Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 19

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Síða 19
19 Land fyrir orlofcheimili BSRB á Eiðum Síðasta þing B.S.R.B. sem haldið var í júnímánuði 1979, samþykkti að enn skyldi bætt aðstaða til rekstrar orlofs- heimilanna í Munaðarnesi. Jafnframt var stjórn B.S.R.B. falið að útvega land fyrir orlofshús á vegum bandalagsins annars staðar á landinu. í þessu sambandi var allmikið rætt um land á Eiðum, þar sem þá yrði væntanlega gert næsta átak í uppbyggingu orlofshverfa B.S.R.B. En flestir eru þeirrar skoðunar, að bandalagið þurfi að stefna að því að koma upp orlofshverfum víðar, helst í öllum landsfjórðungum. Eiðalandið Eins og sagt var frá í síðasta blaði Ás- garðs, hafa að undanförnu staðið yfir viðræður bandalagsins við forráðamenn Eiðaskóla um land fyrir orlofsheimila- hverfi samtakanna að Eiðum. Á fundi nefndar frá stjórn B.S.R.B. og skólastjóra og skólanefndar Eiðaskóla 13. og 14. febrúar sl. náðist samkomulag um efnisatriði væntanlegs samnings um land. Fyrirvari var gerður um samþykki menntamálaráðuneytisins og stjórnar B.S.R.B. Land undir allt að 30 orlofshús verður við Eiðavatn vestanvert á Stórahaga, en það er allstór tangi út í vatnið frá suðri til norðurs. Landið er innan gömlu skóg- ræktargirðingarinnar, en á því svæði hófst skógrækt fyrir rúmlega hálfri öld, og er landssvæði þetta að mestu kjarri vaxið og sums staðar samfelldur skógur. Samkomulagið er um 20 hektara land, en útivistarsvæði er allt Eiðaland innan girðingar og er þar um að ræða stórt og fagurt land til utivistar. Auk þess er samið um veiðirétt í Eiðavatni og umferðarétt um vatnið á bátum, þó ekki vélbátum. Frá Eiðum er 15 km vegalengd til flug- « vallarins á Egilsstöðum. Að Hallormsstað eru um 45 km og svipuð vegalengd er til ýmissa af Austfjörðunum t.d. Borgar- fjarðar, Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar. Á Eiðum er sundiaug innanhúss. Þar er og íþróttavöllur. Símstöð er á staðnum. Og á sumrin er þar rekið Edduhótel með tilheyrandi veitingastað. Stjórn B.S.R.B. mun væntanlega á næstunni leita eftir afstöðu aðildarfélaga bandalagsins til nýrra orlofsheimilafram- kvæmda.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.