Fréttablaðið - 18.06.2021, Síða 4

Fréttablaðið - 18.06.2021, Síða 4
Fékk sælgæti eftir yfirlið Skáti féll í yfirlið á Austurvelli í gær, hann sakaði ekki og voru vinir hans fljótir að koma með sælgæti til hans þegar hann var staðinn upp að nýju. Skátarnir gegndu mikilvægu hlutverki sem fánaberar í hátíðarhöldunum í gær og stóðu þau sig öll með prýði, bæði á Austurvelli og í Hólavallagarði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Renndu við og fáðu lyn afgreidd beint í bílinn www.lyfsalinn.is BÍLAAPÓTEK VIÐ VESTURLANDSVEG Fjölmargir popparar eru að bregða undir sig betri fæt- inum nú í júní og skunda af stað í tónleikaferð um landið. Friðrik Ómar og Jógvan eiga excel-skjal með tengiliðum á flestum tónleikastöðum landsins og hafa fengið beiðnir um að deila skjalinu. benediktboas@frettabladid.is TÓNLIST Friðrik Ómar og Jógvan Hansen leggja land undir fót líkt og í fyrra til að skemmta tónleikaþyrst- um landsmönnum. Þeir eru ekki einu poppararnir sem ætla að halda á þjóðvegi landsins með gítara, magnara, míkrófóna og f leira því samkvæmt lauslegri könnun eru Jói P og Króli að fara mikla ferð, Stebbi Jak og Hafþór hófu sína ferð 16. júní og Stjórnin sömuleiðis. Bríet hefur farið víða og hljómsveitin Góss ætla að þeysast um landið í júlí. „Við ferðumst um á húsbíl við Jógvan og okkar tæknimaður sem sér um allt róterí svo við getum verið dívur og leikið okkur,“ segir Friðrik Ómar. „Það er svo gaman að ferðast um landið svona. Við erum í fimm vikur að túra með tónleika upp á nánast hvern einasta dag. Okkur er boðið í kaffi og kleinur á öllum stöðum og í rauninni er þetta eins og að hitta ömmu og afa á 27 stöðum,“ segir hann. Friðrik segir að þeir félagar búi vel að túrnum sem þeir fóru í fyrra þegar mikil undirbúningsvinna var búin að eiga sér stað. Þá náðu þeir 21 tónleikum áður en öllu var skellt í lás. En tengiliðirnir og annað eru til í excel-skjali sem er orðin heitasta vara poppara í dag. „Það er skemmtilegt að segja frá því að aðrir sem eru að túra núna eru búnir að hringja og vilja fá aðgang að skjalinu. Það er greinilega gulls ígildi.“ Sigríður Beinteinsdóttir, söng- kona Stjórnarinnar, segir það vera mikla tilhlökkun að spila fyrir framan fólk að nýju. Sigga og Grét- ar verða í sumar með tónleikana „Láttu þér líða vel“. „Það er mikil tilhlökkun enda búið að vera langt hlé. Ég taldi um daginn og þetta eru um 15 mánuðir sem ég hef ekki spil- að fyrir framan fólk. Maður hefur aðeins verið í netstreymi en það er mikil tilhlökkun að sjá framan í fólk. Verður yndislegt að fara aftur af stað og byrja þetta venjulega vinnulíf.“ Hún segir að það verði örugglega léttur fiðringur í maganum þegar hún stígur á svið enda langt síðan að hún spilaði fyrir framan áhorf- endur. ■ Dýrgripur Friðriks Ómars sem poppara dreymir um Friðrik Ómar og Jógvan ásamt tæknimanni verða í húsbíl í sumar. MYND/AÐSEND Sigga og Grétar í Stjórninni og Króli og Stebbi í Dimmu verða líka á ferðinni. benediktboas@frettabladid.is MOSFELLSBÆR Niðurstöður kosn- inga Okkar Mosó fyrir árið voru lagðar fyrir bæjarráð Mosfellsbæjar á miðvikudag. Alls hlutu níu hug- myndir brautargengi en 35 millj- ónum verður varið í framkvæmd verkefnanna. Niðurstöður kosninganna eru meðal annars að grillskýli rís við Stekkjarflöt, minigolfvöllur verður settur upp í Ævintýragarðinum, Jólagarður verður settur upp við Hlégarðstún og baðaðstaða byggð upp við Hafravatn. Íbúar kusu einn- ig meðal annars körfuboltavelli við bæði Varmárskóla og Lágafellsskóla og að merkja hlaupa- og gönguleiðir, fjallstoppa og fjallahjólastíga. Metþátttaka var í kosningunum sem stóðu yfir frá 31. maí til 6. júní og kusu 2.080 íbúar eða um 20,5 pró- sent Mosfellinga 15 ára og eldri. ■ Mosfellingar fá grillskýli og minigolfvöll Mosfellingar kusu um að láta byggja baðaðstöðu við Hafravatn. arib@frettabladid.is DÓMSMÁL Mann réttinda dóm stóll Evrópu, MDE, hefur vísað frá kæru Ólafs Ólafs sonar vegna skýrslu rann sóknar nefndar Al þingis frá árinu 2017 um að komu þýska bank- ans Hauck og Auf hauser að einka - væðingu Búnaðar bankans árið 2003. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þýski bankinn hafi aldrei verið raunverulegur fjár- fest ir og stjórn völd hafi skipu lega verið blekkt í tengslum við sölu á 45,8 prósenta hlut í bankanum. Ólafur kærði niðurstöðuna til MDE þar sem hann taldi að máls- meðferð nefnd ar inn ar hefði í raun falið í sér saka mál á hend ur hon um. Dómstóllinn gerði athugasemd við málatilbúnaðinn. „Dómstóllinn gerir athugasemd við að sumar stað- reyndir eða lýsingar á íslenskum lögum, eins og þær eru settar fram Lýsingar Ólafs ýkjur eða rangfærslur Ólafur Ólafsson, athafnamaður. af sækjanda, eru annað hvort ýkjur eða rangar,“ segir í frávísuninni. Íslenska ríkið vildi meina að rang- færslurnar væru slíkar að verið væri að misnota dómstólinn, á það var ekki fallist. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem gegndi formennsku í nefndinni, segir það fagnaðarefni að MDE finni enga ástæðu til að finna að störfum nefndarinnar. Í yfirlýsingu frá Ólafi segir að hann muni meta hvort hann höfði mál gegn íslenska ríkinu. ■ 2 Fréttir 18. júní 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.