Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 14.02.1967, Page 49

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 14.02.1967, Page 49
inga, sem þeim mætti að gagni koma, og sent þær til allra bæjarstarfsmannafélaganna. Þetta mætti þó vera í fastari skorðum og hlýtur að halda áfram og aukast. Hvað snertir Ásgarð, þá hefur það verið markmiðið að gefa Ásgarð út sem oftast og reyna að breyta formi hans, — gera hann að- gengilegri til lestrar. Ásgarður hefur fyrst og fremst flutt tilkynningar og upplýsingar um starfsemina hverju sinni, og því kannski ekki verið mjög skemmtilegur aflestrar. Við von- umst til þess, að þetta standi til bóta á næst- unni og okkur takist að framkvæma góð áform í þessu efni. Þá má nefna einn þýðingarmikinn þátt, sem við höfum ekki haft fjárhagslegt bolmagn eða mannafla til að hrinda í framkvæmd. Á ég þar við félagsmálastarfsemi, sem er snar þáttur í starfi sambærilegra samtaka erlendis. Taka verður upp fræðslustarfsemi fyrir trúnaðar- menn og áhugamenn í félögunum um stéttar- málefni og samtökin. Síðasta bandalagsþing samþykkti tillögur um útbreiðslu- og fræðslustarfsemi, sem unnið verð- ur að eftir því sem unnt reynist. — Hvað eru margir opinberir starfsmenn utan samtakanna nú? — Það munu víst vera á annað þúsund ríkis- starfsmanna, sem eru utan samtakanna, og eru þar fjölmennastir réttindalausir barnakennarar, ýmsir háskólagengnir starfsmenn og yfirmenn í ýmsum stofnunum. Auk þess er alltaf tals- verður hópur, sem starfar aðeins stuttan tíma og kemst þá ekki á félagsmannaskrá. Þá er rétt að geta þess, að bæjarstarfsmannafélög eru ekki í öllum kaupstöðum. — Hvað eruð þið helzt að starfa þessa dag- ana? — Við höfum átt mjög annríkt við undir- búning allsherjaratkvæðagreiðslu, en hún er talsvert fyrirtæki. Um 100 manns eru í undir- kjörstjórnum um allt land, en í atkvæðagreiðsl- unni taka þátt yfir 5000 ríkisstarfsmenn. Bæjar- starfsmannafélögin sjá sjálf um atkvæðagreiðslu á sínum vegum. Það er ekki annars ástæða að ræða þetta mál hér, þar sem því eru gerð skil á öðrum stað í blaðinu. Þá er ætlunin að minnast aldarfjórðungs- afmælis B. S. R. B. með blaðaútgáfu og afmælis- hófi og kostar það nokkurt starf. Jafnframt Þórður Hjaltason og Erla Gunnarsdóttir eru hér önnum kafin við undirbíining allsherjaratkvæðagreiðslu. ASGARÐUR 49

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.