Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 17

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 17
spurt um sjúkrabætur úr lífeyrissjóðum sjómanna og opinberra starfsmanna, bætur vegna slysa, greiðslur fyrir húshjálp, einnig um frádrátt vegna viðhalds og vegna fast- eignagjalda húsnæðis, sem leigt er út til annarra. Spurt var um makaskiptasamning þar sem greindur væri verðmunurinn en ekki verð og um söluhagnað af bílum, hvernig hann skiptist í verðbólguhagnað eða gróða. Þá var spurt um, hvort vaxtagjöld um- fram vaxtatekjur væru ótakmörkuð til frá- dráttar, hvort umsókn um lækkun skatta sem tekinn væri til greina t.d. vegna eigna- tjóns, kæmi á eitt ár eða dreifðist á fleiri. Fjölmörg önnur atriði komu fram í spurningunum en ekki verður gerð grein fyrir svörum við spurningunum núna í blaðinu, þar sem lesendur munu þegar hafa skilað skýrslu sinni. Fjölmenni á Akureyri Sama kvöldið og skattaskýrslukynningin fór fram í Reykjavík þá gekkst Starfs- mannafélag Akureyrarkaupstaðar í samráði við BSRB fyrir sams konar kynningu í Iðn- skólanum á Akureyri. Guðmundur Gunnarsson, sem verið hef- ur um langt skeið trúnaðarmaður í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana á Skattstofunni á Akureyri, kynnti þar útfyllingu eyðublaða. Sýndi hann ýmis dæmi um útfærsluna, sem fundarmenn tóku virkan þátt í að leysa. Aðsókn var mjög góð og yfir 70 manns sóttu þessa kynningu. Asgarði er kunnugt um að fleiri starfs- mannafélög hafa sýnt vilja á að taka upp sams konar kynningu, en við höfum ekki fengið fregnir af því, hvort þeim hefur tekist að fá leiðbeinanda. Bréf-svör /17 Frá jafnréttisnefnd: Það er stórt orð Hákot I þeim ólgusjó stjórnleysis, sem m.a. birt- ist í ráðaleysi valdhafa ,til að hafa hemil á sífelldum hækkunum allrar vöru og þjón- ustu í landinu, verður barátta launþega við að halda sínu á þurru æ erfiðari. Þegar svo þar við bætist að söngur ráða- manna á hverjum tíma — án tillits til hverjir þeir eru — byggist á laglínunni „ekkert svigrúm til almennra launahækkana“ er útlitið síður en svo björgulegt. Því staðreynd er að viðlagið er að verða æði áleitið. Jafn- vel svo að sumir úr launþegahópnum eru farnir að taka undir sönginn. En hvað skyldi nú vera til ráða? Svonefnd „peningalaun“ — nýyrði, sem fundið var upp í tengslum við einhver kjaraskerðing- arlögin — mega ekki hækka. Jú, lausnarorðið er fundið, „félagslegar umbætur" heitir það. Það er gott eitt um það að segja að vinnuveitendur hverju nafni, sem þeir nefnast líti til þessara þátta í mannlífinu. Spurningin er bara sú, hvort margt ef ekki flest af því sem rætt er í þessu sambandi séu ekki svo sjálfsagðar réttlætis- kröfur að ekki ætti að þurfa að kaupa þær í stað einhvers annars. Sú staðreynd að fátt er til varnar lítil- magnanum stendur óhögguð. Hins vegar má segja að „fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott“, því það sýnir sig að fólk almennt virðist nú á seinni árum vera sér meira meðvitað um þá, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. I kjölfar þessa hafa svo verið að skjóta upp kollinum ráð og nefndir á vegum hinna ýmsu aðila, sem hafa á stefnuskrá sinni að bejrast fyrir bættum hag þeirra, sem minna mega sín í lífsgæða- kapphlaupinu. Ein slík er hér á ferðinni, jafnréttisnefnd BSRB, sem kosin var á síðasta þingi bandalgasins. Hennar hlutverk er að fylgja eftir þeirri stefnu, sem bandalagsþingið 1979 markaði. Nefndin hefur hist nokkrum sinnum til skrafs og ráðagerða og heldur nú fundi mánaðarlega. Væri það ómetanlegur styrk- ur fyrir nefndina, ef félagsmenn eða stjórnir létu í sér heyra með góð ráð og ábendingar. En lítum nú á stefnumörkun BSRB þingsins í jafnréttismálum. Ályktun þings 1979 31. þing BSRB telur að mikið vanti enn á að raunverulegu starfs- og launajafnrétti karla og kvenna hafi verið náð. Þingið álítur mjög aðkallandi að úr þessu verði bætt. Til úrbóta í þessum efnum mun BSRB vinna að eftirfarandi: a) Stefnt verði markvisst að því, að dag- vinnulaun verði þannig að þau ein nægi til heimilisframfærslu svo að samveur- tími fjölskyldu lengist. b) Styttri vinnudegi fyrir alla, þannig að bæði kyn hafi jafna aðstöðu til að sinna heimilishaldi og börnum. c) Sveigjanlegum vinnutíma til hagræðis fyrir starfsfólk. d) Öll börn eigi rétt á nægum og góðum dagvistarheimilum. e) Þróun starfs- og félagsmiðstöðva fyrir aldraða og öryrkja. f) Stuðla að starfsþjálfun öryrkja til þátt- töku í atvinnulífi. g) Gæta réttar og hagsmuna öryrkja hvað varðar starfs- og launakjör. h) Karlar og konur eigi jafnan rétt til hlutastarfa. i) Jöfnum rétti foreldra til að vera heima vegna veikinda barna. í) Tryggður verði réttur beggja foreldra til fæðingarorlofs (foreldraleyfi) við barnsburð og töku kjörbarna og fóstur- barna. j) Stundaskrá skólanemenda verði sam- felld og samræmd venjulegum vinnu- tíma, skólar, verði einsetnir og nem- endur hafi aðgang að mötuneyti. k) Öll börn eigi kost á dvöl í skóladag- heimilum. l) Skólahúsnæði og útileiksvæði verði nýtt á sumrin til dagvistunar fyrir börn. m) Kannaðir verði möguieikar á sumar- námskeiðum fyrir börn á skólaskyldu- aldri. n) Málefnum þroskaheftra verði komið í viðunandi horf. Við þennan lestur kemur berlega í ljós hvar þingið telur að skórinn kreppir helst að. Vandi þeirra sem um þessi mál fjalla er hins vegar augljós. Hvar á helst að bera niður, og hvar er þörfin brýnust? Það sem fyrst varð fyrir hjá jafnréttis- nefnd var að koma ábendingum og tillögum á framfæri við samningu kröfugerðar BSRB. Þar er því ýmislegt af þessum rétt- indamálum að finna. En ekki nægir það að vera með bærilega kröfugerð í höndunum, ef ekkert verður við okkur talað mánuðum saman. Hvernig bregðumst við við, ef reyndin verður sú að alla samninga eigi að leysa með „böggla- uppboði“ með fínum merkimiðum en rýru innihaldi? Spyr sá sem ekki veit. Á kvennafrídaginn 1975 var samstillt átak

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.