Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 7

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 7
hverfin. Svo er alltaf verið að gera ein- hverjar smábreytingar s.s. tilfærslur á bið- stöðvum og fleira, þannig að segja má, að kerfið sé í stöðugri endurskoðun og er að mínu mati orðið allgott nú. Að lokum Gunnar, nú ert þú búinn að keyra í 25 ár og margt hefur vafalaust breyst. Hvað finnst þér vega þar þyngst? Það er tvímælalaust sú góða samvinna, sem hefur verið við gatnamálastjóra und- anfarin ár um söltun akstursleiða. Það má heita undantekning nú að maður lendi í hálku, því að iðulega er búið að salta mest allt klukkan hálf sjö á morgnana. Það er mikill munur að eiga ekki á hættu að festa sig og spóla út um allan bæ, að ekki sé nú minnst á stóraukið öryggi bæði fyrir vagn- stjóra og farþega. í ár hefur þegar verið samið um sex flug og býðst nú flug til Þrándheims — Tromsö — Gautaborg f júní, Luleaa í Norður-Sví- þjóð og Bergen í ágúst. Við viljum eindregið hvetja menn til að leita sér upplýsinga hjá okkur varðandi þessar ferðir, því hér er um tilvalið tækifæri að ræða fyrir einstaka vinnustaði og stétt- arfélög að efna til ódýrra hópferða. Kaupmannahöfn 30/6 og 28/7 Að sjálfsögðu verður síðan boðið upp á hinar árvissu Kaupmannahafnarferðir, sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu ár. Ákveðnar hafa verið tvær brottfarir og verður sú fyrri 30. júní og sú seinni 28. júlí. Er hér um að ræða 3 vikna ferðir og er verðið á fluginu áætlað kr. 101.100 fyrir fullorðna, og börn undir 12 ára greiða hálft fargjald. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstof- an okkar í Austurstræti 12, sími 27077 og 28899. Skrifað-skrafað / 7 Vill skerða samningsrétt bcejarstarfsmannafélaga Úr forustugrein Jóns G. Tómassonar formanns Samb. fsl. sveitarfélaga í sveita- stjórnarmálum í des. ’79. „Að lögum er sveitarfélögum ekki ætlað að hafa neina samvinnu eða samráð um gerð kjarasamninga við starfsmenn sína. Stjórn sambandsins hefur eigi að síður talið það brýnt hagsmunamál að aðstoða sveitarfélögin eftir mætti við undirbúning og gerð kjarasamninga. Á fundum fulltrúa- ráðs og landsþings hefur verið ályktað um nauðsyn þess, að einn aðili komi fram fyrir hönd sveitarfélaga við gerð kjarasamninga, og framkvæmd hefur verið könnun á því, hvort grundvöllur sé til stofnunar vinnu- málasambands sveitarfélaga. Undirtektir sveitarstjórna voru yfirleitt jákvæðar. Mörg atriði aðalkjarasamninga eru þess efnis, að sjálfsagt mál er, að um þau gildi sömu ákvæði gagnvart öllum opinberum starfsmönnum. Má þar m.a. nefna launa- stigann og meginreglur til viðmiðunar um skipan í launaflokka, reglur um vinnutíma, álags- og yfirvinnugreiðslur, orlof og starfs- menntun. Þær leikreglur, sem löggjafinn hefur gert ráð fyrir, að gildir um gerð slíkra samninga — þ.e. að sveitarfélögin séu hvert um sig að semja um þessi atriði — eru hvorki þeim eða starfsmönnum þeirra til framdráttar, þegar til lengri tíma er litið. Raunar væri eðlilegast, að um þessi atriði öll væru gerðir samhljóða samningar milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og sam- taka opinberra starfsmanna hins vegar. Einstök sveitarfélög semji hins vegar við starfsmannafélögin um röðun manna og starfsheita í launaflokka og önnur sér- ákvæði, þar sem unnt er að taka tillit til sérstakra og staðbundinna aðstæðna, ef nauðsynlegt þykir.