Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 18
18/ Félagafréttir
Tollvarðafélag Islands
Tollgæsla rýrð úti á landi
Aðalfundur Tollvarðafélags íslands var
haldinn 16. febrúar s.l. í skýrslu fráfarandi
formanns, Bergmundar Guðlaugssonar,
kom fram að aðalstarf stjórnarinnar síðast
liðið starfsár hafi verið að reyna að hamla
gegnþeirri óheillavænlegu þróun sem orðið
hefur í tollgæslumálum úti á landsbyggð-
inni, þar sem yfirmenn tollgæslunnar virð-
ast stefna markvisst að því að leggja niður
störf tollmanna úti á landi og fá þau í
hendur lögreglumönnum, en stjórn T.F.Í.
hafi orðið lítið ágengt í þessu máli sem sést
best á því að nú í upphafi árs verði enginn
tollmaður starfandi frá Akranesi vestur og
norður um land til Akureyrar. Á Akureyri
eru 2 tollmenn, en þaðan og austur og suður
um land allt til Vestmannaeyja verði enginn
tollmaður starfandi eftir 1. mars. í Vest-
mannaeyjum er 1 tollmaður í hálfu starfi.
í umræðum á fundinum komu fram
áhyggjur manna af þeirri þróun, sem orðið
hefur á síðasta ári í skipulagsmálum toll-
gæslu á íslandi, t.d. með að leggja niður
stöður tollmanna á landsbyggðinni og fá
lögreglumönnum störf þeirra í hendur. Þá
voru fundarmenn sammála um að sparn-
aðarráðstafanir yfirmanna tollgæslunnar,
sem framkvæmdar hafa verið á síðasta ári
og framfylgt mjög nákvæmlega hafi komið
óréttlátt niður á tollvörðum í Reykjavík og
veikt mjög tollgæslu í landinu. Flvöttu
fundarmenn næstu stjórn til að taka þessi
mál föstum tökum í komandi samningum.
Samþykkti fundurinn ýmsar tillögur, fyrir
stjórnina að fara með í samningaviðræður í
komandi sérkjarasamningum félagsins.
Aðild að norrænu samstarfi
Þá kom fram í skýrslu formanns að T.F.Í.
hafi verið boðið að senda áheyrnarfulltrúa á
ársfund, Nordisk Tolltjenestemanns
Organisasjon (N.T.O.) sem að þessu sinni
var haldinn í Danmörku, til að kynna sér
starf samtakanna með það í huga að T.F.Í.
gerist aðili að N.T.O. í þessa ferð fóru þeir
Jón Mýrdal og Sveinbjörn Guðmundsson.
Fráfarandi stjórn
lagði fram tillögu
þess efnis að T.F.Í.
sækti um að gerast
fullgildur aðili að
N.T.O., Nordisk
Tolltjenestemanns
Organisasjon, strax á
þessu ári, var tillaga
þessi samþykkt ein-
róma og næstu stjórn Sveinbjörn
falið að annast það. Guðmundsson
Kjörin ný stjórn
f skýrslu gjaldkera TFÍ kom fram, að
fjárhagur félagsins er góður.
Ný stjórn var kjörin á fundinum, og eiga
eftirtaldir þar sæti:
Sveinbjörn Guðmundsson Reykjavík
formaður.
Sigurður Albertsson Keflavíkurflugvelli
varaformaður.
Ólafur A. Jónsson Reykjavík ritari.
Jón Á. Eggertsson Reykjavík gjaldkeri.
Zakarías Hjartarson Keflavík meðstjórn-
andi.
í varastjórn eiga sæti:
Árelíus Harðarson Keflavíkurflugvelli.
Daníel Guðmundsson Reykjavík.
Páll Franzson Reykjavík.
Félag íslenskra símamanna
Fjölmennt námskeið
Dagana 15. og 16. febrúar stóð Félag ís-
lenskra símamanna fyrir trúnaðarmanna-
námskeiði í mötuneyti Pósts og síma
v/Thorvaldsensstræti.
Nál. 60 manns víðsvegar að af landinu
sóttu námskeiðið.
Á námskeiðinu var afhent ný handbók
fyrir trúnaðarmenn.
Námskeiðinu stjórnaði Sigurbjörg Har-
aldsdóttir.
