Fréttablaðið - 18.06.2021, Síða 16

Fréttablaðið - 18.06.2021, Síða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Sýningin Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! verður opnuð í Gerðar- safni á morgun. Sýningin er hluti af alþjóðlegu verkefni sem kallast Vatnsdropinn og er samstarfsverk- efni milli Menningarhúsanna, H. C. Andersen-safnsins í Óðinsvéum, Múmín-safnsins í Tampere og Ilon‘s Wonderland-safnsins í Haap- salu. Síðastnefnda safnið byggir á höfundarverki teiknarans Ilon Wikland sem myndlýsti ótal bækur Astrid Lindgren. „Sýningin hverfist um hafið en Vatnsdropinn snýst um að tengja höfundaverk norrænu höfundanna við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Sýningarstjórar eru börn á aldrinum 9-12 sem koma frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Eistlandi,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og við- burðastjóri menningarmála hjá Kópavogsbæ. „Chus Martinez, sem er þekkt fyrir sýningastjórastörf sín á alþjóðavettvangi, hefur verið börnunum til ráðgjafar og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir hefur leitt vinnu barnanna hér á landi. Studio Irma hefur svo skapað magnaða umgjörð um sýninguna sem mun standa út október.“ Listsmiðjur fyrir börn Þann 29. júní hefja svo göngu sína listsmiðjur fyrir börn sem fléttast í kringum Vatnsdropann. Smiðj- urnar verða leiddar af hópi ungs fólks sem öll eru í listnámi eða menningartengdu námi; þeim Ást- hildi Ákadóttur, Bjarti Erni Bach- mann, Hlökk Þrastardóttur og Önju Ísabellu Lövenholdt en smiðjurnar fara fram alla þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga frá kl. 13-15, á tímabilinu frá 29. júní til 5. ágúst. „Farið var af stað með listsmiðjur síðasta sumar og það tókst svo vel til að ákveðið var að fara aftur af stað í ár“ segir Elísabet. „Auglýst var eftir áhugasömum, heill hellingur sótti um og það var erfitt að velja úr en við erum himinlifandi með hópinn sem réðist til starfa. Smiðj- urnar fara fram hér í Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu og Gerðarsafni auk Lindasafns og öll börn velkomin.“ Fjölskylduvænt umhverfi Í kringum Menningarhúsin er umhverfið allt mjög fjölskylduvænt og slíkar áherslur endurspeglast í starfi húsanna. „Í Bókasafni Kópavogs er nú hægt að sjá hluta af afrakstri staðarlista- manna Kópavogs sem hefur verið hönnunarteymið ÞYKJÓ,“ segir Elísabet. „ÞYKJÓ hefur tengt þessa einstöku veröld húsanna saman á mjög fallegan hátt og unnið verk sín í samtali við vísindamenn Náttúrufræðistofu, listfræðinga Gerðarsafns og aðra sérfræðinga í húsunum. Í Bókasafninu má nú eiga kyrrðarstund í Kyrrðarrýmum sem innblásin eru af skeldýrum og skúlptúrum Gerðar Helgadóttur og bregða sér í hlutverk Ástarfugla og Feludýra á sýningunni Ofurhetjur jarðar þar sem má sjá og klæðast ótrúlega fallegum og litríkum búningum ÞYKJÓ.“ Bókasafn Kópavogs stendur fyrir lestrarátakinu Sumarlestur með alls kyns skemmtilegum viðburð- um og Náttúrufræðistofa Kópavogs heldur námskeið fyrir náttúru- krakka auk þess sem þar má sjá frábæra grunnsýningu um lífríki Íslands, Heimkynni, sem var opnuð á síðasta ári. Í gluggum Náttúru- fræðistofu má sjá stórskemmtilegar teikningar Ránar Flygenring úr bók Ránar og Hjörleifs Hjartarsonar, Fuglar, en teikningarnar hefur Rán aðlagað að sýningarrýminu. Langir fimmtudagar í sumar Reykjavík Roasters opnaði nýlega í Gerðarsafni og Elísabet segir mikið líf og fjör í kringum það. „Þrjá fimmtudaga í sumar, 24. júní, 15. júlí og 12. ágúst, verður opið fram eftir kvöldi hjá okkur með