Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Page 20

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.03.1980, Page 20
■ - Helga Olafsdóttir bókavörður skrifar: Konur og launaflokkar Hér birtist súlurit yfir röðun í launaflokka innan Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar (St. Rv.). Launaskrá borgarinnar frá í nóvember 1978 var lögð til grundvallar. Þar sem fjarska lítil tilfærsla er milli launaflokka á samnings- tímabilum mun súluritið gefa sanna mynd af því hvernig karlar og konur raða sér á launastigann. Aðeins þeir eru teknir með sem taka laun eftir launakerfi St.Rv., en ekki þeir sem taka laun eftir samningum B.H.M. Sömuleiðis skal það vandlega tekið fram að þetta er súlurit yfir röðun í launaflokka en ekki greidd laun. Tæki súluritið einnig til B.H.M. fólks og ef það sýndi greidd laun mundi það tvímælalaust endurspegla miklu meiri launamismun karla og kvenna en það gerir í þessari mynd. Mun fleiri karlar en konur hjá borginni taka laun eftir samningum B.H.M., og allir borgarstarfsmenn vita að yfir- vinnugreiðslur fyrir unnar eða óunnar vinnustundir liggja frekar á lausu til karla en kvenna. Umfjöllun um launakjör starfsmanna Reykjavíkurborgar er út af fyrir sig ekkert merkilegri en annarra opinberra starfs- manna, en ákaflega mikil fylgni er í samningum aðildarfélaga B.S.R.B. hvort sem viðsemjendur eru ríki, Rv.borg eða önnur sveitarfélög, og stærstu stéttirnar svo sem sjúkraliðar, fóstrur og fl. fara í sama launaflokk hvar sem er á landinu. Súlurit gert út frá því sjónarmiði sem hér birtist myndi þess vegna endurspegla sömu hlutföll þótt t.d. stærsta blandaða aðildarfélagið Starfsmannafélag Ríkis- stofnana ætti í hlut. Þegar litið er á súluritið er áberandi að konur þjappast á neðri hluta launastigans og varla er hægt að segja að þær fyrir- finnist eftir 17. lfl. Um 50% allra kvenna hjá borginni taka laun eftir 5.—7. lfl. Áberandi fjöldi kvenna er í 6. (sjúkralið- ar), 8. (skrifstofustörf, bókavarsla, götun o.fl.) og 10. (fóstrur). Karlar spanna yfir allan stigann, en eru fjölmennastir í 8.—10. launaflokki. Þeir skera sig þó hvergi nærri úr á sama hátt og konurnar í umræddum 3 flokkum. Konur eru með 4 H lcegri laun Sé litið í síðustu kjarasamninga milli Reykjavíkurborgar og St. Rv. kemur margt fróðlegt í ljós. I 5. lfl. eru t.a.m. aðstoðarstúlkur ^ kennara við Fossvogsskóla og afgreiðslu- menn í birgðastöðvum. Þær fyrrnefndu bera ábyrgð á börnum, en þeir síðar- nefndu á sápum, kústum og perum. í 6. lfl. eru t.d. sjúkraliðar, sem hafa að baki a.m.k. tveggja ára nám í framhalds- skóla og eins árs sérnám. í sama flokki og fjölmörgum hærri launaflokkum eru karlastörf þar sem engrar menntunar umfram skyldunám er krafist nema e.t.v. stuttra námskeiða. Matráðskonur nokkurra minni sjúkra- stofnana, sem bera ábyrgð á fæði sjúkra, eru í 9. lfl. 1 sama flokki er t.a.m. aðstoð- aráhaldavarsla. Deildaljósmæður, sem bera ábyrgð á lífi ungbarna, eru í 12. lfl. I sama flokki er verkstjórn við meindýraeyðingu. Minnisgrein handa samninganef ndum Mat á störfum kvenna og karla. Vandlega skal tekið fram, að enginn í ofangreindum viðmiðunarhópum karla eru tíndir til af því ég álíti, að þessir menn séu oflaunaðir — heldur er hér nánast um tilviljanakennt val að ræða. Augljóst er þó af þessum dæmum, að í starfsmati skýtur töluvert skökku við. Ábyrgð, menntun eða fyrri reynsla eru smánarlega lítils metnir þættir, þegar um dæmigerð kvennastörf er að ræða. Dæmigerð karla- störf eru aftur á móti metin til jafns við fyrrgreind störf, enda þótt menntunar- kröfur séu litlar eða engar og ábyrgð bundið við dauða hluti. Konur fjölmenna í heilbrigðisstéttirnar oft á tíðum vegna reynslu við t.d. uppeldis/húsmóðurstörf ef til vill vegna meðfæddrar tilhneigingar. Afleiðingin er sú, að þessi störf ásamt störfum að fóstrun og uppeldi barna eru Helga Ólafsdóttir, bókavörður. lægst metin allra starfa. Af þessu leiðir að fólk með löngun og hæfileika fælist laun- anna vegna frá störfum þar sem mannslíf eru í veði og grunnur er lagður að framtíð barnanna okkar. Streymið í þessi störf einskorðast svo til eingöngu við annað kynið samanber unglingspiltinn sem hafði gott lag á börnum en svaraði „held- urðu að ég ætli að vera á þínu framfæri alla æfi, mamma mín“ þegar móðirin stakk upp á því að hann legði fyrir sig fósturstörf. Skrifstofustörf kvenna/karla Skrifstofustörf (1, Ia, II o.s.frv.) eru metin frá neðstu flokkum og upp í 10. lfl, „skrifstofustörf IVa“. Ekki er gott að átta sig á því hvað er á bak við þetta eina heiti sem spannar yfir heila 8 lfl. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk á stórum vinnustað hér í borg annast eingöngu konur „skrifstofustörf“ þar, og mun svo vera víðast annars staðar. Karlmenn við skrifstofustörf heita yfirleitt fulltrúar og eru í 11. launaflokki og upp eftir. Erfitt er að koma auga á hvaða þættir aðrir en kynferði eru lagðir til grundvallar við mat á þessum starfsheitum annars vegar karla og hins vegar kvenna við skyld störf. Fæmi í vélritun, tungumálakunnátta, staðgóð þekking á íslensku og íslenskri

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.