Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 8

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 8
8/ Felagafréttir Stórhækkað verð á rafmagni til hitunar veldur því, að mikill rekstrarhalli varð hjá fulltrúaráði orlofsheimila BSRB á sl. ári. Leigan fyrir orlofshúsin hefur alls ekki verið látin fylgja hinum gífurlegu hækkunum á rekstrarkostnaði, og varð því orlofssjóður bandalagsins að hlaupa þar undir bagga. Námu greiðslur í þessu skyni fyrir árið 1979 yfir 20 millj. króna og var það yfir 40% af raunverulegum rekstrarkostnaði orlofsheimilanna að Munaðarnesi. Hallarekstur á Munaðarnesi Starfsmannafélag Akureyrarbœjar Orlofshús í Aðaldal S.T.A.K. hefir komið sér upp litlu orlofs- húsi, sem staðsett er í Efra-Laxa- mýrarlandi, Aðaldal í Norður-Þing- eyjarsýslu. Húsið er 32 m2 smíðað af tré- smiðjunni Mógil á Svalbarðsströnd og kostaði 8.3 milljónir komið á grunn og frá- gengið. Húsið er hitað upp með olíu, en eldavél og kæliskápur brenna gasi. Raf- magn er ekki til staðar og óvíst, hvenær það kemur. Landslag þarna er hið fegursta, hraunið allt vaxið kjarri og ekki er verra að Laxá, drottning laxveiðiáa, rennur í nágrenninu. Berjaland er þarna eitt hið besta á Norður- landi. S.T.A.K. hefir tryggt sér land undir annað hús á þessum stað, ef allt gengur vel með rekstur þessa. Keypt sumarhús Hinn 14. febr. var haldinn aðalfundur félagsins og var hann sæmilega sóttur. Auk hinna föstu liða má nefna það úr skýrslu fyrri stjórnar að keyptur var sumarbústaður austur í Meðallandi, — keypt 3 litsjón- varpstæki og unnið er að gagnasöfnun til lögreglumannatals. Sumarbústaðurinn var byggður sem veiðihús og er skammt frá þjóðvegi, hann stendur á hraunbrún og er á eystri bakka Eldvatns. Með þessum kaupum er ætlunin að auka á möguleika til sumardvalar en félagsmenn hafa ekki átt í önnur hús að venda en Munaðarnes, þar ráð á þremur húsum. Með kaupum á sjónvarpstækjum vildi stjórnin láta myndarlega lokið þeirri bar- áttu, sem kölluð var „sjónvarpsmálið" og leystist lukkulega. Unnið er af krafti við söfnun til lög- reglumannatals en verkið yfirgripsmeira en talið var í fyrstu. Aðalfundur samþykkti heimild til aukafélagsgjalds ef af kaupum eða byggingu félagsheimilis yrði. Af innanhússmálum er þetta helzt: Kórinn æfir og undirbýr söngför til Sví- þjóðar, Lánasjóðir eru starfandi og skiptir í deildir. íþróttafélagið hélt aðalfund sinn á dögunum og form. þar kjörinn Hákon Sig- urjónsson, þetta er fjölmennt félag og gróskumikið. Ein vaktin hefir stofnað kvenfélag. Stjórnarkjör Til stjórnarkjörs og trúnaðarstarfa kom fram einn listi, uppstillingarnefndar. Hin nýkjörna stjórn Lögrf. Rvíkur skipa: Formaður: Björn Sigurðsson. Með- stjórnendur: Þorgrímur Guðmundsson, Ei- ríkur Beck, Ólafur Guðmundsson, Jón A. Guðmundsson, Gísli Garðarsson og Eiríkur Helgason. Varastjórn: Ragnheiður Davíðs- dóttir, Hákon Sigurjónsson og Sigurður Kr. Sigurðsson. Aðalfundur orlofsheimila BSRB var haldinn að Munaðarnesi 29. febr. og I. mars 1980. Hitakostnaður þrefaldaðist Þar voru lagðir fram reikningar fyrir rekstur orlofshverfisins fyrir árið 1979. Tekjurnar voru aðallega greiðslur