“ Er allt í lagi hjd þér? Úr erindi Guðjóns Jónssonar, form. Fél. járnsmiða á ráðstefnu um atvinnuheil- brigðismál 28/9 ’79 — birt í félagsblaði Iðju. „Vinnustaðir, vinnuskilyrði og vinnutími launafólks er mjög mismunandi eftir at- vinnugreinum. Þessi mismunur er í ýmsum tilvikum svo mikill. að hann skapar þó nokkurn lífskjaramun og stéttaskiptingu. Opinberar stofnanir, ríkis og sveitarfé- laga, t.d. skrifstofur, skólar, bankar svo og skrifstofur atvinnu- og verslanafyrirtækja eru yfirleitt viðunandi vinnustaðir að því er viðkemur húsakynnum, upphitun, lýsingu, hávaða og almennu hreinlæti. Á þessum stöðum er vinnutími að jafnaði ekki lengri en 40 klst. á viku eins og ákveðið er í lögum og kjarasamningum. Afkasta- hvetjandi launakerfi eru óþekkt hjá opin- berum starfsmönnum og skrifstofufólki og vinnuálag því hóflegt. Þegar hins vegar er litið til vinnustaða verkafólks, iðnlærðs eða óiðnlærðs, í fram- leiðsluatvinnuvegunum og þjónustugrein- um þeirra, verður allt annað uppi á ten- ingnum að því er varðar aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi við vinnu, lengd vinnu- tíma og vinnuálag." Þeir kunna a kerfið Eftir farandi blaðafrétt greinir frá um- ræðum á nýlegum kynningafundi hjá Lög- mannafélagi fslands um nýju skattalögin. Var m.a. rætt um risnu og einkaneyslu í reikningum fyrirtækja. „Það var m.a. sagt frá lögfræðingi einum í bænum sem var af ríkisskattanefnd krafinn skýringar á því hvað kaup á rándýrum við- legubúnaði hefði með rekstur lögfræði- skrifstofunnar að gera. Ekki stóð á svörun- um. Lögfræðingurinn gerði nefndinni grein fyrir því að til þess að spara viðskiptavinum sínum kostnað af málum sem hann rækti úti á landi — og það gerði hann iðulega, — þá lægi hann við í tjaldinu, hitaði sér skrínu- kost á prímusnum og svæfi í svefnpokanum. Þetta væri því hluti af rekstri skrifstofunn- ar.“ P.s. Þegar ríkisskattanefnd eftir 5 ára umhugsun úrskurðaði, að viðleguútbúnað- urinn væri ekki frádráttarbær þá var málið blessunarlega fyrnt og ekkert í því frekar að gera. Notaðir sem grylur... Úr viðtali í Þjóðviljanum 10. feb. ’80 við Björri Sigurðsson form. Lögrfél. Rvíkur. — Verðurðu mikið var við að stóryrtar fullyrðingar um stéttina meðal almennings, svo sem að í lögregluna fari helst ekki aðrir en ruddar sem þurfi að fá útrás fyrir eigin árásargirni? — Já, já, við fáum að heyra margt í þess- um dúr og flest er það sagt í æsingi. En langoftast er verið að hengja bakara fyrir smið. Við erum engir valdsmenn þó að margir virðist halda það. Ég veit ekki af hverju þetta hald manna stafar, kannski eru það gylltu hnappamir og einkennisbúning- urinn. En við erum aðeins valdalausir em- bættismenn, sem erum að vinna þjónustu- störf. Ég hef líka orðið þess var að stundum nota foreldrar okkur fyrir grýlu á börnin. Það tel ég hvorki heppilegt né gáfulegt. Við erum að vinna hjálparstarf og þess vegna er varasamt að innræta börnunum að við sé- um fólk sem þarf að vara sig á.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.