fjölbreyttu viðburðahaldi, meðal annars í samstarfi við Skapandi sumarstörf í Kópavogi sem hefur á að skipa mjög áhuga- verðu og metnaðarfullu listafólki sem kemur úr öllum geirum lista- lífsins. Í ágúst hefur hin frábæra tónleikaröð, Sumarjazz í Salnum, göngu sína og fer fram klukkan 17 á fimmtudögum í björtu og fallegu fordyri Salarins,“ segir Elísabet. „Það er náttúrulega heilt ár búið að vera litað af COVID en nú er allt að byrja að lifna við aftur. Auk þess sem ég hef nefnt verða ýmiss konar viðburðir á dagskrá um helgar í sumar. Það er um að gera að fylgjast með dagskránni okkar á Facebook eða á menningar- husin. is.“ ■ Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! er sýning sem ungir sýningarstjórar stýra en hópinn skipa þrettán börn frá Íslandi, Danmörku, Eistlandi og Finnlandi. Ungu sýningarstjór- arnir hafa undanfarna mánuði tekið þátt í vinnusmiðjum í söfnunum (eða á netinu vegna samkomutakmarkana) undir leið- sögn sýningarstjóra Vatnsdropans, Chus Martinez, en hún er eftir- sóttur sýningarstjóri, listfræðingur og heimspekingur frá Spáni sem starfar á alþjóðavettvangi. Fimm stúlkur úr Kópavogi, þær Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Íva Jovisic, Lóa Arias og Vigdís Una Tómasdóttir, eru í íslenska sýningarstjóra- teyminu og hefur Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leitt vinnu hópsins hér á landi. Á sýningunni Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! gefur að líta verk sem ungu sýningarstjórarnir hafa valið frá H. C. Andersen-safninu, Múmín-safninu og Ilon’s Won- derland. Verkin má með einum eða öðrum hætti tengja fjórtánda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna, Lífi í vatni. Heimir Sverrisson og samstarfsfólk hans hjá Irma studio tóku svo að sér að hanna og smíða umgjörð um sýninguna sem verður að finna á 1. hæð Gerðarsafns. Vatnsdropinn hófst í ársbyrjun 2019 þegar Kópavogsbær hóf samtal við H. C. Andersen-safnið í Óðinsvéum og Múmín-safnið í Tampere um mögulegt samstarf. Eftir að IIon’s Wonderland-safnið bættist í hópinn varð Vatnsdrop- inn til. Um er að ræða þriggja ára menningarverkefni sem er ætlað að tengja höfundarverk norrænu höfundanna Astridar Lindgren, H. C. Andersen og Tove Jansson við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með listsýningum og viðburðahaldi. Allir höfundarnir eru fulltrúar klassískrar norrænn- ar bókmenntahefðar sem börn jafnt sem fullorðnir hafa gaman af. Þó svo að þeir séu ólíkir ríma gildi þeirra vel við Heimsmark- mið Sameinuðu þjóðanna, gildi á borð við umhverfisvernd og jafn- rétti. Það má í raun segja að gildi í sögunum (og teikningunum) eru mikilvægari en nokkru sinni áður í ljósi núverandi loftslagsvanda og hamfarahlýnunar. Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! verður formlega opnuð laugar- daginn 19. júní og verður sýningin opin til 31. október. Samhliða sýningunni verður boðið upp á fjölda viðburða í Menningarhús- unum í Kópavogi tengdum Vatns- dropanum og er fólk hvatt til að fylgjast með á samfélagsmiðlum Menningarhúsanna og á www. menningarhusin.is. ■ Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! Ungir sýningarstjórar á Íslandi 2021 Frá vinstri: Íva Jovisic, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Vigdís Una Tómasdóttir, Lóa Arias og Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir. MYND/SIGGA ELLA Það er náttúrulega heilt ár búið að vera litað af COVID en nú er allt að byrja að lifna við aftur. 2 kynningarblað A L LT 18. júní 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.