frá bandalagsfélögunum vegna leiguréttar yfir sumarið að upphæð kr. 27,8 millj. og síðan leigutekjur einstaklinga og v/nám- skeiða á öðrum árstíma, sem reyndust 6,1 millj. kr. Helstu útgjaldaliðir voru rafmagn 19,6 millj. kr. (hafði verið áætlað 11,5 millj. kr.), starfsmannalaun 6,9 millj. kr., þvott- ur 5,9 millj. Önnur útgjöld (tryggingar, skattar, hreinlætisvörur, sorphreinsun, hluti viðhaldskostnaðar o.fl.), voru sam- tals um 10 millj. kr. Vegna þessa mikla rekstrarhalla hjá fulltrúaráðinu þarf orlofsheimilasjóður BSRB að hlaupa undir bagga og greiða það sem á skortir, eða um 8,7 milljónir króna. Það er nær eingöngu rafmagns- kostnaðurinn, sem veldur þessu, enda hefur verð á rafmagni til hitunar þrefald- ast á l'/2 ári. Kvaðir á orlofssjóði Þetta bætist ofan á kvöð, sem var á sl. ári að ákveðið að leggja á orlofsheimila- sjóðinn með því að ætla honum að greiða landleiguna vegna orlofshverfisins að Munaðarnesi og í landi Stóru-Grafar, svo og meginhluta viðhaldskostnaðar orlofs- húsanna. Vegna óvenjumikils viðhalds- kostnaðar (t.d. lagfæringar á gólfum húsa í Stekkjarhól og Eyrarhlíð) námu útgjöld vegna þessa samtals yfir 13 millj. króna á árinu 1979. Þannig hefur orlofsheimilasjóður orðið að taka á sig á árinu kvaðir, sem nema yfir 20 millj. króna, vegna þess að því fer víðs fjarri að leigan fyrir orlofshúsin nægi fyrir rekstrinum, þótt sleppt sé þar bæði stofn- kostnaði eignanna og afborgunum lána. Þetta rýrir síðan verulega getu orlofs- heimilasjóðs til að gegna sínu meginhlut- verki, sem er að fjármagna iáframhald- andi byggingaframkvæmdir orlofshverfa fyrir samtökin. En sjóðnum vex nú samt sem áður stöðugt ásmegin, þar sem greiðslur vaxta og afborgana vegna Munaðarness verða léttbærari með hverju árinu og sjóðnum eru tryggðar tekjur, sem vaxa í samræmi við hækkun launa. Leiga hcekkuð jafnt og kaup Stjórn fulltrúaráðs orlofsheimila BSRB er sammála um, að þetta fyrirkomulag geti ekki staðist til lengdar. Þennan mikla hallarekstur verði að stöðva og leigutekj- urnar verði að standa í auknum mæli undir raunverulegri hækkun rekstrarút- gjalda. Því verði að hækka leiguna nokk- urn veginn til jafns við kauphækkanir á hverjum tíma. Þetta var alls ekki gert að fullu á síðasta ári, og því hlýtur að koma til sérstök leið- rétting á því núna, með því að hækka leiguna heldur meira en áætlað er að vísitala á kaup muni hækka. Tillaga stjórnarinnar um fjárhagsáætl- un fyrir 1980 gerir ráð fyrir, að rekstrar- útgjöld fulltrúaráðsins aukist um 40% frá 1979, en hins vegar hækki leigan á húsum, og greiðslur bandalagsfélaganna til rekst- ursins um 60—70% frá því sem var í fyrra. Þannig verði á ný stefnt að því, að leig- an standi undir sjálfum rekstrinum. Þó taki orlofsheimilasjóður áfram að sér um 1/5 hluta rekstrarútgjalda, þar sem hann annist auk stofnkostnaðar allan viðhalds- kostnað húsanna og greiði landleiguna. Með þessari hækkun er aðeins verið að færa leigutekjurnar í sama horf og þær voru miðað við laun fyrir tveimur árum síðan. (Vegna verðbólgu hefur kaup rúmlega tvöfaldast á þessum tveimur ár- um.)

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.