðræðufundi við fulltrúa ríkisstjómarinnar og þær athuganir sem Efnahagsstofnunin hefir síðan gert út frá þeim viðræðum, er fram fóm á fund- inum, og sendar hafa verið oss á blaði dags. 29. des. s. 1. Nefndimar em sammála um, að upphaflegar tillögur ríkisstjómarinnar og einnig „síðustu til- lögur“ komi of fáum að gagni. Samtök vor em að sjálfsögðu ekki mótfallin því, að ríkisstjórnin veiti þau lán, er hún telur sér fært, en þar sem þau ná greinilega til svo ÁSGARÐUR 47

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.