Fréttablaðið - 18.06.2021, Síða 14
Það vita allir að aðstað-
an sem við höfum
búið við undanfarin ár
er ekki boðleg fyrir
félagið né bæjarfélagið
sem er orðið það fjórða
stærsta á landinu.
Brynjar Freyr Garðarsson, for-
maður knattspyrnudeildar
UMFN.
Fiorentina hefði orðið
sjöunda liðið sem Gat-
tuso átti að stýra á átta
ára þjálfaraferli.
Eriksen sýnd virðing í Kaupmannahöfn
Leikmenn hættu leik í tæpa mínútu í leik Danmerkur og Belgíu í gær til þess að klappa til heiðurs Christian Eriksen, miðjumanns Dana sem fékk hjartaáfall í
fyrsta leik Dana á mótinu. Eriksen er á batavegi á spítala nálægt Parken og ætti því að hafa heyrt dúndrandi lófatakið honum til heiðurs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
kristinnpall@frettabladid.is
TENNIS Spænski tenniskappinn
Rafael Nadal tilkynnti í gær að hann
myndi ekki þiggja boð um að taka
þátt í Wimbledon eða Ólympíu
leikunum. Nadal lýsti um leið yfir
óánægju með hversu stuttur hvíld
artíminn var milli Opna franska
meistaramótsins og Wimbledon
mótsins.
Nadal sem er oft titlaður konung
ur leirsins vann til gullverðlauna á
Ólympíuleikunum í Beijing. Hann
hefur tuttugu sinnum fagnað sigri
á einu af risamótunum fjórum, þar
af tvisvar á Wimbledon en hann
sagðist hafa tekið ákvörðunina í
samstarfi við þjálfara sína til þess
að gefa líkamanum betri hvíld.
Samdægurs var það tilkynnt að
Naomi Osaka myndi heldur ekki
taka þátt í Wimbledon en keppa á
Ólympíuleikunum.
Osaka dró sig til hlés á dögunum
eftir deilur Osaka við mótshaldara
um fjölmiðlaskyldu á Opna franska
meistaramótinu. n
Wimbledon án
Osaka og Nadal
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Gennaro Gattuso lét af
störfum sem þjálfari Fiorentina í
gær, tveimur vikum áður en hann
átti að hefja fyrsta starfsdag sinn
sem þjálfari félagsins. Fyrrum
miðjumaðurinn sem lék á sínum
tíma 73 leiki fyrir ítalska landsliðið
entist í 23 daga í starfi hjá Fiorentina
en deilur við stjórn félagsins gerðu
útslagið. Hann átti að hefja störf
þann 1. júlí næstkomandi en er nú
líklegur til þess að taka við við Tott
enham.
Gattuso var rekinn úr starfi
þjálfara Napoli í vor og tók tveimur
dögum seinna við liði Fiorentina.
Ósætti milli Gattuso, stjórnar Fio
rentina og Jorge Mendes, umboðs
manns Gattuso, um hvaða leik
menn félagið ætti að horfa til fyrir
næsta tímabil, varð til þess að
ákveðið var að slíta samstarfinu. n
Rekinn áður en
hann hóf störf
Gattuso fer mikinn á hliðarlínunni.
Osaka tekur þátt á ÓL á heimavelli.
12 Íþróttir 18. júní 2021 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 18. júní 2021 FÖSTUDAGUR
Knattspyrnudeild Njarðvíkur
vakti athygli Reykjanesbæjar
á bágborinni aðstöðu félags
ins með bréfi á dögunum.
Húsnæði sem átti að vera til
eins árs er enn í notkun fjór
tán árum síðar og er nýkomið
heitt vatn í húsið.
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI „Ég hef lært það að temja
mér að vera hóflega bjartsýnn. Við
fengum þetta húsnæði fyrir fjórtán
árum síðan sem átti aðeins að vera
tímabundin lausn til bráðabirgða til
eins til tveggja ára. Það er oft auð
veldara að lofa en að framkvæma,“
segir Brynjar Freyr Garðarsson, for
maður knattspyrnudeildar Njarð
víkur, aðspurður um hversu bjart
sýnn hann sé á að framkvæmdir
hefjist varðandi framtíðarlausn í
aðstöðumálum knattspyrnudeildar
Njarðvíkur á þessu ári, líkt og var
gefið út sem markmið fyrir tveimur
árum.