Eftirfarandi erindi voru flutt:
Námskeiðið sett: Sigurbjörg Haralds-
dóttir. Um réttindi trúnaðarmanna og ný
handbók fyrir þá: Þorsteinn Óskarsson. Lög
Frá trúnaðarmannanámskeiði FÍS
um kjarasamninga Kröfugerðin 1979: Har-
aldur Steinþórsson. Sérkjarasamningar
F.Í.S.: Ágúst Geirsson. Reglugerð um Póst-
og símaskólann Frí símareglur: Ragnhildur
Guðmundsdóttir. Lög og skipulag F.Í.S. og
B.S.R.B. Þorsteinn Óskarsson. Reglugerð
um Starfsmannaráð. Lög um stjórn og
starfrækslu póst- og símamála: Ágúst
Geirsson. Lög um lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins: Kristján Thorlacius. Lög um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkisins. Reglur
um greiðslur í veikindum: Baldur
Kristjánsson. Hópvinna og úrlausnir: Har-
aldur Steinþórsson.
Starfsmannafélag
Keflavíkurbœjar
Stjórn endurkosin
Aðalfundur STKB var haldinn í sal
Gagnfræðaskólans í Keflavík, 25. febrúar
sl. Fundarsókn var léleg, enda veður slæmt.
Stjórnin var endurkosin, en hana skipa:
Elsa L. Eyjólfsdóttir, form. Sveinn Guðna-
son, varaform., Hjördís Árnadóttir, ritari,
Elín Ormsdóttir, gjaldkeri, Árni
Vilmundarson, meðstj.
Aðalfundarstörf gengu fyrir sig svo sem
lög segja fyrir um.
Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB,
var gestur fundarins. Ræddi hann um
kröfugerðina og horfur í samningamálum.
Á eftir svaraði hann spurningum fundar-
manna.
Formaður kynnti drög að reglugerð um
verkfallssjóð BSRB, og komu fram nokkrar
spurningar um sjóðinn.
Inntökubeiðnir
Starfsmenn Hitaveitu og Sorpeyðingar-
stöðvar Suðurnesja sóttu um inntöku í
STKB. Aðalfundur samþykkti að taka þá
inní félagið, enda nái stjórn STKB viðun-
andi samkomulagi við stjórnir viðkomandi
fyrirtækja um framlög í sjóði STKB vegna
viðkomandi starfsmanna sinna.
Stjórn STKB hefur hug á að félagið
eignist sitt eigið félagsmerki. Hafði verið
leitað til 3 manna um hugmyndir að merki.
Starfsmannafélag
Selfosskaupstaðar
Aðalfundur Starfsmannafélags Selfoss-
kaupstaðar var haldinn 28. febrúar sl.
Formaður félagsins, Jón Ágústsson, flutti
skýrslu stjórnar og gjaldkeri, Ólafur Ólafs-
son, las reikninga félagsins.
Jón Ágústsson gaf ekki kost á sér til
endurkjörs sem formaður, þar sem hann
mun láta af störfum hjá bæjarfélaginu inn-
an skamms. Voru honum færðar þakkir
fyrir vel unnin störf á þessu fyrsta starfsári
félagsins.
Við stjórnarkjör varð Haukur Ó. Ársæls-
son sjálfkjörinn sem formaður félagsins, og
með honum í stjórn voru kjörin Ólafur
Ólafsson og Esther Ragnarsdóttir. í vara-
stjórn voru endurkjörin Halldóra Ár-
mannsdóttir og Engilbert Þórarinsson.
Á stjórnarfundi STAS 29. febrúar skipti
stjórn með sér verkum þannig að Esther er
ritari og varaformaður og Ólafur gjaldkeri
félagsins.
Samninganefnd fé-
lagsins skipa stjórn
þess og varastjórn auk
Skúla Guðnasonar,
verkstjóra. Fulltrúi
aðalsamninganefnd
BSRB var kjörinn
Haukur Ó. Ársælsson
og til vara Skúli
Guðnason.
Félagið hefur nú
tekið á leigu skrif-
stofuherbergi og aðgang að fundarsal að
Eyrarvegi 15, Selfossi. Félagar í STAS voru
58 um síðustu áramót.
Haukur Ó.
Ársælsson