Knattspyrnudeildin bauð full
trúum íþrótta og tómstunda
ráðs Reykjanesbæjar í heimsókn
á heimavöll félagsins við Afreks
braut undir lok síðasta mánaðar
til að vekja athygli á aðstöðuleysi
hjá félaginu. Í fundargerð íþrótta
og tómstundaráðsins er Njarðvík
þakkað fyrir frumkvæðið og tekið
undir mikilvægi þess að gripið
verði til framkvæmda við að bæta
aðstöðuna hjá félaginu. „Við buðum
íþrótta og tómstundaráðinu sem er
ætlað að sjá um þetta mál og höfum
áður boðið bæjarfulltrúum að koma
að skoða. Það vita allir að aðstaðan
sem við höfum búið við undan
farin ár er ekki boðleg fyrir félagið
né bæjarfélagið sem er orðið það
fjórða stærsta á landinu.“
Í bréfi sem knattspyrnudeild
Njarðvíkur sendi til íþrótta og
tómstundaráðs Reykjanesbæjar er
minnst á uppbyggingu við Ásvelli í
Hafnarfirði enda sjá forráðamenn
félagsins fyrir sér að hægt verði að
reisa vallarhús og um leið íþrótta
hús.
„Félagið fer frá sínu gamla vallar
stæði sem fer undir byggingarland á
þeim tíma sem markmiðin voru að
það ætti að vera glæsilegt íþrótta
mannvirki fyrir bæjarfélagið. Svo
kom hrunið sem gerði út um þær
vonir en það er orðið þreytandi að
bíða eftir nýrri aðstöðu. Við höfum
gert eins vel og hægt er að mínu mati
með þrjá sumarbústaði sem er búið
að festa saman.“
Í heimsóknarboðinu er aðstöð
unni líkt við bútasaumsteppi en
heitt vatn kom loks í húsið fyrr á
þessu ári.
„Það var fyrst lagt heitt vatn í
húsið í vetur. Þetta hús er og hefur
verið hitað upp af rafmagnsofnum
og með þrjú hundruð lítrum af upp
hituðu vatni. Það var lengi þannig
að eftir fótboltaleiki var orðið hálf
gert kapphlaup að komast í sturtu
til að fá heitt vatn þegar það eru allt
að 30 leikmenn að komast að,“ segir
Brynjar glottandi sem lék 117 deild
arleiki fyrir Njarðvík á sínum tíma.
„Það er skýrt dæmi um hversu
mikil frestun hefur átt sér stað í
framkvæmdum.“
Brynjar tekur undir að aðstaða
sem þessi hafi áhrif á aðdráttarafl
yngri flokka starfs félagsins
„Við erum vissulega ekki með
jafn rótgróna knattspyrnudeild og
Kef lavík en staðreyndin er sú að
við höfum of oft verið að missa leik
menn yfir til Keflavíkur. Þar stendur
til boða mun betri aðstaða og að
mörgu leyti betri umgjörð,“ segir
Brynjar en Arnór Ingvi Traustason,
leikmaður New England Revolution
og íslenska landsliðsins, fór yfir í
Keflavík eftir að hafa leikið fyrstu
ár ferilsins með Njarðvík.
„Markmiðið okkar er að breyta
þessum hugsunarhætti og festa
Njarðvík meðal bestu tuttugu liða
landsins. Iðkendafjöldinn innan
félagsins hefur hækkað um tvö
hundruð á síðustu árum í takt við
aukningu í íbúafjölda í bæjarfélag
inu.“ n
Tamið mér að vera hóflega bjartsýnn
Aðstaðan á Njarðvíkurvelli átti að vera til eins árs en er enn í notkun fjórtán árum síðar. MYND/AÐSEND